Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 ✝ ArnfríðurIngvarsdóttir fæddist á Ísafirði 27. ágúst 1938. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 4. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Jónsson, f. 14. september 1910, d. 3. júní 1974, og Sigríður Jónsdóttir, f. 16. nóv- ember 1911, d. 12. nóvember 1981. Fríða, eins og hún var alltaf kölluð, var næstelst systkina sinna. Þau eru; Rann- veig, f. 13. júlí 1936, Einar, f. 10. nóvember 1939, og Anna Sigríður, f. 1. nóvember 1944. Hinn 7 apríl 1966 giftist Fríða Stefáni Þ. Stephensen hljóðfæraleikara. Foreldrar hans voru Þorsteinn Ö. Steph- ensen, leikari og leiklist- mundi Jónassyni, f. 28. maí 1968. 3) Herdís Stephensen, leikskólaliði, f. 28. mars 1972. Eiginmaður hennar er Sig- urður Bergþórsson nemi, f. 18. maí 1968. Sonur þeirra er Ingvar, f. 15. ágúst 1997. Fríða ólst upp á Ísafirði til 9 ára aldurs en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni á Grettisgötu 73 í Reykjavík. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Austurbæj- arskóla og hóf þá störf hjá Flugfélagi Íslands jafnt innan- lands sem erlendis. Auk þess starfaði hún einnig um tíma hjá bandaríska flugfélaginu Northwest, bæði í Chicago og Minneapolis. Fríða vann alla tíð störf sem tengdust flugi og ferðalögum, á hinum ýmsu ferðaskrifstofum og flug- félögum. Síðustu starfsárin var hún hjá Flugleiðum við farmið- asölu í Leifsstöð. Fríða var einnig einn af stofnfélögum landsamtakanna Þroskahjálpar og starfaði ötullega í þeirra þágu á fyrstu árum samtak- anna. Útför Fríðu fer fram í Dóm- kirkjunni í dag, 15. október 2012, klukkan 15. arstjóri, f. 21. des- ember 1904, d. 13. nóvember 1991, og Dórothea Guð- mundsdóttir Breið- fjörð húsmóðir, f. 16. desember 1905, d. 31. ágúst 2001. Þau slitu sam- vistum. Sonur Stef- áns er Þórarinn Stefánsson píanó- leikari, f. 13. des- ember 1964, kona hans er Pet- rea Óskarsdóttir flautuleikari. Börn Fríðu og Stefáns eru: 1) Sigríður Stephensen leikskóla- fulltrúi, f. 2. júní 1965. Eig- inmaður hennar er Pálmar Sveinn Ólafsson, f. 11. mars 1960. Börn þeirra eru: Stefán, f. 24. ágúst 1994, Ólafur, f. 14. desember 1996, Einar, f. 24. september 1998, og Árni, f. 7. ágúst 2002. 2) Þorsteinn Steph- ensen, starfsmaður hjá Guð- In memoriam. Kær mágkona mín hefur nú kvatt þennan skynjanlega heim. Hún laut í gras fyrir versta óvini mannsins, krabbanum og með- reiðarsveini hans, manninum með ljáinn. Enginn stenst egg ljásins, sem hvattur var í þessu tilfelli af stjórnandanum. Þessi sami ógnvaldur hafði lagt móður hennar í valinn fyrir allmörgum árum, áður en hún náði skikk- anlegum aldri. Fríða mágkona var heldur ekki gömul, þegar skurðurinn fór fram. Hún var búin að þjást langa stund. Ég kynntist Fríðu í þann mund og ég gerði hosur mínar grænar fyrir eldri systur hennar og elskulegri eiginkonu minni fyrir meira en 50 árum. Þó urðu kynni okkar aldrei mikil fyrst, því við vorum oftlega ekki á sama landinu og síðar ekki á sama stað í landi okkar. Þó náð- um við allmörgum skorpum sam- an og það var gefandi. Fríða var vinamörg og vina- föst. Hún nærðist og á óvenju- legri samheldni systkina sinna, tveggja systra og bróður, sem er dálítill prakkari í sér. Þau eru öll mjög fróð um menn og málefni og trúlega sömu skoðunar, því aldrei hef ég heyrt þau rífast eða kýta og umræðuefni þeirra eru óþrjótandi. Samstilltur systkina- hópur er fallegur og Fríða náði þar hæðum fyrir