Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 13

Morgunblaðið - 15.10.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 25% AFMÆLISAFSLÁ TTUR 15., 16. og 17. okt. - O pið til kl. 20 þessa þrjá daga. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég fékk ekki tannpínu, ég fékk brjóstakrabbamein,“ sagði kona á miðjum aldri sem býr á höfuðborg- arsvæðinu. Henni líður illa yfir því að hafa ekki fengið tíma í eftirliti á Landspítalanum í sumar og haust. Konan fékk síðast tíma í janúar og átti von á að fara aftur í skoðun um mitt árið. Hún var ekki enn búin að fá tíma í seinni skoðun ársins í gær. Þá er hún búin að bíða í hálft ann- að ár eftir uppbyggingu nýs brjósts og bólar ekkert á aðgerðinni. Kon- an sagði Morgunblaðinu sögu sína en óskaði eftir nafnleynd. „Ég fékk brjóstakrabbamein og er að nálgast fjórða árið frá því ég var greind í nóvember 2008. Það er oft talað um fimm ár sem maður er í sérstöku eftirliti. Ég vil láta skoða mig og vera undir eftirliti,“ sagði konan. „Ég fékk aldrei tíma í maí og ekki í júní en mér var sagt að ég myndi fá bréf. Í júlí fór ég að hringja á Landspítalann og ganga eftir því hvort ég fengi ekki tíma. Þá var mér sagt að ég væri dottin út af listanum. Ég varð mjög hissa og spurði hvernig það gæti gerst.“ Bíður enn eftir skoðuninni Konan kvaðst hafa haft samband við spítalann í ágúst án þess að fá tíma og svo hafði hún samband aft- ur nú nýlega. „Þá er mér sagt að ég sé á lista en það sé búið að fækka svo starfsfólki, læknar hafi farið og ástandið sé svona. Sú sem ég talaði við sagði að því miður gæti hún ekki látið mig fá tíma. Ég sagði stúlkunni að ég væri mjög ósátt við þetta og reið. Þá sagði stúlkan að hún skildi mig mjög vel. Nú er kominn miður október og ég er enn á listanum,“ sagði konan. Hún sagði að þetta væri ekki eins- dæmi. „Móðir mín er líka búin að fá krabbamein. Við höfum alltaf verið á svipuðum tíma í skoðunum. Hún var farin að undrast það í vor að vera ekki búin að fá bréf með boð- un í skoðun. Ég sagði henni frá því hvernig mér hefði gengið að fá tíma. Hún hafði strax samband við spítalann og var svo heppin að fá tíma. Móðir mín sagði mér frá vin- konu sinni sem fékk krabbamein og er líka að bíða eftir tíma í eftirliti á krabbameinsdeildinni.“ Konan sagðist hafa beðið í hálft annað ár eftir uppbyggingu á brjósti eftir að hún fór í aðgerð vegna krabbameinsins. „Það er ekkert að gerast. Ég er búin að fara í allar rannsóknir og undirbún- ing fyrir þessa aðgerð sem er mitt hjartans mál, því mig langar að vera eins og kona. Mér finnst ég enn vera ung og eiga rétt á með- höndlun,“ sagði konan. Hún kvaðst vera mjög ósátt og sagði að þetta ástand ylli sér miklu óöryggi og kvíða, hreinni sálarangist. Breytt fyrirkomulag skoðana Vilhelmína Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs og læknir á Landspítalanum, sagði að- spurð að ekki væri búið að fækka kerfisbundið skoðunum á krabba- meinssjúklingum á spítalanum. „Við höfum breytt fyrirkomulag- inu þannig að við bókum ekki leng- ur fólk í fasta tíma heldur köllum það inn um það leyti sem það hefði átt að koma. Það er gert til að auð- velda skipulagið. Það fá allir sína skoðun,“ sagði Vilhelmína. Hún sagði föst viðmið um hve oft sjúk- lingar sem fengið hefðu brjósta- krabbamein kæmu í eftirlit. Hún kvað vera vel þekkt að þegar lengra liði frá krabbameinsmeðferð lengdist tíminn á milli skoðana. Eins breytti miklu hvort sjúklingur væri enn með virkan sjúkdóm eða hvort verið væri að fylgjast með hvort hann væri læknaður. Þegar engin merki væru um sjúkdóminn væri eftirlitinu hætt. Oft væri mið- að við fimm ár. Vilhelmína sagði að yfir sumar- tímann geti vel teygst úr bið eftir skoðun. Kæmi eitthvað brátt upp á væri tekið strax á móti sjúklingum. „Yfir sumarið höfum við reynt að taka nýja sjúklinga því það er ekki fólk til afleysinga. Mér finnst samt skrítið að sjúklingurinn skuli fá svona svör því það er reynt að sinna öllum hér,“ sagði Vilhelmína. Tekið skal fram að hún vissi ekki deili á umræddum sjúklingi. Vilhelmína sagði að þörf væri fyrir fleiri krabbameinslækna á Landspítalanum. Tveir hættu fyrir tveimur árum og kom einn í stað- inn af þeim sem stunda lyflækn- ingar krabbameina. Einn læknanna sem sinna geislameðferð hefur ver- ið í leyfi, en reynt hefur verið að bæta það upp með því að hafa til aðstoðar yngri lækna í framhalds- námi. „Þetta er hreinlega út af því að útlærðir læknar á þessu sviði eru ekki á hverju strái hér. Við hefðum ráðið í staðinn fyrir þessa sem hættu ef við hefðum haft fólk,“ sagði Vilhelmína. Ósátt við að fá ekki eftirlit  Kona sem fékk brjóstakrabbamein segir sér ganga illa að fá tíma í skoðun á Landspítalanum  Framkvæmdastjóri lyflækningsviðs segir að fyrirkomulagi hafi verið breytt en allir fái skoðun Morgunblaðið/Golli Landspítalinn Þörf er á fleiri krabbameinslæknum á spítalanum, að sögn framkvæmdastjóra lyflækningasviðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.