Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 11

Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 11
Skemmtilegur strákur Hann Ólíver berst meðal annars hetjulega við hákarla í ævintýrinu. um sinum á ári,“ segir Birgitta Sif. Fann sinn stað Sagan um Ólíver varð til þegar Birgitta Sif var í meistaranámi í barnabókateikningum við Cam- bridge School of Art. „Bókin Ólíver er um strák sem líður svolítið öðruvísi og bókin er um það að vera öðruvísi í stórum heimi, líða vel með það og vera kannski svo heppinn að finna einhvern sem er eins og þú. Á þessum tíma var ég nýbúin að kynnast manninum mín- um, Borgþóri og við pössuðum svo vel saman. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt hann og mér fannst lífið svo dásamlegt, að finna eitthvað sem maður vissi ekki einu sinni að mann vantaði. Ég var loksins búin að finna minn stað, heimilið mitt, og Borgþór er að mörgu leyti mín Ólivía, en hún er ein sögupersóna bókarinnar. Draumurinn rættist Birgitta Sif var farin að eyða mjög löngum tíma á barna- bókadeildinni á bókasafninu og von- aði að barnabækur myndi verða hluti af lífi sínu. Hún var í starfs- þjálfun hjá barnabókaútgefandanum Candlewick Press í Boston og eftir það lá leið hennar til New York þar sem hún vann í barnabókadeildinni hjá Henry Holt & Co og síðar sem hönnuður í barnabókadeildinni hjá Harper Collins. Að því loknu tók meistaranámið við í Cambridge School of Art í Englandi, en Birgitta Sif segir það hafa verið mikla lífs- reynslu fyrir sig að starfa náið með hæfileikaríkum kennurum og sam- nemendum. Hún hafi lært mikið á þessum tíma. „Stærsti hluti námsins var helg- aður því að teikna og læra að búa til sögur. Við fengum marga fræga teiknara og höfunda til að koma leið- beina okkur og deila sinni reynslu. Okkur voru sett fyrir verkefni til að vinna við og hópurinn hittist reglu- lega til að ræða þróunina á sögunum okkar. Lokaútgáfan var síðan gagn- rýnd af samnemendum okkar og kennurum. Þá fórum við á barna- bókamessuna í Bologna á Ítalíu og þar voru sett upp viðtöl við stóra út- gefendur til að við gætum sýnt bæk- ur sem við höfðum búið til. Einnig tóku allir nemendur þátt í Macmill- an bókaútgefenda verðlaununum (Macmillan Prize), þar sem ég fékk heiðurstilnefningu fyrir tvær sögur sem ég sendi inn og ég var svo hepp- in að vera ein af þeim sem var með sýningu í London. En lokaverkefnið í skólanum var einnig sýning í London þar við sýndum bæk- urnar sem við höfðum bú- ið til . Ólíver var eitt af mínum lokaverkefnum. Eftir sýninguna höfðu margir útgef- endur samband við mig og varð til þess að ég samdi á endanum við Walker Books UK. Ég gerði tveggja bóka samning við þá og er að vinna að næstu bók núna,“ segir Birgitta Sif að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameinsfélagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Síðastliðinn laugardag var opnuð í Hofi á Akureyri Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorku- sprengjurnar sem varpað var á Híró- síma og Nagasaki, um margvíslegar afleiðingar þeirra og viðleitni al- þjóðasamfélagsins til að vinna gegn útbreiðslu kjarnavopna. Um er að ræða framhald sýningar, sem opnuð var í Reykjavík þann 9. ágúst sl. Sýningin fjallar á áhrifamikinn hátt um geigvænleg áhrif kjarnorku- sprengnanna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki. Alls létust strax eða á fyrstu mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu um 214.000 manns og álíka margir hafa fram til ársins 2012 látist af eftirköstum kjarnorkuárásanna. Enn þjást um 227.500 manns, sem bjuggu í Híró- síma og Nagasaki árið 1945, vegna sjúkdóma sem raktir eru til spreng- inganna. Á sýningunni er m.a. fjallað um skammtíma- og langtímaáhrif kjarnorkusprenginga á líf og heilsu, um kjarnorkusprengjur, áhrif tilrauna með kjarnavopn á menn og dýr og um tilraunir til samningagerðar á al- þjóðavettvangi um takmörkun og eyðingu kjarnavopna. Út frá sýningunni var unnin ítar- legur kennsluvefur ásamt leiðbein- ingum, til að búa nemendur undir sýninguna, gefa þeim tækifæri til að tileinka sér efni hennar og vinna áfram með það, þegar komið er til baka í kennslustofnuna. Kennsluefn- ið nýtist einnig þeim sem ekki hafa tök á að sjá sýninguna. Sýningin kemur til Íslands á vegum The Nagasaki National Peace Me- morial Hall for the Atomic Bomb, sem hefur það hlutverk að vinna með fræðslu og upplýsingamiðlun að því markmiði að kjarnorkuvopnum verði aldrei beitt aftur og að varðveita minningu þeirra sem létust í kjarn- orkuárásunum eða af afleiðingum þeirra. Sýningin stendur til 29. okt. www.HirosimaNagasaki.is Fræðslu- og ljósmyndasýning í Hofi Áhrifamikið Ein af mörgum ljósmyndum sýningarinnar. Aldrei aftur kjarnorkusprengjur best er auðvitað að sjóða kraft af beinum bráðarinnar og á það sér- staklega við um rjúpuna. Sá villi- bráðarkraftur sem til er í verslunum er býsna góður þó hann komi auðvit- að ekki í staðinn fyrir heimagerðan kraft. Þegar gerður er kraftur af rjúpnabeinum, fóarni og ýmsum af- skurði eru beinin og annað sem er notað brúnað á pönnu eða í ofni þar til beinin eru orðin dökkbrún. Þau eru svo sett í pott, þá vatn, svo fljóti vel yfir þau, og því næst 5 korn af hvítum pipar og 3 einiber (í einn lítra af vatni). Allt er svo soðið þar til að rúmur helmingur vatnsins hefur gufað upp. Beinin, fóarn og af- skurður er síað frá og kastað. Soðið sett aftur í pottinn og enn soðið nið- ur, gott er að bragðbæta soðið svo með ögn af kálfakrafti til dæmis frá Oscar eða Bong. Óþarfi er að nota grænmeti þegar lagaður er kraftur af rjúpnabeinum, það dregur bara úr hinu ljúffenga rjúpnabragði. Best er að þykkja villibráðarsósur eins lítið og hægt er og þá helst með ma- ís- eða kartöflumjöli og svo rjóma í hófi. Sósurnar má svo krydda og bragðbæta með ýmsum hætti, til dæmis með bláberjum, rifs- eða sól- berjahlaupi, púrtvíni, gráðosti, dökku súkkulaði og jafn vel mulinni lakkrísrót. Skemmtilegast er að veiðimaðurinn sjálfur, sá sem felldi bráðina, matreiði hana, matreiðslan er beint framhald veiðiferðarinnar og að snæða svo ljúffenga villibráð í faðmi fjölskyldu og góðra vina eru lok hennar. Morgunblaðið/Ómar Rjúpa í haustlitunum Mikil er fegurð náttúrunnar á þessum árstíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.