glæsileik, enda gerð úr góðu efni eins og systk- inin. Það sópaði af henni, þegar sá gállinn var á henni. Eftir að þær systur, Anna Sigga og hún hættu að koma norður í berjamó á haustin, fann ég að eitthvað var að. Þá strax grunaði mig, að mein móður hennar hlyti að vera byrjað að naga elskulega mág- konu mína. Sú varð og raunin og tókst svo að leggja hana að velli í seinni ljósaskiptunum þann 4. október. Fríða var glæsileg kona, hrokkinkollur og fjörkálfur á yngri árum. Jón Ólafur afi hennar setti þá fram vísu: Afa vantar agnar lítið hnoss. Amma leggur spilagarm í kross. Það er eins og þagni lítill foss, þegar enginn stafar fyrir oss. Hún líktist æ meir móður sinni, að mínu mati, þegar hún tók að þroskast og náði loks silf- urgráa háralit móður sinnar, þegar þroskinn náði hámarki. Hún hafði fallegt bros og geisl- andi húmor. Amma hennar Arn- fríður hefur trúlega unnið sér stolt, þar sem hún sá niður til nöfnu sinnar. Ég vona að ferðin, sem Fríða hefur nú hafið, reynist henni létt, enda var hún vön að láta ekki bugast, þrátt fyrir, að gang- an hér á jörðinni hafi ekki alltaf verið henni auðveld. Megi sá sem öllu ræður sefa sorg barna hennar og barna- barna. Þeirra er missirinn mest- ur. Eiríkur Páll Sveinsson. Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og góð kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð (Steinn Steinarr.) Hún Arnfríður var að vestan og stolt af því alla sína daga. Unni sínum æskustöðvum afar heitt. Fædd á Ísafirði, eins og foreldrar hennar Ingvar og Sig- ríður, en flutti ung til Reykjavík- ur ásamt fjölskyldu sinni. Arnfríður, eða Fríða eins og við kölluðum hana alltaf, var svo einstaklega glæsileg ung kona og vel af Guði gerð. Með fallega flaksandi rauða hárið og heiðblá augu kom hún inn í líf mitt þeg- ar ég var aðeins sautján ára. Hún þá unnusta Stefáns bróður og ég man ávallt hvað ég leit upp til hennar með mikilli og ein- lægri aðdáun. Fríða tilheyrði fjölskyldu minni í áratugi, kvæntist Stefáni bróður og saman eignuðust þau þrjú yndisleg börn; Sigríði, Þor- stein og Herdísi. Frábær hópur og Þorsteinn minn uppáhalds- frændi okkar allra í minni fjöl- skyldu. Steini er svo einstakur og einlægur gleðigjafi. Allt frá því ég kynntist Fríðu fyrst fannst mér mikið til hennar koma. Hún var svo glæsileg og heillandi í Flugfélagsbúningnum sem bar með sér fyrirheit um annan, stærri og spennandi heim útlandanna. Fríða var einstak- lega fær í sínu starfi innan ferðaþjónustunnar, þar sem hún starfaði alla sína starfsævi. Enda var hún ávallt afar eftirsóknar- verður starfskraftur, bæði úti í hinum stóra heima sem og hér heima. Hún hafði líka mikla ánægju af ferðalögum, var eins og fuglinn fljúgandi, skoðaði suð- lægar slóðir og stórborgir heimsins. Þannig stækkaði þessi fallega stúlka að vestan veröld sína og reynsluheim frá ári til árs og víkkaði sinn sjóndeildar- hring. Fríða var líka þannig kona að hún hafði einlægan áhuga á fólki. Hún var líka sér- staklega ræktarsöm við bæði skyldmenni og vini, enda var hún vinamörg og vinkvennahóp- ur hennar einstaklega samheld- inn og sterkur. Fríða sýndi strákunum mínum þremur ávallt ræktarsemi, svo og öllum mínum tíu barnabörnum og fyrir það ber að þakka hjartanlega. Það ber líka að þakka allar góðar stundir á liðnum árum, allt frá því ég sá fyrst glæsilegu stúlk- una að vestan með rauða hárið og heiðbláu augun og fram til hinstu daga. Í dag þegar góð vinkona er kvödd er hugur minn