Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 32

Morgunblaðið - 15.10.2012, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlauptu í átt að tækifærunum, tilbúin/n til að taka ákvörðun. Talaðu við aðra og reyndu að njóta lífsins til fulls. 20. apríl - 20. maí  Naut Samstarfsmaður þinn er með ónot í þinn garð svo best væri að ganga hreint til verks og spyrja hvað búi að baki. Ekki fara ófögrum orðum um náungann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu augun hjá þér því einhvers- staðar eru í gangi gróusögur um þig og þína. Taktu uppeldið föstum tökum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið skuluð ekki láta aðra marka ykk- ur völl án þess að hafa eitthvað um það að segja. Reyndu að sýna þolinmæði og gott fordæmi. Stjörnurnar eru þér hagstæðar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það lítur út fyrir að samband, sem hefur skipt þig miklu máli, sé að rofna. Þú hefur tangarhald á makanum. Láttu þér í léttu rúmi liggja þó allt sé á rúi og stúi heima. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur þurft að láta í minni pokann og sleppa hendinni af ýmsu. Af hverju ekki að gera við það sem er bilað? Lífið fer mjúk- um höndum um þig næstu mánuði. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er komið að því að þú kastir þér út í sviðsljósið. Breyttu svo máli þínu svo allir geti séð hvert þú ert að fara. Það sýður upp úr í sambandi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst alltaf skemmtilegra að eiga fyrir því sem þú kaupir þér, en í dag freistast þú til að breyta út af þeirri venju. Láttu það þó ekki eyðileggja fyrir þér dag- inn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ættir að fara eftir eðlisávísun þinni í máli, sem hátt rís á vinnustað þínum. Gleðstu yfir því smáa í lífinu. Gerðu verð- samanburð áður en þú kaupir eitthvað. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver getur gefið þér góð ráð varðandi framtíð þína. Prófaðu að fara í sjó- sund. Þú gætir orðið háð/ur því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert næm/ur fyrir börnum í dag. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki láta átök halda áfram – þau er létt að leysa. Þér líður best í rólegheitum heima hjá þér. Hafðu ekki áhyggjur af morg- undeginum. Hann sér um sig. Karlinn á Laugaveginum heils-aði ekki, þegar ég hitti hann, en kom beint að efninu: Ég heyri það að fleiri og fleiri og fleiri taka smálán – það gerist varla verri og meiri vinstri-stjórnar áþján. Fleyg urðu þau ummæli séra Árna Þórarinssonar að Háskóli Ís- lands stæði í sveitum landsins. Þessa hugsun má skilja með marg- víslegum hætti. Mér finnst nærtæk- ast að benda á, að ummælin vísi til þess að bændamenningin hafi blómstrað og þroskast við þær hræringar sem hér urðu um alda- mótin 1900 þegar þéttbýli tók að myndast og vélbáta- og togaraút- gerð hófst. Það unga fólk, sem hleypti heimdraganum, var furðu vel undir lífsbaráttuna búið. Sama hugsun kemur fram í vísu Vestur- Íslendingsins Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar. Hann fór til Vestur- heims 1899 og lauk læknaprófi í Chicago 1907: Lærdóm mestan, lífsins besta skóla heima þjóðin á sér æ inni í góðum sveitabæ. : . Það er fróðlegt að blaða í Huld, safni alþýðlegra fræða íslenzkra. Þorvaldur Rögnvaldsson (um 1600- 1690) bjó á Sauðanesi. Eitt sinn tók snjóflóð alla sauði hans, og bát hans spýtti á sjó út fyrir veðri. Kona hans bar sig mjög illa og þá kvað hann: Mas er að hafa mammons grát þó