Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 16

Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eftir langt og strangt þróunar- og prófunarferli er tölvuský íslenska fyrirtækisins GreenQloud (www.greenqloud.com) komið af beta-stigi. Fyrstu vörur fyrirtæk- isins eru fullskapaðar og hafa alla burði til að sigra heiminn. Tölvuský GreenQloud var formlega opnað í byrjun október á Demo-ráðstefn- unni í Sílíkondal. „Við höfum fram- kvæmt prófanir í samstarfi við hundruð viðskiptavina, allt frá litlum hýsingaraðilum upp í aðila sem hýsa risastór kerfi sem þjón- usta milljónir manna, yfir í við- skiptavini úr kvikmynda- og lyfja- geiranum sem þurfa að framkvæma gríðarlega krefjandi útreikninga,“ segir Eiríkur Hrafnsson við- skiptaþróunarstjóri og annar stofn- enda GreenQloud. Prófanir í rúmt ár Í stuttu máli má lýsa starfsemi GreenQloud þannig að fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar lausnir í skýinu, s.s. hýsingu, gagnageymslu og gagnavinnslu. Auk þess að bjóða upp á þessa vöru á mjög öruggan, notendavænan og aðgengilegan hátt byggist starfsemin líka á því að lág- marka umhverfisáhrif. „Betaprófan- ir hafa staðið yfir frá því í júlí í fyrra og miðað að því að bæði tryggja stöðugleika og besta kerfið þannig að GreenQloud sé vel í stakk búið fyrir stórnotkun á fyrstu tveimur vörunum: Compute Qloud og Storage Qloud,“ útskýrir Eirík- ur. „Vinnan er líka að skila því að okkur tekst að brjóta blað í tölvu- skýjabransanum og erum í senn að bjóða umhverfisvænasta tölvuskýið og jafnramt það ódýrasta á mark- aðinum.“ Eiríkur segir GreenQloud geta boðið verð sem eru á bilinu 20-40% ódýrari en leiðtoginn á markaðinum í dag, Amazon. Markaðurinn hefur greinilega tekið eftir þessu og segir Eiríkur að GreenQloud sjái í dag 30% vöxt í sölu á milli mánaða. „Verðmunurinn skýrist einkum af því að við höfum fundið ódýrari og skilvirkari lausnir. Það sparar okk- ur einnig verulegar fjárhæðir að GreenQloud er þróað með opnum hugbúnaði eingöngu sem þýðir að ekki þarf að borga há leyfisgjöld.“ Raforkan stöðug og verðið líka GreenQloud nýtir í dag íslensku gagnaverin Verne og ThorDC en Eiríkur segir íslenska raforkuverðið ekki skýra nema að litlu leyti það lága verð sem GreenQloud nær að bjóða. „Umfangið á íslenskum gagnaverum er enn langt frá því að geta notið svokallaðs stóriðjutaxta á raforku. Miðað við Evrópu er þó raforkuverðið lágt og jafnvel helm- ingur eða þriðjungur af verðinu sem sést á sumum stöðum á meginland- inu. Það sem er þó mest aðlaðandi við að velja svona starfsemi stað á Íslandi er bæði stöðugt framboð og stöðugt verð á raforku.“ GreenQloud ætlar þó ekki bara að gera út frá Íslandi og segir Erík- ur stefnuna setta á að koma upp bækistöðvum á erlendri grundu áð- ur en langt um líður. „Við stefnum að hlutafjárútboði á næsta ári og í kjölfarið að útvíkka starfsemina. Víða er hægt að komast í endurnýj- anlega orku og ýmsir staðir sem koma til greina bæði í S-Ameríku, í Evrópu og svo á vesturströnd Bandaríkjanna.“ Bæði grænni og mun ódýrari  Hafa þróað skilvirkar lausnir sem lækka kostnaðinn við að vinna í skýinu  Langt þróunar- og próf- unartímabil til að tryggja áreiðanleika þjónustunnar  Vöntun á löggjöf til að tryggja verndun gagna Morgunblaðið/Sigurgeir S. Eftirspurn „Allar spár hljóða upp á ört vaxandi þörf fyrir þjónustu af þessu tagi og áætlað er að á næstu átta árum muni gagnamagn í umferð vaxa þrjátíuogfimmfalt,“ segir Eiríkur Hrafnsson um framtíðarhorfurnar. Fyrstu vörurnar frá GreenQloud callast Compute Qloud og Storage Qloud. „Compute Qloud er sjálfsafgreiðslu- kerfi sýndarvéla sem hægt er að nota t.d. til að hýsa vefi eða vefkerfi og vinna úr gögnum. Allar spár hljóða upp á ört vaxandi þörf fyrir þjónustu af þessu tagi og áætlað er að á næstu átta árum muni gagnamagn í um- ferð vaxa þrjátíuogfimmfalt. Allt þetta mikla magn gagna kallar á mun meiri og öflugri tölvuvinnslu svo hægt sé að vinna úr gögnunum eitthvað nýtilegt fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Eiríkur. „Storage Qloud er svo örugg geymsla og deiling gagna í skýinu. Þar erum við með mjög skalanlega þjónustu og er þess stutt að bíða að við bætum við vöru sem keppa á við Dropbox geymslu- og deiliforritið vinsæla.“ Eiríkur segir að langur aðdragandinn skýrist einkum af því að þjónustan verði að vera algjörlega áreiðanleg og traust og því þörf á mjög ítarlegum prófunum. Við- skiptavinirnir verði að geta stólað á örugga meðferð gagna og að staðið sé við gefin loforð. Stór hluti af vexti GreenQloud hvíli á því að byggja upp gott orðspor og þannig laða að fleiri viðskiptavini. „Það er vegna þessarar miklu þróunarvinnu að við getum sett á for- síðuna hjá okkur þjónustusamning sem lofar við- skiptavinum bótum ef þjónustan er ekki af því stigi sem við viljum tryggja. Þetta þjónustustig er raunar hærra, og gæðakrafan meiri en hjá flestum okkar sam- keppnisaðilum.