Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 Þakkir vegna framlaga Nú í desember hafa fulltrúar Hjálpar- starfs aðventista - ADRA barið dyra hjá bæjarbúum hér í Vestmannaeyjum og tekið við framlögum til þróunar- og líknarstarfs. I ár söfnuðust kr. 322.268 hér í Vestmannaeyjum og vil ég fyrir hönd Hjálparstarfsins-ADRA koma innilegu þakklæti á framfæri til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum. Hjálparstarf aðventista á íslandi starfar með ADRA - alþjóða þróunar- og líknarstofnun aðventista sem veitir neyðar- og þróunaraðstoð án tillits til pólitískra skoðana, trúarbragða eða kynþáttar hvarvetna þar sem neyð steðjar að. Söfnunarféð í ár rennur til sértækra þróunarverkefna í Uganda, Súdan, Perú og Kambódíu. Hluti söfnunarfjárins mun renna til hjálparstarfs innanlands sem er unnið af líknarfélaginu Alfa en Alfa hefur í marga áratugi veitt einstaklingum og Ijölskyldum aðstoð sem á hjálp þurfa að halda. Ég vil aftur þakka bæjar- búum fyrir vinarhug og örlæti í garð Hjálparstarfsins nú í ár sem áður með ósk um gleðileg jól og farsæld og blessun Guðs á nýju ári. Eric Guðmundsson, safnaðarprestur Aðventsafiiaðarins í Vestmannaeyjum Seinni umræða um fjárhagsáætlun bæjarins 2005: Lántaka jókst um 33 mílljómr króna á milli umræðna Nokkrar breytingar urðu á fjárhags- áætlun Vestmannaeyjabæjar við seinni umræðu í bæjarstjóm 30. desember sl. Þær helstu eru þær að hálft stöðugildi bætist við skólaskrifstofu vegna sérdeildar leikskóla. Er það kostnaður upp á 600 þúsund krónur. 2,2 milljónir króna til viðbótar við 2,3 milljónir sem þegar voru ráðstafaðar í Náttúrustofu Suðurlands. Þurf'ti að bæta 8 milljónum króna við æskulýðs- og íþróttamál, annars vegar vegna sparkvallar, fimm milljónir og hins vegar vegna tækja hjá Golfklúbbnum en sú upphæð færist úr fram- kvæmdum í rekstur. Stærsti liðurinn var þó umferðar- og samgöngumál en 18 milljónum er bætt við þar vegna gatnagerðaáætlunar. Þjónustumiðstöðin, áður Áhaldahús fær tæpar 10 milljónir í viðbót. Annars vegar vegna viðhalds upp á fímm milljónir og hins vegar vantaði 4,7 milljónir í rekstur verkstæðis við fyrri umræðu. Samtals er breytingin tæpar 41 milljón króna kostnaðaraukning. I b-hlutanum er kostnaðaraukningin rúmar 60 milljónir. Þar er stærsti liðurinn að nú er gert ráð fyrir 35 milljónum króna í viðhald vegna Áshamars 75. Helgi Bragason (D) bókaði á fundi bæjarstjórnar að hann samþykkti fjárhagsáætlunina en taldi óráðlegt að fara í endurbætur á Áshamri 75. Tíu milljónir fara í utanhúsviðhald á Hraunbúðum. Samtals er því um að ræða breytingar á útgjöldum upp á 100 milljónir króna. Dregið er úr fjárfestingum upp á 69 milljónir og lántaka eykst um tæpar 33 milljónir króna. Bæjarstjórn ræðir um samgöngumál: Skoðanakönnun meðal bæjarbúa um forgangsröðun Á fundi bæjarstjómar 30. desember sl. voru samgöngumál á dagskrá. Að beiðni Guðrúnar Erlingsdóttur forseta bæjarstjórnar voru málin rædd og ályktun barst frá meirihluta bæjar- stjómar. Þar segir meðal annars að af þeim möguleikum sem nú eru uppi á borðum varðandi samgöngumál til framtíðar fyrir Vestmannaeyjar sé aðeins einn möguleiki sem feli í sér byltingu fyrir samgöngumál Eyja- manna og það em jarðgöng. „Aðrir valkostir fela í sér hægfara þróun í rétta átt. Sú ákvörðun sem verður tekin um framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja mun skipta sköpum fyrir þróun byggðar, mannlífs og atvinnulífs í Vestmannaeyjum á næstu ámm. Bæjarstjórn mun á næstu mánuðum láta fara fram skoðana- könnun meðal bæjarbúa um hvemig þeir vilja forgangsraða valkostum sem eru til skoðunar - svo mikilvæg er þessi ákvörðun. Það er því skýlaus krafa bæjarstjómar Vestmannaeyja að stjómvöld vandi til alls undirbúnings áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Þingmenn Suðurkjördæmis hafa samþykkt að færa til fjármagn til rannsókna á mögulegri jarðgangagerð milli lands og Eyja. Bæjarbúar fögnuðu þeirri ákvörðun. Bæjarstjóm Vestmannaeyja gengur út frá því sem vísu að umræddar rannsóknir á jarð- lögum milli lands