miðlist nokkuð af auði, nú skal efna í annan bát og ala upp nýja sauði. Sigurður Ingimundarson fór til Englands á haustum en kom jafnan út til Íslands á vorin vestur í Rifi. Vorið 1666 flutti hann Brynjólfi biskupi fregnina um lát Halldórs sonar hans í Járnmóðu á Englandi. Hann orti: Út er runnin æskan blíð, ellin gerir mig þungan, aftur kemur kærri tíð, Kristur gerir um ungan. Og um 1680 hafði maður dáið í Saurbæ eða á Kalastöðum, sá er vakandi hafði sjaldan ókveðandi verið, en á líkbörunum hafði hann þetta erindi hátt kveðið: Sefur hind á heiði, stungin svefnþorn. Skal hún ekki vakna vilja, veiga norn? Steinunn Finnsdóttir, á Höfn í Melasveit, enn á lífi 1710, orti: Við norðanveðri í Höfn er hnýtt, hvirflar hann upp úr sænum, kerlingunum kemur það lítt, þær kreppa sig inni í bænum.. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mas er að hafa mammons grát eftir Jim Unger „ÉG LEYFI HONUM YFIRLEITT AÐ BORGA, ÞAÐ ER SVONA MÍN LEIÐ TIL AÐ SÝNA HONUM VIRÐINGU OG KURTEISI.“ HermannÍ klípu „OG HÉR ER SJÓÐHEITT MEÐMÆLA- BRÉF, EINS OG ÉG LOFAÐI ÞÉR.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann lætur sjálfstjórnina lönd og leið. ÉG ER ENGI- SPRETTUPLÁGA, FORÐAÐU ÞÉR! HEIMSENDIR ER Í NÁND! AAAAAAAAA! ÞÚ ERT BARA EIN! JÁ, EN ÉG ER ROSA GÓÐ! ÓTTALEGA ER ÞETTA LJÓTUR RAKKI! ÉG ER VISS UM AÐ HANN ER MEÐ FLÆR! EKKI MIKIÐ LENGUR ... ... VIÐ KENNDUM ÞEIM AÐ STÖKKVA. Víkverji er frekar lofthræddur.Hann svimar þegar hann þarf að standa uppi á stól og reynir mest- anpart að halda sig á jafnsléttu. Honum blöskraði því uppátæki Austurríkismannsins Felix Baumg- artners, sem stökk úr rúmlega 39 km hæð í fallhlíf í gær og setti þar með heimsmet. „Baumgartner lend- ir eftir metstökk öruggur á jörð- inni,“ stóð í fyrirsögn erlends miðils um stökkið. Víkverji vissi að stökkið var hátt, en hafði ekki áttað sig á að Baumgartner hefði getað farið fram hjá jörðinni með einhverjum hætti og lent einhvers staðar annars stað- ar, kannski tunglinu, nú eða Mars eða Venusi. Baumgartner fór upp í loftbelg og mun þegar hann sat og bjóst til að stökkva hafa sagt: „Þetta er mjög, mjög hátt.“ Víkverji áttar sig á því að erfitt er að setja saman ódauðleg ummæli þegar mikið ligg- ur við, en þessi tilþrif eru ekki bein- línis stórbrotin. x x x Því er þó ekki að neita að stökkv-arinn hafði rétt fyrir sér. Hann var mjög, mjög hátt uppi og nokkuð vel af sér vikið að komast niður heill á húfi því að stökkið var stór- hættulegt. Lykilatriði var að hann missti ekki stjórn á sér í stökkinu því þá hefði hann getað kastast til og misst meðvitund. Hann var í sér- stökum loftþrýstingsbúningi, ekki ósvipuðum geimbúningi, og hefði komið gat á hann í þessari miklu hæð og þrýstingurinn fallið hefði blóðið í ofurhuganum getað farið að sjóða. Þá fór kuldinn á leiðinni til jarðar niður í 68 gráðu frost, sem einnig hefði getað komið honum í koll, þannig að ekki hefur þetta verið mikil sæluför, sérstaklega ekki þar sem eitthvað brást í öndunarbúnaði stökkvarans þannig að þegar hann andaði frá sér kom móða innan á hjálminn hjá honum. x x x Baumgartner var ekki að stökkva ífyrsta skipti. Hann hefur vakið athygli með því að stökkva ofan af Petronas-turnunum í Kuala Lumpur og styttunni af frelsaranum í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Hann æfði sig í fimm ár fyrir stökkið í gær. víkverji@mbl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. (Rómverjabréfið 15:13) Spriklandi fiskbúð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.