Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Að óbreyttu mun verkefnið Árvekni – slysavarnir barna, sem Herdís Storgaard hefur starfrækt og átt veg og vanda af síðan árið 1991, leggjast af fyrir áramót. Bæði velferðarráðu- neytið, sem lagði verkefninu til tvær milljónir í ár, og landlæknisembættið, sem hefur lagt fjármagn til verkefn- isins síðustu tvö ár, hafa lýst því yfir að þau muni ekki koma frekar að fjár- mögnun þess og er verkefninu þá sjálfhætt, segir Herdís. „Þeir hafa svarað mér þannig að þeir geti ekki látið peninga í þetta verkefni eins og það er starfrækt í dag,“ segir Herdís, „að þetta form samræmist ekki framtíðarsýn manna í slysavörnum.“ Herdís segir að í drögum að heilbrigðisáætlun til árs- ins 2020 sé lítið fjallað um slysavarn- ir, sem falli þar undir hið almenna hugtak „lýðheilsa“. „Sýn manna er sú að það eigi að stofnanavæða alla hluti og það er svo sem auðvelt að fara þessa stofnana- leið; útbúa efni og upplýsingar og halda að fólk muni sjálft leita að þessu. En ég er ekki sammála þessari hugmyndafræði. Önnur lönd hafa einmitt verið að taka verkefni sem þessi útaf stofnunum, hafa þau fagleg en grasrótartengd og í tengslum við fólkið í landinu. Og það er það sem ég hef verið að gera, ég hef verið óþreyt- andi við að fara út um allt, halda fyr- irlestra og tala við fólk alla daga. Og þetta skilar sér,“ segir Herdís. Verkefnið Árvekni – slysavarnir barna hefur verið til frá árinu 1991, þegar Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra, sem þá var félags- málaráðherra, samþykkti að leggja því til fjármagn. Það var fyrst um sinn starfrækt hjá Slysavarnafélag- inu en var sett á föst fjárlög árið 1998 og flutt, ásamt fleiri sjálfstæðum verkefnum sem heyrðu undir heil- brigðisráðuneytið, til Lýðheilsu- stöðvar árið 2004. Þar stoppaði verk- efnið þó ekki lengi, heldur tók Sjóvá það upp á sína arma árið 2006, þar sem það var rekið í Forvarnahúsi þar til starfsemi þess var lögð niður 2010. „Fjórðungur af starfinu hefur farið í að leita eftir fjármagni til að halda því gangandi,“ segir Herdís en þrátt fyrir að gríðarlegur árangur hafi náðst á þeim árum sem það hafi verið starfrækt, hafi verið afar erfitt að afla því fjárstuðnings. Slysum barna fækkað um 50% Herdís, sem er menntaður bráða- hjúkrunarfræðingur, segir tilgang verkefnsins hafa verið tvíþættan: annars vegar að fræða fólk um slysa- varnir barna og hins vegar að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Það hefur tvímælalaust skilað ár- angri; á tuttugu árum hefur slysum á börnum fækkað um 50% og dauða- slysum og drukknunum barna fækk- að um 65%, svo eitthvað sé nefnt. Þá er verkefnið margverðlaunað og hef- ur verið fyrirmynd sambærilegra verkefna erlendis. „Verkefnið hefur tvisvar verið tek- ið út af Evrópusambandinu og kom best út í annað skiptið en lenti í öðru sæti í hitt skiptið, því þá var það ekki vistað hjá opinberum aðila,“ segir Herdís, sem m.a hefur ráðlagt spænskum og írskum stjórnvöldum um slysavarnir. Þá hefur hún átt í góðu samstafi við innlenda aðila, s.s. heilsugæsluna, sem m.a. sendir út bréf til nýbakaðra foreldra um ókeypis forvarnanámskeið hjá Her- dísi. Herdís segist ekki skilja hvernig stjórnvöld, sem hafi oftsinnis leitað til hennar um ráðgjöf, hafi komist að þeirri niðurstöðu að verkefnið sé óþarft. „Það er mjög sérstakt að reynsla mín og þekking hefur verið að nýtast í stjórnsýslunni þegar út- búa á leiðbeiningar eða setja lög eða eitthvað slíkt en samt getur verkefnið ekki fengið fjármagn hjá ríkinu,“ seg- ir Herdís. Árlegur rekstrarkostnaður verk- efnisins er um 12 milljónir króna en tvö fyrirtæki, Sjóvá og Ikea, hafa lagt því til hluta af því fé. Herdís hefur leitað til 32 fyrirtækja eftir að frétt- irnar bárust frá ráðuneytinu og land- lækni en ekki haft erindi sem erfiði. En hún hefur ekki gefist upp. „Ef það er niðurstaða hins opinbera að þetta verkefni eigi ekki rétt á sér þá óska ég eftir því að einhver taki það í fóst- ur,“ segir hún. Slysavarnaverkefni í hættu  Velferðarráðuneytið og landlæknir hætta stuðningi við Árvekni – slysavarnir barna  Vilja stofn- anavæða verkefni sem á heima í grasrótinni, segir Herdís Storgaard  Gríðarlegur árangur náðst Slys Í forvarnaíbúðinni kennir Herdís foreldrum um slysavarnir barna. Hún segir margt hafa breyst á tuttugu ár- um, hugarfarsbreyting hafi orðið meðal almennings og litið til slysavarna í stefnumótun og við lagasetningu. Morgunblaðið/Ómar 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 19. október SÉRBLAÐ Vertu viðbúin vetrinum Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 15. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.• Góðir skór fyrir veturinn - kuldaskór,• mannbroddar, vatnsvarðir skór, skóhlífar. Húfur og vettlingar, treflar, sokkar,• lopapeysur. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra• húð - krem, smyrsl, varasalvar. Flensuundirbúningur - lýsi, vítamín,• nefúði, hóstameðul og fleira. Ferðalög erlendis - skíðaferðir,• sólarlandaferðir. Vetrarferðir innanlands - jeppar,• snjósleðar, ísklifur, jöklaferðir. Skemmtilegar bækur fyrir veturinn• Námskeið og tómstundir í vetur.• Hreyfing og heilsurækt í vetur.• Bíllinn tekinn í gegn - bón, frostlögur,• sköfur, þurrkublöð, dekk. MEÐAL EFNIS: LifunVetur Vetur 24.10.06 Morgunblaðið/Kristinn „Ef hendurnar eru ekki vel hreinar geta þær borið smit með sér,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um mikilvægi handþvottar. Alþjóðlegur handþvottadagur Uni- cef er í dag. Þetta er í fimmta sinn sem dagurinn er haldinn og í þetta skiptið beinist athyglin að börnum. Markmið dagsins er að vekja at- hygli á því að handþvottur með sápu og vatni er ein albesta og ódýrasta forvörnin sem völ er á gegn fjölmörg- um sjúkdómum. Meiri handþvottur, færri pestir Haraldur telur Íslendinga nokkuð duglega við að þvo sér um hendur. Hann ítrekar mikilvægi þess að þvo sér um hendur reglulega yfir daginn, einkum þegar farsóttir og umgangs- pestir ríkja. Þá er hætta á að fólk flytji smitefni á milli sín með handa- bandi, snerti hluti sem aðrir snerta og þá er smitleiðin greið. Reglulegur handþvottur spornar gegn því. Hreinar hendur eru dýrmætar alls staðar í samfélaginu. „Við leggjum mikla áherslu á handþvott á sjúkra- húsum því við vitum að heilbrigðis- starfsmenn geta borið smit á milli sjúklinga,“ segir Haraldur. Svo ekki sé minnst á þá sjálfsögðu reglu að bleyta hendur sínar með vatni og sápu og nudda hressilega eftir salernisferðir. Þetta er einföld aðgerð og gott að hugsa reglulega um hreinlæti. Alþjóðlegt vandamál Óhreinar hendur eru vandamál í heiminum, segir í tilkynningu frá Unicef. Handþvottur er ein öflugasta vörnin gegn útbreiðslu sjúkdóma. Lögð hefur verið áhersla á að ekki sé nægjanlegt að skola hendur með vatni heldur þurfi sápu til að drepa bakteríur. Þrátt fyrir ótvíræða kosti er sápuhandþvotti hins vegar mjög oft ábótavant. „Til að ná varanlegum árangri á þessu sviði, og gera hand- þvott að sjálfsögðum hlut, er nauð- synlegt að skilja hvað hvetur fólk til að breyta venjum sínum í hverju samfélagi fyrir sig. Helmingur jarð- arbúa hefur ekki aðgang að grund- vallar-hreinlætisaðstöðu,“ stendur m.a. í tilkynningunni. thorunn@mbl.is Ein albesta og ódýrasta forvörnin sem völ er á  Alþjóðlegi hand- þvottadagurinn er í fimmta sinn í dag Morgunblaðið/Ásdís Handþvottur Svona meðferð eiga hendurnar að fá reglulega yfir daginn; sápan hvítfyssandi og nær að umlykja handarbakið sem og sorgarrendur. „Þetta var eins og að bera vatn í botnlausa tunnu,“ segir Herdís um þann tíma sem hún kom að meðferð barna sem lent höfðu í slysum fyrir tuttugu árum. „Það komu til okkar á hverjum ein- asta degi börn sem höfðu brennt sig eða dottið eða meitt sig einhvern veginn og ég fór að hugsa: Er þetta eðlilegt?“ segir Herdís, sem komst seinna í kynni við fólk sem hafði atvinnu af því að koma í veg fyrir slys á börnum á norrænni barnaslys- aráðstefnu. Þá varð ekki aftur snúið. Herdís segir ákvörðun stjórn- valda um að hætta að styrkja verkefnið hafa komið sér á óvart og það hafi reynst erfitt að taka því ekki persónulega. „Ég veit ósköp vel að ég hef gengið hart fram og það er vegna þess að börnin eiga tilkall til þess. En það er kannski að koma í bakið á mér núna. Fólk virðist ekki alltaf skilja milli persónunnar Herdísar og verkefnastjóra slysavarna barna,“ segir Herdís. Hún segir verkefni í slysa- vörnum vera mörg og brýn, t.d. verðskuldi foreldrar að gerðar séu almennilegar rannsóknir á slysum barna og þá sé löngu kominn tími til að gera skurk í slysavörnum aldraðra. „Land- læknir birti skýrslu fyrir átta ár- um þar sem bent var á að brýnt væri að fara í slysavarnir aldr- aðra, því það er sá hópur sem mun stækka mest á næstu árum en við erum ekki einu sinni farin að ræða þær. Við erum á algjör- um byrjunarreit,“ segir Herdís. Verkefnin mörg og brýn SLYSAVARNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.