og minna hjá Stebba, Siggu, Steina og Herdísi. Öll samhryggjumst við ykkur og öllum aðstandendum Fríðu innilega og sendum ykkur okkar bestu kveðju. Helga Þ. Stephensen, Þorsteinn, Magnús og Stefán Þorvaldur. Það haustar að og litir náttúr- unnar verða undrafagrir. Sólrík- ir sumardagar festast manni í minni og ekki síður minningar um góða vini og atburði liðinna ára þeim tengda. Í dag verður til moldar borin ein sú vinkona sem átti hvað ríkastan þátt í að gera þessa gömlu daga að þeim verð- mætum sem mölur fær ekki grandað. Arnfríður Ingvarsdótt- ir, sem margir eflaust þekkja betur sem Fríðu Ingvars, er fall- in frá eftir stranga baráttu við illvíga sjúkdóma. Fríða var vin- mörg og vinsæl. Báðar ættir hennar voru frá Ísafirði runnar, tengslin voru sterk og þangað leitaði hugur hennar löngum til vina og vandamanna. Fríða starfaði hjá ýmsum fyrirtækjum sem flest lögðu áherslu á ferða- mál af ýmsu tagi hérlendis sem og erlendis og eignaðist þar stóran vinahóp. Er tímar liðu rugluðu þau saman reytum Fríða og Stefán Þ. Stephensen. Eignuðust þau tvær dætur og einn son sem þurfti nokkurt skjól foreldra sinna. Sambúð þeirra Fríðu og Stefáns lauk án átaka en Fríða hélt góðum vinskap við fyrrver- andi tengdafjölskyldu þar til yfir lauk. Hún fygdist grannt með nýjum fjölskyldumeðlimum og sýndi vexti þeirra og þroska áhuga. Um árabil var skammt milli heimila okkar og samgang- ur því töluverður. Fyrir þann tíma og gamla og góða vináttu viljum við þakka Fríðu nú að leiðarlokum. Kristján Stephensen og Ragnheiður Heiðreksdóttir. Í dag kveð ég þig, elskuleg vinkona, ásamt mörgum vinum þínum með söknuð í hjarta en um leið minnist ég allra góðra stunda sem við áttum saman og þakka fyrir þær. Mig langar að- eins að rifja upphaf sambands okkar í mjög stuttu máli. Við Fríða kynntumst árið 1955 í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, sama ár og við útskrif- uðumst með gagnfræðapróf frá skólanum. Þetta ár var Fríða formaður nemendafélags skólans og er hún öllum sem til þekkja minn- isstæð fyrir sitt fallega rauða hár og yndislegu og glaðværu framkomu. Náinn vinskapur okkar varð til er við, nýútskrifaðir gagn- fræðingar, fórum í nokkra daga ferðalag um landið og m.a. var komið við á Laugarlandi í Borg- arfirði. Eftir góðan sundsprett í sundlaug sem var á staðnum, fórum við stöllur í smá göngu- ferð til að líta á gróðurhúsin á staðnum. Við enduðum göngu okkar í lítilli verslun sem var þarna og seldi nauðsynjavörur. Í glugga verslunarinnar var aug- lýsing sem var á þessa leið: „Starfskraftur óskast til vinnu í gróðurhúsum í sumar“. Við litum hvor á aðra, fórum inn í búðina og þarna réðum við okkur í sumarvinnu án þess að ráðfæra okkur við kóng eða prest. Þarna unnum við í tvö sumur og höfðum mikla ánægju af. Við áttum margar skemmti- legar og ógleymanlegar stundir saman. Þessi samvera okkar batt vinaþráð á milli okkar sem aldrei slitnaði. Að sjálfsögðu slaknaði á honum eða strekktist en hélst samt til síðasta dags. Og síðustu árin hefur þessi þráður enn styrkt vináttu okkar. Við fórum ólíka braut í lífinu. Starfsferill Fríðu var að mestu í ferðaþjónustu á ýmsum sviðum. Þar eignaðist hún marga vini og kynntist fjölda fólks. Ég starfaði við framhaldsskóla í öðru bæj- arfélagi. En vinir koma og fara eins og gengur. Einn vinahóp áttum við saman til dagsins í dag. Þessi hópur okkar, níu kvenna, er saumaklúbburinn sem hefur haldist óslitinn í 60 ár í blíðu og stríðu