“ Eitt gæti styrkt samkeppnisstöðu GreenQloud enn frekar: að Alþingi festi í lög ákvæði um öryggi gagna. „Með slíkum lögum er ekki verið að gera Ísland að ein- hvers konar frísvæði fyrir óæskilegt og ólöglegt efni. Fyrst og fremst snýst slík löggjöf um að þeir sem geyma gögnin sín hér á land geti stólað á að gögnin njóti ákveðinnar friðhelgi. Skapa þarf lagaumgörð þar sem hlutleysi þjónustuveitandans er verndað og engin hætta á að erlendir dómstólar geti með óeðlilegum hætti þvingað þjónustuveitandann til að afhenda eða eyða gögnum sem ekki brjóta íslensk lög.“ Verða að geta staðið við gæðin ÖRYGGI GAGNA SKIPTIR HÖFUÐMÁLI Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir græna nálgun í gagna- málum. Eiríkur bendir á hvernig hinn almenni tölvunotandi gerir sér oft ekki nægilega góða grein fyrir því hvað gagna- geymsla og gagnavinnsla getur verið orkufrek. „Í dag notar all- ur tölvuskýjabransinn tvöfalt meiri orku en sem nemur heild- arraforkunotkun Bretlands. Ár- ið 2007 framkallaði orkunotkun tölvuskýja álíka mikið koldíoxíð og allur flugvélafloti heims. Áætlað er að mengun vegna orkunotkunar tölvuskýsins muni tvöfaldast á næstu átta árum.“ Þessi mikla orkunotkun segir Eiríkur að komi bæði til af þeirri almennu þróun að notendur safna meiri gögnum og þarfnast meira krefjandi gagnavinnslu, og einnig er lægra verð að knýja fram aukna nýtingu á tækninni. „Eftir því sem kostnaðurinn við vinnslu og geymslu gagna minnkar er fólk að finna æ fleiri leiðir til að nota tæknina.“ Gögnin eru orkufrek MIKIL UMHVERFISÁHRIF Bandarískir unnendur þýskra gæðabíla eiga góða daga framundan en þar virðist stefna í harkalegan slag milli BMW og Mercedes- Benz. Sala á Mercedes bílum tók 7% stökk í sept- ember og jók þannig verulega forskot bíla- framleiðandans á BMW í keppninni um að vera vinsælasta lúxusbílamerki Bandaríkj- anna. Á síðasta ári átti BMW toppsætið á lúx- usbílamarkaðinum vestanhafs, og skýrðist það meðal annars af veiklaðri fram- leiðslugetu Lexus og Toyota í kjölfar nátt- úruhamfara í Asíu. Nú hefur BMW komið með kröftugt útspil til að ná í skottið á Mercedes-Benz og býður kaupendum ákveðinna módela að sleppa allt að þremur afborgunum á ári. Tilboðið nær til allrar framleiðslulínunnar að undanskilinni M-línunni og ákveðnum bílum í 3-línunni. Fyrr í sumar var BMW með vegleg afslátt- artilboð í gangi og náði að minnka sölu- forskot Mercedes niður í aðeins 104 bíla. Að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá seldi BMW á siðasta ári 2.715 fleiri lúxus- bifreiðir en Benz. ai@mbl.is Benz og BMW berjast um Bandaríkjamarkað Morgunblaðið/Styrmir Kári Drossía Hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að harka færist í slaginn milli lúxusbílaframleið- enda þegar líða tekur á árið.  Von á flóði freistandi til- boða síðustu mánuði ársins Dómsmál er nú farið af stað vegna byggingarinnar sem er nærri fullkláruð á reitnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Það er Samgöngustofnun New York (e. Port Authority) sem kærir kanadísku stálsmiðjuna ADF Steel Corp. fyrir að afhenda ekki málmspíruna sem á að prýða topp turnsins sem stundum er kall- aður Frelsisturninn. Er kanadíska fyrirtækið sakað um að halda smíði turnsins „í gíslingu“ með því að neita að afhenda mastrið. ADF vill ekki láta mastrið af hendi fyrr en þeim hefur borist greiðsla að upphæð sex milljónir bandaríkjadala vegna annars verkefnis. Mastrið er yfir 400 fet (122 metrar) á hæð og mun gera bygg- inguna þá hæstu á vesturhveli jarðar. Bloomberg fréttaveitan hef- ur það eftir gögnum dómsmálsins að með því að ljúka byggingunni og skipa henni sess sem hæsti turn álfunnar verði til sterk tákn- mynd bata og uppbyggingar eftir hrun Tvíburaturnanna 11. sept- ember 2001. ADF á að hafa lofað að ekki yrði töf á afhendingu mastursins þrátt fyrir deilur um uppgjör vegna fyrri verkefna. Port Authority segir að um 100 málmiðnaðarmenn geti misst vinnuna fyrr en ella ef þeir hafa ekkert mastur til að koma fyrir á toppi bygging- arinnar. Mastrið kostar 10 milljónir dala. ai@mbl.is Deilt um loftnetið á World Trade Center  Kanadískur framleiðandi heldur turninum „í gíslingu“ á lokastigum AFP Spíra Turninn gnæfir yfir borgina og vantar bara herslumuninn, og svo auðvitað loftnetið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.