Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. OKTÓBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Grilluð Ósalúra með ristuðu grænmeti og jógúrtsósu Ríkisstjórn Íslands er mönnuð ein- staklingum sem vilja mikla útþenslu rík- isvaldsins. Leiðirnar að aukinni útþenslu rík- isvaldsins eru nokkrar, en á Íslandi eru tvær al- gengastar. Sú fyrri er sú að tala fyrir nauðsyn minnkandi ríkisvalds eða aukins einka- framtaks, lækka skatta örlítið en nóg til að fita skattstofna, og eyða síðan hverri einustu krónu af auknum skatttekjum í útþenslu ríkisins (leið Sjálfstæðisflokksins). Sú síðari er að auka útgjöld ríkisins langt umfram skattheimtu, safna skuldum, og beita fyrir sig hallarekstri ríkissjóðs til að réttlæta skattahækkanir, sem aftur munu ekki duga fyrir enn auknum ríkisútgjöldum (leið vinstriflokk- anna). Því miður fer lítið fyrir því að rík- isvaldið á Íslandi sé minnkað, en það er önnur saga. Breið pólitísk sam- staða er um þann ásetning að stækka ríkisvaldið, og þar með fyrir hækkun skatta. Spurning er bara: Hækkun skatta á hvern? Ferðaþjónustan varð svo óheppin að lenda í smásjá ríkisvaldsins að þessu sinni. Áður höfðu eldri borgarar og aðrir sem áttu sparnað og eignir lent undir öxi skattheimtumannsins, og þurfa nú að selja úr búi sínu til að eiga fyrir skattinum. Einnig höfðu fyrirtækjaeigend- ur þurft að taka á sig högg frá skatt- hamrinum. Þá höfðu almennir laun- þegar þurft að fá blóðsjúgandi sprautu yfirvaldsins í handlegg sinn. En núna er sem sagt komið að ferða- þjónustunni. Ferðaþjónustan bregst skiljanlega illa við með því að kvarta og kveina, halda ráðstefnur og fá útlenska sam- starfsaðila til að tjá sig um málið, en hvar var hún þegar skattar voru hækkaðir á laun eða sparnað? Hvar var ferðaþjónustan þegar gjaldeyr- ishöftum var skellt á þá sem eiga eða hafa tekjur í krónum? Hún þagði. Hún var fegin að vera utan sviðsljóss- ins. Núna er hins vegar komið að henni, og núna á hún fáa vini. Ekkert seður botnlausar fjárhirslur ríkisins, og núna þegja allir aðrir og eru því fegnastir að ríkisvaldið hefur fundið sér fórnarlamb í ferðaþjónustunni og lætur því aðra í friði. Í bili. Þetta er auðvitað veik vörn hjá skattgreiðendum. Samtakamátturinn er enginn. Ríkisvaldið er fegið hinni veiku andspyrnu, sem er bundin við einn og einn hóp í einu – þann sem á að kasta á skattheimtubálið hverju sinni. Ríkisvaldið ætlar að hækka skatta, og ekkert fær það til að breyta þeim áformum. Þetta vita allir. Núna finnst mörgum vera komið að ferðaþjónust- unni. Þar gengur jú svo „vel“. Eftir Geir Ágústsson »Ríkisvaldið ætlar að hækka skatta, og ekkert fær það til að breyta þeim áformum. Núna er komið að ferða- þjónustunni, og því eru allir aðrir fegnir. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Komið að ferðaþjónustunni Nokkur umræða hef- ur verið að undanförnu um framtíð ferðaþjón- ustunnar. Ferðaþjónusta mun verða með stærstu at- vinnugreinum landsins ef rétt er á málum hald- ið. Umræðan hefur beinst að fjölgun ferða- manna til landsins og hvernig ætti að bregð- ast við því. Ég undirritaður hef ferðast um Evrópu og séð hvernig er staðið að uppbyggingu móttöku ferðamanna. Mikil fjöldi hótela er í borgum sem fólk sækir í, þó aðallega þeir sem stunda viðskipti einhverskonar í tengslum við frí. En það eru byggðar miðstöðvar úti í náttúrunni þar sem hægt að að gista í skemmri eða lengri tíma. Þetta hafa verið kallaðar ferða- mannamiðstöðvar. Ég heyrði í janúar síðastliðnum konu fra Lapplandi flytja erindi á Hótel Nordica þar sem hún lýsti hvernig