og sem deilt hefur gleði og sorg í lífi okkar. – Fríða er fyrst til að kveðja og hennar verður sárt saknað. Fyrir hönd saumaklúbbsins var ég beðin um að senda fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkur til styrktar í sorg og söknuði vil ég vitna í Jesaja, 59. kapítula, vers 1: „Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað, og eyru hans eru ekki svo þykk að hann heyri ekki“. Elsku Fríða mín, ég þakka þér allar okkar gleðistundir. Þangað sem leið þín liggur núna er það sanfæring mín að „Þar ríkir fegurðin“. Sólveig. Eftir erfið veikindi kvaddi Fríða þennan heim og eflaust er hún nú komin á annan frábæran stað. Við æskuvinkonur Herdís- ar grétum sáran við þær sorg- arfréttir að Fríða mamma henn- ar væri látin. Fríða átti mikið í okkur öllum því að við vorum heimalningar á Þórsgötunni í gegnum alla okkar skólagöngu, og allt að þeim tíma er Herdís flutti að heiman. Við fengum alltaf alúðlegar mót- tökur, bæði frá Fríðu og Stefáni. Andrúmsloftið á Þórsgötunni var alltaf mjög afslappað og okk- ur fannst við alltaf vera vel- komnar. Það má segja að við höfum tekið þátt í rútínu heim- ilisins, nutum góðs matar, hjálp- uðum Herdísi við þrifin um helg- ar og fengum að koma með í sunnudagsbíltúrinn á sjö manna bílnum. Elsku besta Herdís, Sigga, Steini, Stefán og aðstandendur allir, megi Guð gefa ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Ljúfar minningar líða, er lítum farinn veg. Lífið í fallegum litum, lífið í straumsins vé. Nú gengur þú með Guði, og gleðst við móðurfaðm. Æðri verk að vinna, við erum börnin hans. (Sæbjörg María Vilmundsdóttir) Erna Ástþórsdóttir, Marlín Birna Haraldsdóttir og Bryn- dís Hrönn Ragnarsdóttir. Í dag kveðjum við Fríðu, hetj- una okkar sem brosti framan í heiminn til síðasta dags. Við unnum saman hjá Arn- arflugi en allar höfum við starfað við ferðaiðnaðinn áratugum sam- an. Vináttan var okkur dýrmæt og reyndum við að rækta hana. Margar voru ánægjustundirn- ar bæði hér heima og erlendis og mikið gátum við hlegið saman. En nú er komið að kveðju- stund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Heimurinn er fátækari við fráfall Fríðu en góðu minning- arnar lifa. Börnum hennar og fjölskyld- unni allri sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Dröfn, Helga, Ingibjörg og Rannveig. Arnfríður Ingvarsdóttir Fallinn er frá góður vinur og nágranni hann Rúnar. Hann var einn af fyrstu mönnum sem við Oddur kynnt- umst þegar við komum fyrst vestur á Bíldudal, en þá var Odd- ur að setja upp, fyrir leikfélagið Baldur, Brúðkaup Franklins greifa eftir Hafliða Magnússon. Seinna þegar við höfðum keypt Sæbakka, húsið okkar í Jón Rúnar Gunnarsson ✝ Jón RúnarGunnarsson fæddist á Bíldudal 22. febrúar 1954. Hann lést á Land- spítalanum 8. októ- ber 2012. Útför Rúnars fór fram frá Bíldudals- kirkju 13. október 2012. fjörunni, urðu Rún- ar og Nanna Sjöfn nágrannar okkar. Rúnar átti daglega leið hjá, stoppaði oft og fékk sér kaffi- bolla, eða dokaði að- eins við fyrir stutt spjall. Hann var með afbrigðum skemmtilegur, húmorinn var hár- fínn og alltaf stutt í hann. Hann var fróður um menn og málefni og ræddi um lífsins gagn og nauðsynjar, en aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni. Hann var mikið náttúrubarn að eðlisfari og hafði órtúlega gaman af sportveiði. Hann réri gjarnan út á voginn á seglbretti með hinar ýmsu græjur á brett- inu. Aflinn var af ýmsum toga og litbrigðum og oft