Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Þess er ekki stórafmæli og umstangið verður lítið. Mér líkar þaðbest,“ segir Ívar Bjarki Magnússon lögreglumaður á Selfossisem er 33ja ára í dag. Hann er fæddur og uppalinn á Selfossi og hefur átt heima þar alla tíð. Starfaði á unglingsárum hjá Mjólkur- búi Flóamanna en fór svo í húsasmíði og lauk sveinsprófi árið 2002. Lagði þó fljótt frá sér hamarinn og réði sig til starfa við fangelsið á Litla-Hrauni. Stóð þar vaktina í fimm ár en fór 2008 í Lögregluskól- ann. Var árið eftir kominn í raðir lögreglunnar á Selfossi. „Faðir minn, Magnús Kolbeinsson, hefur verið í lögreglunni í ára- tugi svo ég vissi aðeins út á hvaða þetta gengur. Og vissulega er starf- ið þroskandi og margt ber fyrir augu. Almennt kýs ég samt að orða þetta sem svo að lögreglumannsins sé að mæta venjulegu fólki í óvenjulegum og oft erfiðum aðstæðum, greiða úr flækjum og gera jafn gott úr hlutum sem verða má. Mér líkar starfið vel þó áralangur niðurskurður fjárframlaga ráði því að við getum ekki sinnt starfinu jafn vel og ákjósanlegt væri. Það er dapurlegt,“ segir Ívar Sambýliskona Ívars Bjarka er Sólveig Ingadóttir, löglærður aðstoð- armaður dómara við HéraðsdómSuðurlands. „Sólveig á afmæli 16.október, degi á eftir mér. Þetta gefur okkur því kannski tilefni til að bjóða foreldrum okkar og systkinum í kaffi og fjölskyldustund. Slíkt þætti mér góður afmælisdagur.“ Ívar Bjarki Magnússon á Selfossi 30 ára Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lögga Mæta venjulegu fólki í óvenjulegum og oft erfiðum aðstæðum og greiða úr flækjum, segir afmælisbarnið Ívar Bjarki Magnússon. Úr mjólk í smíði og svo í lögregluna Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjanesbær Kamilla Sigurlaug fæddist 28. nóvember. Hún vó 4.535 og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Gunnlaug M. Björnsdóttir og Grétar S. Miller. Nýir borgarar Noregur Jens Matthew fæddist 22. maí kl. 20.49. Hann vó 3.480 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Mari- vena Marcial Jensson og Evert Stefán Jensson. M agnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lauk stúd- entsprófi frá MR 1958, prófi í for- spjallsvísindum frá HÍ 1959, stund- aði nám í arkitektúr við Strath- clyde University í Glasgow 1961-62 og lauk prófi í arkitektúr frá Ox- ford School of Architecture í Eng- landi 1968. Hjá Húsafriðunarnefnd Magnús rak eigin teiknistofu í Reykjavík 1968-70, vann við arki- tektastofuna Cappelen og Roedal í Ósló 1970-72, var með eigin stofu í Reykjavík 1972-74, með Sigurði Harðarsyni 1974-90 og vann þá í hlutastarfi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins 1974-76, var með eigin stofu 1990-93, varð arkitekt Húsa- friðunarnefndar ríkisins 1993, framkvæmdastjóri stofnunarinnar frá 1994 og forstöðumaður 2001- 2007. Hann rekur nú eigin stofu í Reykjavík. Meðal verka Magnúsar má nefna Fischersund 3, Reykja- vík; endurgerð, ásamt Sigurði Harðarsyni; Snælandsskóla í Kópavogi, 1976; timburhúsahverfi í Breiðholti, 1981; Barnaheimili á Reyðarfirði, 1983, og Gvendar- brunnamannvirkin, 1986. Hann hefur séð um endurgerð og viðhald á fjölda sögufrægra húsa, þ.á m. fjölda kirkna víða um land. Magnús sat í samkeppnisnefnd Arkitektafélags Íslands 1973, sat í Magnús Skúlason arkitekt – 75 ára Fjölskyldustund Magnús með Skúla og Birni, Helene, og sonardætrunum Sylvíu, Henriettu og Theodóru. Málsvari gamalla húsa Gamalt hús Magnús við Fischersund 3, sem hann og Sigurður Harðarson endurgerðu á sínum tíma. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.