og Eyja fari fram næsta sumar. Þar til þessar upp- lýsingar liggja fyrir frábiður bæjar- stjóm sér frekari yfirlýsingar frá samgönguráðherra um hvort ráðist verði í þessar rannsóknir og hvaða valkostir séu raunhæfir og hverjir ekki. 1 þessu máli verða allir að sýna ábyrgð - einnig samgönguyfirvöld. Þá áréttar bæjarstjóm Vestmannaeyja mikilvægi þess að Reykjavíkur- flugvöllur verði áfram miðstöð innanlandsflugs." Undir þetta skrifuðu sex bæjarfulltrúar Vestmannaeyja- bæjar en einn sat hjá. A leiðinni til New York Þann 8. janúar heldur Sif Ágústsdóttir til New York til að keppa í Ford fyrirsætukeppninni. Sif vann for- keppnina hér heima sem haldin var 18. mars á síðasta ári en þá kepptu tólf stelpur á Islandi um Ford fyrirsætu- titilinn. Sif keppir því sem fulltrúi íslands í aðalkeppninni en þar keppa stúlkur frá flestum löndum í heiminum. Sif sagðist ekki hafa hugsað mikið út í keppnina undanfarið þegar hún var spurð út í hana. „Ég hef ekki verið neitt sérstaklega að undirbúa mig en við fáum þau föt sem við þurfum úti. Þetta snýst um tískusýningar og er ekki týpísk fegurðarsamkeppni. Andrea Brabin, eigandi Eskimó mó- dels, fer með mér þannig að ég verð ekki ein þama úti. Ætli ég stressist ekki upp þegar ég kem á svið en keppnin hér heima byggðist upp á tískusýningum og framkomu á þeim. Ég reikna með að þetta verði með svipuðu sniði þama úti,“ sagði Sif. Andrea sagði að keppendur yrðu í stífu prógrammi frá því að þeir koma til New York og fram að keppnis- kvöldinu 12. janúar. „Þær verða í æfingum, myndatökum, myndbands- upptökum, viðtölum við umboðs- menn sem koma alls staðar frá og fleim. Sif er módel í nýjasta Vera Moda blaðinu en hún fór sérstaklega til Danmerkur til að vinna við það verkefni," sagði Andrea Brabin. MYNDIR af Sif er að finna í nýjasta Vera Moda blaðinu. FRÉTTIR Útgpfnndi: Éyjasýn clif. 480378-054!) - Vcstinanniieyjiira. Hitstjóri: Oraiir (iarrtarssora Blaóiiincnn: Sigiirsvcinii Þóríkrson, Gnrtlijöig Signigoirsdóttir. tþróttir: Jiilius Ingnson. Áliyrffrtiirnicnn: OniarGiurtnrsson &Gísli Vnltýsson. Prentvinnii: Evjiisýn/Kyjnpi'cnt. Vcstniiiniiiicyjnra. Artsctnr ritstjóniiir: Straiulvcgi 47. Siiniir: 481 1B(M) & 481 3310. Myndriti: 481-130:!. Nctfang/i’itf]K>stui' fi-cttir@cyjufii'ttii'.iss. Vcffiuig 1111p/Avww.cyjiifix'tti r.is Gaman að öllu jólaskrauti -segir Svala Hauksdóttir Vest- mannabraut 11 sem fékk viðurkenningu fyrir smekklegustu jólaskreytinguna Vestmannabraut 11, Haukaberg, skartar smekklegustu jólaskreyt- ingunni árið 2004 og Litlagerði var valin jólagatan 2004. Hitaveita Suðumesja og Lions- klúbbur Vestmannaeyja standa fyrir þessum skemmtilega sið en félagar í Lionsklúbbnum kynna sér skreytingar í bænum og það hús sem fær flest atkvæði vinnur titilinn. Siguijón Ing- ólfsson, veitustjóri Hitaveitu Suður- FRÁ afhendingunni, Svala, Hörður Pálsson frá Lions, Jón og Sigurjón veitustjóri. nesja afhenti eigendum húseign- arinnar, þeim Svölu Hauksdóttur og Jóni Haukssyni, viðurkenningarskjöld á þriðjudag en þau em vel að viðurkenningunni komin. Svala sagðist hafa mjög gaman af öllu jólaskrauti og þar af leiðandi vildi hún skreyta bæði úti og inni fyrir jólin. Hjónin vinna bæði að því að koma jólaskrautinu fyrir. Jón sagði Svölu vera arkitektinn að skreytingunum en hann hefði haft nóg að gera við að skipta um pemr þar sem tíðin hefði verið leiðinleg undanfarið. Þau sögðu viðurkenninguna hafa komið á óvart en vissulega væri gaman að hljóta hana. FHÉTl'IR koma út nlln firaratndiigiu 15lnrtirt cr st'lt i áskrift ogeinnig í liuisnsöln á Klctti, 'lVistiiium, Toppnnin, Vömval, Hcrjólfi, Flughafnarvci'sluniiini, Krónuniii, Isjiikaniini, Bónnsvídcó, vci-slun 11-11, Skýlinn i Fridarliöfn og i Jolla i Ilafnarfiirti og nfgrcidslii I lojrólfs i Þorláksliöfn. FHÍÍITLH eni pientadar i 3<MM) cintökimL J’HÉTI’I H cm artilar art Samtökiiin bicjar- og hérartsfrcttiddarta. Eftirprcntun, hljórtiitiin, notkiin ljósmynda og aniiart cr óheuhilt nciiia hcimildii sé gctirt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.