endaði hann í pottunum hjá mér, því drengur- inn var gjafmildur með afbrigð- um. Minnisstæðast er mér þó þeg- ar ég heyrði hann kalla fyrir ut- an, „er ekki heitt á könnunni Beggó“. Mér varð litið út en þá var hann siglandi á brettinu með stóran bakpoka fyrir framan sig og bjóst til að taka land við skansinn okkar. Hafandi gert það rétti hann mér pokann sem var fullur af kræklingi sem hann hafði tínt á skerinu undan Haga- nesinu. Þá var sko haldin veisla og Rúnar fékk bjór í staðinn fyr- ir kaffi í það skiptið. Rúnar var gæfumaður í einka- lífinu með hana Nönnu sína og dæturnar tvær, og seinna tengdasyni og barnabörn. Ég þakka samfylgdina Rúnar minn, þetta voru margar og ánægjulegar stundir, flestar á vegum leikfélagsins, en einnig endalaust margar aðrar. Þú varst drengur góður og átt örugglega góða heimkomu í nýj- um heimum. Ég votta öllum að- standendum mína dýpstu samúð, en samgleðst þeim um leið að hafa átt þig. Bergljót Gunnarsdóttir. Elsku Rúnar, það er komið að kveðjustund, sem kom allt of fljótt. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig og þakka þér ljúfar samverustundir. Englar bjartir lýsi leið lúnum ferðalangi. Hefst nú eilíft æviskeið ofar sólargangi. (J.R.K.) Æskuvinkona mín Nanna Sjöfn hefur misst hjartkæran eiginmann. Rúnar var búinn að heyja harða baráttu við illvígan sjúkdóm undanfarin ár. En það var eins og alla tíð, Rúnar gerði það besta úr hlutunum, og skemmti þeim sem voru í kring- um hann. Ég kynntist Bíldudal í fyrsta skipti þegar Nanna Sjöfn vinkona mín bauð mér með sér eitt vorið eftir að við höfðum lok- ið skóla í Hafnarfirði. Við vorum á fimmtánda ári og sumarið framundan. Eftir vikudvöl á Bíldudal, fór ég í sumarvinnu í sveit og Nanna fór í vinnu í frystihúsið á Bíldudal. Síðan hringdi hún reglulega í mig í sveitina og sagði mér frá hinum ótrúlega skemmtilegu uppákom- um um sumarið. Það var ekki svo sjaldan að við lágum í hlátri yfir öllum uppátækjunum, sem ung- mennin í frystihúsinu tóku uppá. Strákarnir gáfu stelpunum reglulega auga með því að skutla í þær þorskaugum við tækifæri. Hvort þetta augnaskot varð svona fast á milli þeirra Nönnu og Rúnars í frystihúsinu eða hvort það voru einhverjar aðrar skemmtilegar stundir þarna um sumarið, þá er það víst að róm- antíkin var allsráðandi og þarna kviknaði ást á milli þeirra Nönnu og Rúnars sem endaði síðar með hjónabandi. Rúnar kom suður með Nönnu og sótti Flensborg- arskóla eins og við. Á þessum skólaárum var ýmislegt brallað. Við fórum t.d. að læra sam- kvæmisdansa og voru kennar- arnir okkar með í för. Við stóð- um fyrir böllum og öðrum uppákomum, fórum í ógleyman- lega utanlandsferð til London og Möltu með skólanum ári áður en við kláruðum námið. Það var ekki svo sjaldan að við vorum saman í Grænukinn og hinar ýmsu plötur voru settar á fóninn. Lög með Cat Stevens eru mér minnisstæð og tengi ég þau alltaf við Rúnar. Nanna og Rúnar eiga tvær yndislegar dætur, Önnu Vilborgu og Lilju Rut. Þær hafa nú báðar sest að á Bíldudal með sínar fjölskyldur. Sú ákvörðun þeirra að flytjast aftur vestur var ómetanleg, því þá gafst tími til samverustunda og stuðnings í veikindum Rúnars og gleðigjaf- arnir í lífi ástríks afa voru barna- börnin. Elsku Nanna Sjöfn, Anna Vil- borg, Lilja Rut, Gísli Ægir, Elv- ar Steinn, barnabörn og aðrir að- standendur. Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Steinunn, Hafsteinn og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.