Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 586 8080, fax 586 8081 www.fastmos.is VESTURGATA 2 - 101 REYKJAVÍK 1.314,8 m2 veitinga- og skrifstofuhúsnæði við Vesturgötu 2 í Reykjavík Húsið skiptist í 191,8 m2 kjallara, 451,4 m2 á jarðhæð, 451,4 m2 á 2. hæð, 220,2 m2 á 3. hæð. Í húsinu er í dag rekinn veitingastaður og selst eignin með 10 ára leigusamningi við rekstraraðila. Á jarð- hæð er stór veitinga- salur, eldhús og auk salerna. Tveir stigar eru upp á 2. hæðina. 2. hæðin skiptist í tvo veitingasali, tvö fundarherbergi, eldhús, starfsmannaaðstöðu og salernisaðstöðu. Á 3. hæðinni, sem er undir súð að hluta, er stór veitingasalur og skrifstofuaðstaða. Í kjallara er koníaksstofa með bar og salernisaðstað ásamt ræstiherbergi. Hér er um einstakt fjárfestingartækifæri að ræða. Verð kr. 285.000.000. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignsali í síma 899 5159 eða 586 8080. Það á ekki að breyta stjórn- arskránni, í henni er allt sem við þurfum og er nauðsynlegt, allt tal um annað er bull og lygi en ef þyrfti einhvern tímann að bæta einhverju við þá yrði það gert af þinginu með við- aukum við stjórnarskrána, ramminn er klár. Nú á tímum mikillar tækni eiga Íslendingar að vera í far- arbroddi í framleiðslu á háhita- orku. Geta Íslendingar notfært sér framleiðslu annarra landa sem hafa hannað og framleitt háþróað- an tæknibúnað til framleiðslu á jarðvarma með rafmagns- túrbínum. Bjóða mætti þessum að- ilum að setja upp svona búnað. Jafnvel vera með iðnað af ýmsum toga tengdan framleiðslu á raf- magni, t.d. umhverfisvænan fata- iðnað af ýmsum toga, leðurskó, jakkaföt, sokka o.fl. Svo er margt sem getur laðað að erlenda ferða- menn og eiga Íslendingar að leggja meiri áherslu á menningu okkar og sögu. Mér datt í hug Bagdad í Írak þegar ég sá myndirnar af hinum miklu hryðjuverkum í Osló og eyju skammt frá Osló. Það sem Norðmenn hafa í farteskinu hvað þessa hluti varðar getur nýst til uppbyggingar löggæslu hér á Ís- landi ásamt almannavörnum al- mennt. Mjög athyglisverð er umræða geðlækna og fólks sem kemur að félagsmálum varðandi málefni þeirra sem þurfa eða verða að nota geðlyf af einhverjum ástæð- um. Menn virðast fara léttúðlega með þessi mál sem eru í raun al- varleg og varða oft hamingju manna ævilangt. Óvarleg notkun geðlyfja og langvarandi er skaðleg heilsu manna og veldur lifr- arskemmdum líkt og óhófleg áfengisneysla. Varðandi það að þeir sem nota geðlyf af ein- hverjum toga þjáist af röngum efnaskiptum í líkamanum er það þannig að þegar lifrin hefur ekki undan þá bitnar það að sjálfsögðu á efnaskiptum líkamans og boð- efnabúskapurinn raskast vegna þess að miltað sem stjórnar boð- efnabúskapnum vinnur ekki eðli- lega og verða menn þá að nota t.d. lyf sem heitir litium svo boð- efnabúskapurinn virki eðlilega eða rétt. Til viðbótar má geta þess að verulegar aukaverkanir eru yf- irleitt af geðlyfjum sem eru óþægilegar mönnum. Þær eru þó mismiklar. Þegar svo menn hætta að nota eða taka geðlyf hafa menn oft slæmar aukaverkanir (eða frá- hvarfseinkenni) dögum, mánuðum, jafnvel ár eftir á. Þó eru ekki langvarandi aukaverkanir í sumum tilfellum t.d. vegna svefngeðlyfja sem vara u.þ.b. sólarhring eftir á. Mér finnst persónulega allt of mikið notað af allskyns geðlyfjum og fólk leysi hin ýmsu mál oft með lyfjum þó ekki sé ástæða til. Því miður verða þeir sem glíma við Bakkus oft markhópur fíkniefna- manna ef svo má segja en menn geta jú stillt þvi þannig upp geðlyf eru jú einskonar fíkniefni fé- lagslega og líkamlega vanabind- andi. Þá virðist, samanber umfjöll- un nýverið, að fangar í fangelsum landsins og þeir sem hafa brotið af sér séu áhveðinn markhópur fíkni- efnamanna. En fangar hafa jú rétt eins allir aðrir jafnvel þótt þeir séu fangar og hafi brotið lög. Al- þjóðalög banna pyntingar á föng- um, samanber Genfarsáttmálann sem bannar slíkt. Notkun geðlyfja gagnvart föngum eða sakamönn- um er því ekki aðeins brot á Genf- arsáttmálanum sem bannar pynt- ingar á mönnum heldur brýtur í bága