ferðamannamiðstöðvar hefðu verið byggðar upp þarna í norð- urhjaranum með gistingu, þjónustu og afþreyingu þar sem ferðamenn njóta vetrarveðurs og kulda. Þarna koma nú þegar þúsundir ferðamanna á vetrum og skapa mikla atvinnu. Ferðamenn í leyfi vilja vera úti í náttúrunni i friðsælu umhverfi og þar sem er fjölbreytt afþreying. (Tourist Center.) Danir hafa verið duglegir við að byggja svona staði. Má þar nefna Lalandia I Rödby og Billund. Í Billund er gistirúm fyrir 2500 manns. Fyrsta ferðamanna- miðstöð heims var byggð i Danmörku um 1850, Bakken. Síðasta ár komu 26 milljónir ferða- manna til Danmörku meðan komu 550 þúsund til Íslands. Ráð- stefnugestir voru 990 þúsund en ekki hef ég tölur um komu ráðstefnugesta til Íslands. Á Hawaí búa um 1,5 milljónir manna en ferðamenn voru þar 7,5 milljónir 2010. Eigandi Lalandia er að undirbúa byggingu á álíka miðstöð með gist- ingu fyrir 10.000 manns. Áætlaður kostnaður er 4,5 milljarðar danskra króna. Þessir staðir eru opnir allt árið og hafa innan dyra fjölbreytta af- þreyingu, svo sem heilsurækt, sund og margs konar aðrar uppákomur eins og tónleika, sýn- ingar og margt fleira. Árið 2011 heimsóttu Lalandia Billund 1,5 milljónir manna. Einnig er tilvalið að ferða- mannamiðstövar úti í náttúrunni verði staðir fyrir ráðstefnur og ætti að markaðssetja þá þannig. Fyrir nokkru síðan var merkur maður með fyrirlestur í Háskóla Ís- lands um efnahagsmál. Niðurstaða hans er að traustur efna- hagur byggist á hugmyndum og er ég honum hjartanlega sammála. Á síðasta ári hóf ég að kynna bygg- ingu ferðamannamiðstöðvar á Suður- landi sem ég nefndi Aqua Islandia and Eden Garden. Gerðar voru áætl- anir i samstarfi við Atvinnuþróun- arfélag Suðurlands. Og síðar fór ég í viðræður við fjármálastofnanir. Í júní síðastliðnum gekkst ég fyrir kynning- arfundi að Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar mættu um 20 manns. Ég hef fært rök fyrir því að slík fjárfesting sé nauðsyn til að forða náttúruperlum okkar frá skemmdum, því með því að stöðva ferðamanninn í gististöðum er hægt að stjórna ásókn i náttúruna svo að mikill troðningur valdi ekki skemmdum. Svo ég tali nú ekki um atvinnumöguleikana sem fylgir svona framkvæmd því 50-100 manns fá atvinnu við svona þjónustu- miðstöð. Nýtísku ferðamiðstöð kostar pen- inga ef vanda á allar aðstæður og vandaðar byggingar. Það er hægt að hafa skoðun á því hvað slíkar stöðvar ættu að vera stórar, en ekki hef ég minnstu áhyggjur af því að byggja stórar ferðamannamiðstöðvar á Ís- landi. Við getum náð í eitthvað af þessum milljónum sem eru að koma til Norðurlanda með öflugu markaðs- starfi og að sýna glæsilega gisti möguleika og afþreyingu með vatna- garði og skálum með regnskóga- gróðri. Umræðan á Íslandi um þessi mál eru undarleg svo ekki sé meira sagt. Það virðist vera að þetta eigi allt að gerast sjálfkrafa án þess að neitt sé framkvæmt og alla þróun eigi að framkvæma í háskólunum af ein- hverjum fræðimönnum sem ekki trúa á markaðsstarf, og engra fjárfestinga sé þörf, aðeins að ferðaþjónusta bænda geti séð um þetta í framtíð- inni. Um möguleika á fjármögnun ferðamannamiðstöðva er annað og mikið mál og mun ég skrifa aðra grein um reynslu mína í þeim málum. Er stór fjárfesting í ferða- þjónustu nauðsyn eða bruðl? Eftir Árni Björn Guðjónsson » Greinin fjallar um hvort reisa eigi ferðamannamiðstöðvar sem gætu tekið á móti nokkrum fjölda ferða- manna í gistingu. Árni Björn Guðjónsson Höfundur er með meistarabréf í húsgagnasmíði, er listmálari og frumkvöðull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.