Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 5. janúar 2005 9 Fasteignapeningum ráðstafaö Á bæjarstjómarfundi var upplýst að meirihlutinn hygðist ráðstafa 800 milljónum af því fé sem fékkst vegna samningsins við Fasteign hf. til að greiða niður lán. Fulltrúar minni- hlutans sögðu að 200 milljónir vantaði upp á það sem sagt hefði verið við fyrstu áætlanir og spurðust íyrir um þær. Hraunbúðir 30 ára Slegið var upp stórveislu á Hraun- búðum í október til að minnast 30 ára afmælis stofnunarinnar. Húsið var gefið til Eyja í kjölfar eldsumbrotanna 1973 og stóðu ýmis góðgerða- og félagasamtök að þeirri gjöf. Vel heppnað landsmót saumaklúbba I fyrra var haldið svonefnt landsmót saumaklúbba í Eyjum og tókst svo vel til að ákveðið var að reyna aftur. Ekki var útkoman síðri að þessu sinni, góð þátttaka og almenn ánægja þeirra kvenna sem mættu. Gott gengi Hoffman Eyjahljómsveitin Hoffman gerði það gott á Reykjavíkursvæðinu og gaf út sex laga geisladisk er bar nafnið Bad Seeds. Sögðu hljómsveitarmenn að útgáfufyrirtæki væm farin að fylgjast með þeim. Fjölmennt lundaball Lundaballið var samkvæmt venju haldið og miklu til tjaldað. Að þessu sinni sáu Álseyingar um hátíðina og lögðu mikla vinnu í skemmtiatriði semþóttu takast vel. Þríðja hæðin í notkun Eftir miklar lagfæringar og breytingar var þriðja hæð sjúkrahússins tekin í notkun. Þar er nú aðstaða fyrir sjúkra- þjálfun, stofur fýrir sjúkrahúslækna og sértæka þjónustu ásamt fundarher- bergi. Sjúkraþjálfarar stofnunarinnar vom mjög ánægðir með þessar lagfæringar en þeir höfðu verið með starfsemi sína í Sælahúsinu við Strandveg meðan breytingarnar fóm fram og vom fegnir að komast aftur upp eftir. Hundur hrakti sex kindur fyrír björg Sá fáheyrði atburður átti sér stað að hundur hrakti sex kindur fram af björgum í Dalfjalli með þeim afleið- ingum að þær lentu í sjónum og drápust. Eigandi hundsins sagði hann hafa sloppið frá sér. Eigendur íjárins kærðu málið til lögreglu. Nám í íþrótta- og viðburðastjómun Tilkynnt var að ákveðið hefði verið að bjóða upp á nám í íþrótta- og við- burðastjómun í Vestmannaeyjum, bæði á framhaldsskóla- og háskóla- stigi. Að þessu verkefni koma Viska, Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Tækniháskólinn. Gangi allt að óskum er ráðgert að taka inn 20 nemendur eða fleiri á hverri önn sem þýðir að hér gætu verið allt að 200 manns í námi í einu og þar með um 400 til 500 manns sem væntanlega myndi fjölga um í bænum. Nóvember Kennaraverkfaili lokið Loks lauk kennaraverkfalli eftir sjö vikur og mátti ekki á milli sjá hverjir voru fegnastir því að geta byijað aftur, nemendur, kennarar eða foreldrar. Þingmenn loks samstiga Meirihluti bæjarstjómar hafði gefið út Framsóknarflokksins, Andrési Sig- mundssyni. Aðalfundur SASS í Eyjum Samband sunnlenskra sveitarfélaga hélt aðalfund sinn í Vestmannaeyjum. Alls sátu 53 fulltrúar fundinn sem þótti takast vel. Nótt safnanna Að tilstuðlan Kristínar Jóhannsdóttur, ferðamálafulltrúa, var efnt til hátíðar laugardaginn 13. nóvember er nefndist Nótt safnanna. Hugmyndin er fengin frá Þýskalandi en hefur ekki verið reyndáðurhérálandi. Nærstanslaus dagskrá var allan laugardaginn fram á nótt og tengdist söfnum bæjarins á einn eða annan hátt. Byrjað var eftir hádegi á Bókasafni þar sem Litla lúðrasveitin lék og þeir Ulfar Þor- móðsson og Árni Johnsen lásu úr nýútkomnum verkum sínum. Þá var sýning Júlíönu opin sem og sýning frá Héraðsskjalasafni og Steinunn Einars- dóttir, bæjarlistamaður opnaði mál- verkasýningu. Seinnipart dagsins var helgistund í Stafkirkju og á eftir fræddi Amar Sigurmundsson fólk um Skansinn og nágrenni hans. Eftir kvöldmat sá Andrés Sigmundsson um sögur úr gosinu á Byggðasafni og Sæþór Vídó kynnti vinsældalista ársins 1974. Þá sagði Sigurgeir Jónsson sögur af Bjamhéðni Elíassyni í Júlíukrónni, Ingvar Sigurðsson var með fýrirlestur á Náttúmgripasafni um Suðurskautslandið og síðast var svo opnuð ljósmyndasýning í Gamla Ahaldahúsinu á myndum Kjartans Guðmundssonar frá Kötlugosinu 1918. Jazztríó Olafs Stolzenwald lék síðan jazz á staðnum fram eftir nóttu. Þessi uppákoma þótti mjög vel heppnuð og sögðu forsvarsmenn hennar ekki vafamál að hún yrði endurtekin að ári. Freydís fékk Fulbright styrk Vestmannaeyingurinn Freydís Vigfús- dóttir (frá Holti) sem hefur stundað nám í líffræði við Háskóla íslands, var valin úr hópi umsækjenda og hlaut styrk frá Fulbright stofnuninni til að helja doktorsnám í Bandaríkjunum á næsta ári. Freydís sagðist vera í sjöunda himni yfir þessu og taldi ekki hafa skemmt fyrir sér þá reynslu sem hún hefði öðlast við rannsóknir hér í Eyjum. Hárrétt viðbrögð Hún sýndi hárrétt viðbrögð þegar eldur kom upp í eldavél á heimilinu, hún Alexandra Bía, níu ára gömul og var að passa litlu systur sína. Hún klæddi systur sína og kom henni út og bað síðan nágranna um að hringja í neyðarlínuna. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og sögðu slökkviliðs- SEX flottar á landsmóti saumaklúbba. að bærinn myndi jafnvel sjá um að c kosta rannsóknir á botnlögum vegna r jarðganga ef ríkið ekki vildi leggja fé í þær. Til þess kom þó ekki þar sem allir þingmenn Suðurkjördæmis sam- * þykktu að ríkið legði fram 60 milljónir 1 til þeirra rannsókna og var féð tekið I frá framkvæmdum sem fyrirhugaðar I höfðu verið við Bakkaveg. Þessu ( fögnuðu flestir nema þeir íbúar I Rangárvallasýslu senr hlakkað höfðu j til bættra vegaframkvæmda enda mótmæltu þeir þessari ráðstöfun. 1 r Samráðið teygði sig til Eyja p Skýrsla Samkeppnisstofnunar um j: samráð olíufélaganna vakti hneykslun s margra. Menn tóku að reikna út hvað v þetta hefði kostað útgerð, sjómenn, \ bæjarsjóð og allan almenning í Eyjum e dóttur. Smári og Sigurlína sögðu reksturinn leggjast vel í sig. Leikfélagið með Dýrin i Hálsaskógi Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi Dýrin í Hálsaskógi í leikstjóm Þrastar Guðbjartssonar. Mikil aðsókn var að leikritinu og undirtektir áhorfenda góðar. Tuglr milljóna vegna læknamistaka Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja var gert að greiða um 19 milljónir til konu sem höfðaði mál á hendur stofnuninni vegna læknamistaka sem áttu sér stað við fæðingu árið 1991. Dómur þessa efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi starfsfólki. Fritz M. Jörgensen fram- kvæmdastjóri sagði íýrirtækið einbeita sér að aðstoð við viðskiptavini við beina markaðssókn og að nýta kosti hennar í viðskiptum. Eykyndlll 70 ára Slysavamadeildin Eykyndill hélt upp á 70 ára afmæli sitt í nóvember. Félagið hefur á þessum 70 árum lagt gjörva hönd að þeim málum er varða slysavamir og gerir enn. Uppnám í bæjarstjóm - nýr meiríhluti Nokkurt uppnám varð í bæjarstjóm þegar Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs og fulltrúi Framsóknar, og fengu þá niðurstöðu að sennileg upphæð væri um 200 milljónir á ári og miðað við þau átta ár sem samráðið hefði staðið yfir væri tap Vestmanna- eyja vegna þessa um 1,5 milljarðar. Miklð að gera í síldinni Mjög góð sfldveiði var þessa haust- vertíð og bar mönnum saman um að þetta væri einhver besta sfldarvertíð sem þeir myndu eftir. Mikil vinna og stöðug var við sfldarvinnsluna og bæði sjómenn, útgerðarmenn, fiskverk- endur og verkafólk ánægt með tilveruna. Eigendaskipti á Straumi Þau Friðbjöm Valtýsson og Magnea Traustadóttir seldu efnalaugina og þvottahúsið Straum þeim Smára Harðarsyni og Sigurlínu Guðjóns- Suðurlands. Ákveðið var að áfrýja málinu ekki til hæstaréttar. Guðjón tók sér frí Guðjón Hjörleifsson bæjarfulltrúi og þingmaður, ákvað að hætta störfum sem bæjarfulltrúi meðan hann sæti á þingi. Hafði hann sætt ámæli frá eigin flokksmönnum fyrir að sinna ekki sínu hlutverki í bæjarstjóm eins og til væri ætlast. Guðjón sagði enga íjar- stýringu nógu góða til að unnt væri að stjóma heilu bæjarfélagi frá höfuð- borginni og skoraði á Lúðvík Berg- vinsson að fara að sínu fordæmi. Lúðvík ákvað hins vegar að halda áfram bæði sem þingmaður og bæjarfulltrúi. BM ráðgjöf í Eyjum Fyrirtækið BM ráðgjöf ákvað að heíja starfsemi í Eyjum og auglýsti eftir LUNDABÖLLIN gerast djarfari með hverju árinu. ákvað að segja af sér formennsku í bæjarráði og formennsku í nefnd um menningarhús. Það gerði hann í fram- haldi umræðna um viljayfirlýsingu sem hann undirritaði um kaup á gamla Fiskiðjuhúsinu og kom öðrum bæjar- fulltrúum meirihlutans í opna skjöldu. Framhald þessa máls varð svo að bæjarfulltrúar V-listans töldu kominn upp trúnaðarbrest milli sín og Andrésar og treystu sér ekki til að halda áfram meirihlutasamstarfi með honum. Funduðu oddvitar V-lista og Sjálfstæðisflokks, þeir Lúðvik Bergvinsson og Amar Sigurmundsson og varð niðurstaðan sú að þessir tveir flokkar mynduðu nýjan meirihluta undir kjörorðinu Friður og framfarir. Þar með var kominn einkar sterkur meirihluti, með sex fulltrúa en minni- hlutinn aðeins skipaðureinum Iulltrúa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.