við lög sem banna samvirkni (nasisma). En blátt bann var lagt við nasisma með alþjóðalögum á Jalta árið 1940 af alþjóðasamfélag- inu þegar þjóðirnar komu saman í Jaltaborg við Svartahaf. KRISTJÁN SNÆFELLS KJARTANSSON, skipstjóri. Það á ekki að kjósa um breytingar á stjórnar- skránni 20. október Frá Kristjáni Snæfells Kjartanssyni Kristján Snæfells Kjartansson Rio Tinto Alcan hef- ur fækkað stöðugildum um 27. Þrettán manns var sagt upp á dög- unum, því miður. Ástæður eru að sögn taprekstur eftir fjög- urra milljarða króna hagnað í fyrra. Sagt var að Alcan hefði ekki gripið til hópuppsagna í yfir 20 ár. „Það er erf- itt að þurfa að standa í svona aðgerðum,“ var haft eftir upp- lýsingafulltrúa Rio Tinto. Það er nú svo … engar hóp- uppsagnir í yfir 20 ár. Hmm … hmm … er það svo? Íslenskir sjómenn virðast ekki í miklum metum í Straumsvík. Álverið man ekki eftir því þegar störfum 32 sjómanna var fórnað með einu pennastriki vorið 2008 þegar 40 ára farsælu samstarfi við Eimskip var slitið og samið við Wilson Carriers, útgerð sem siglir undir hentifána. Engar hóp- uppsagnir … sei, sei. Það má lengi toga og teygja! Hvers eiga sjómenn að gjalda? Samstarfi við íslenska sjómenn á skipum Eimskipafélags Íslands var slitið með einu pennastriki og Rio Tinto man ekki eftir því þrátt fyrir „…það traust sem ríkir milli félag- anna,“ eins og eitt sinn var fullyrt á vef Rio Tinto Alcan. Thorship og Boomsma Nú eru það ekki lengur Wilson Carriers heldur hafnfirsk skipamiðl- un að nafni Thorship sem siglir fyrir Rio-Tinto. Það var vont en bara versnar. Thorship hefur samið við útgerð að nafni Boomsma sem sam- kvæmt heimasíðu „…vinnur að eng- um nýjum verkefnum nú um stund- ir“. Boomsma siglir undir hentifána með sjómenn á smánarlaunum og tvö skip í álverssiglingum; ms. Leah og ms. Fransescu. Sjómannafélag Íslands hefur upp- lýsingar um launakjör á skipunum. Samkvæmt samningi dagsettum 4. júlí 2011 hefur filippseyskur skipverji um borð flutningaskipinu ms. Leah 71.587 kr í laun á mánuði. (48 stunda vinnuvika.) Fyrir fasta yfirvinnu allt að 100 stundum á mánuði fær skipverjinn 35.856 kr. Hann hefur því 107.433 kr fyrir 292 vinnu- stundir á mánuði. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu Rio Tinto? „Samkvæmt upplýsingum ál- versins eru kjör áhafnanna sam- bærileg við kjör íslenskra áhafna,“ sagði á vef Rio Tinto Alcan þegar sjómenn mótmæltu smánarlaunum á Wilson Carrier. Auðvitað þarf ekki að ræða þessa vitleysu. Hvað varð um sannleikann í Straumsvík? Rústbarinn dallurinn heldur vöku fyrir fólki Fyrrnefnt skip, ms. Leah, lá á dögunum í Hafnarfjarðarhöfn í rúm- an mánuð þar sem unnið var að því að rústberja dallinn eftir að vél- arbilun kom upp í Straumsvíkurhöfn svo draga þurfti ryðkláfinn yfir til Hafnarfjarðar. Fréttablaðið skýrði frá því að gauragangur hefði haldið vöku fyrir Hafnfirðingum svo jafnvel hávaðinn frá skipi sem var mulið í brotajárn hefði drukknað í látunum frá ryðklárnum ms. Leah. Traust- vekjandi? Með slasaðan sjómann á sjúkrahús Alþjóðaflutningaverkamannasam- bandið, ITF, hefur orðið að hafa af- skipti af Boomsma því sjómenn eru hlunnfarnir. Ég, sem fulltrúi ITF, varð í nóvember síðastliðnum að fara með handarbrotinn sjómann af ms. Leah á sjúkrahús eftir að útgerðin hafði neitað honum um aðhlynningu. ITF borgaði sjúkrahúsreikninginn. Gert hafði verið að sárum skipverj- ans í Hollandi en íslensku heilbrigð- isstarfsfólki blöskraði meðhöndlunin sem blessaður maðurinn hafði feng- ið, að því er virðist hjá einhverjum skottulækni. Þegar ég fór um borð í ms. Leah voru skipverjar glorhungr- aðir en uppi á vegg hékk matseðill sem hefði sómt kokkunum í heilsu- bælinu í Gervahverfi. Traustvekjandi? Vafi virðist leika á að Thorship beri mikið traust til hins hollenska félags. Boomsma er hvergi getið á heimasíðu skipamiðlarans. Segðu mér hverjir eru vinir þínir, og ég skal segja þér hver þú ert. Rio Tinto Alcan segist vinna náið með samfélögum og tryggja sann- gjarna hlutdeild í ávinningi og tæki- færum. Er samstarfið við Thorship og ryðdalla Boomsma sanngjörn hlutdeild? Rio Tinto Alcan kveðst vera aðili að samtökum um samfélagslega ábyrgð. Hefur Rio Tinto sýnt ís- lenskum sjómönnum samfélagslega ábyrgð? Íslenska kjarasamninga í Straumsvík Hið eina sem íslenskir sjómenn fara fram á er að íslenskir kjara- samningar gildi um borð í skipum á vegum álversins. Það er afar hógvær krafa, ekki satt? Myndu hinir tryggu og traustu starfsmenn Rio Tinto Alc- an sætta sig við filippseyska kjara- samninga? Hefur Rio Tinto Alcan gleymt íslenskum sjómönnum? Eftir Jónas Garðarsson » Samkvæmt samningi dag- settum 4. júlí 2011 hefur filippseyskur skipverji um borð flutningaskipinu ms. Leah 71.587 kr í laun á mánuði. Jónas Garðarsson Höfundur er stjórnarmaður í Sjómannafélagi Íslands. Álftanes féll úr efstu sætum úrvalsdeildar sveitarfélaga á síðasta kjörtímabili niður í það neðsta. Sumir sögðu Álftanes búið að vera. Sveitarfélagið hafði á mettíma verið skuldsett fyrir ríflega 500% af árstekjum sínum, sem einar og sér stóðu ekki lengur undir venjubundnum rekstr- arútgjöldum. Íbúarnir gerðu miklar breytingar á liðinu í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Liðinu og þjálfaranum var öllum skipt út. Með nýju teymi kom nýr taktur og breytt leikskipulag. Síðastliðin tvö ár hefur sveitarfélagið spilað öflugan varnarbolta með tilheyrandi hagræð- ingu í rekstri og endurskipulagningu skuldamála. Allir leikmenn liðsins hafa lagt sig fram. Nú horfir svo við að sveitarfélagið hefur náð umtals- verðum árangri og er aftur komið vel upp fyrir miðju í úrvalsdeild sveitar- félaga, með tekjur sem standa undir útgjöldum og skuldahlutfall fyrir neð- an 250% áhyggjumörkin. Álftanes gæti enn færst ofar í deildinni, sam- félagið er ungt, innviðirnir eru sterkir og tækifærin eru fjölmörg. Vaxandi eftirspurn Eftirspurn eftir útivistar- og fjöl- skyldusamfélaginu Álftanesi er aftur farin að vaxa. Á síðasta ári var lokið smíði á sex nýjum einbýlishúsum og fjórum parhúsum. Þessi hús hafa flest verið seld nýjum Álftnesingum. Hlutfall eigna til sölu er með því lægsta sem þekkist á höfuðborg- arsvæðinu og leigu- húsnæði er af skornum skammti. Það getur líka verið veikleiki að spila varn- arbolta of lengi og stundum þarf einfald- lega að snúa vörn í sókn. Spila þarf þétt og loka svæðum. Eitt slíkt svæði er miðsvæðið á Álfta- nesi. Uppgjöri vegna skulda og skuld- bindinga vegna svæðisins er lokið og í dag á sveitarfélagið landið sem var deiliskipulagt sem íbúðabyggð. Á höf- uðborgarsvæðinu er nú eftirspurn eftir minni íbúðum, einmitt eins og þeim sem skipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Búið er að grafa og steypa grunn sem bíður réttu fyrirgjaf- arinnar. Góður sóknarmaður ætti að sjá tækifærið fyrir fótum sér. Í sátt við umhverfið Friðsæld og náttúrufegurð er óvíða meiri en á Álftanesi. Landið liggur lágt, byggðin er lágreist og mikið af opnum svæðum. Aðgengi að góðri strönd og heillandi fjörum er meira en gengur og gerist annars staðar. Þéttari byggð á miðsvæðinu er skipu- lögð í sátt við umhverfið. Þegar vörn er snúið í sókn er gott að minna sig á að það er liðsheildin en ekki sprengi- kraftur einstakra leikmanna sem vinnur deildina. Það er mikilvægt að finna réttu leikaðferðina og blöndu af leikmönnum sem sjá tækifæri í sókn- arbolta á Álftanesi. Það vill enginn spila í tapliðinu aftur. Þann 20. október næstkomandi munu íbúar Garðabæjar og Álftaness kjósa um sameiningu. Það liggur fyr- ir að enginn bæjarfulltrúi sveitarfé- laganna hefur lýst sig andvígan hug- myndinni og báðar bæjarstjórnir hafa hvatt til sameiningar. Það er því mikilvægt að íbúar sýni hug sinn í verki, mæti á kjörstaði og greiði at- kvæði með sigurliðinu. Álftanes úr vörn í sókn Eftir Kjartan Örn Sigurðsson » Það er því mikilvægt að íbúar sýni hug sinn í verki, mæti á kjör- staði og greiði atkvæði með sigurliðinu. Kjartan Örn Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. mbl.is alltaf - allstaðar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.