Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur6.janúar2005 Spurt er: Markverðast 2 Solveig Adousdottir Hörmungarnar í Asíu koma upp í hugann og llest smánrunir í saman- burði við það. Annars var þetta farsælt ár hjá mér og rninni tjöl- skyídu þegar á heildina er litið. Eg fór á leik á Old Trafford og sjá United vinna Arsenal. Eg skil núna af hverju íslamstrúarmenn fara lil Mekka. Þetta var engu líkt, 67 þúsund manns sem sungu sama lagið nerna Gústi Einars siing einn með Arsenal. Bikarúrslitaleikur í kvennafótbolta, úrslitin þar, nú verður ekki aftur snúið. Svo bættust tvö barnabörn, Isak Isfeld og Þorgerður Katrín. Við Þór eigunr orðið fimm barnabörn og erurn alsæl eins og gefur að skilja og lílum björtum augum lil framtíðar. Eg vona að Eyjamar fari að rísa upp Friðbjörn Valtýsson Út frá persónulegum atburðum þá var mikið um gleðilega atburði hjá Ijölskyldunni, brúðkaup dóttur minnar, gullbrúðkaup tengdafor- eldranna, og stórafmæli hjá Magneu. Þá setti það töluvert mark sitt á árið að við seldum fyrirtækið okkar eftir tuttugu ára farsæll starf og við hjónum skiptum bæði um vinnu. Af bæjarmálum er helst að nefna áberandi óróa í pólitíkinni en ég er sáttur. Vonandi stendur Andrés sig vel í stjómarandstöðunni liann gegnir mikilvægu hlutverki og þá eru allir með, Mér finnst sorgleg staða í heiminum og hvernig Bandaríkjamenn hala hagað sér. Mannkynssagan segir okkur að öll heimsveldi hnigna á einhverjum tímapunkti og kannski sýnir staða dollarans best hvar þeir standa í dag. Sveinn Magnússon Eg gil'ti mig á árinu og það stendur upp úr. Sumarblíðan í Grímsnesinu var alveg geggjuð og á heildina litið var þetta fínt ár. Hvað segja (dou um íþróttaárið 2004? Kvennaliðin standa upp úr BIKARMEISTARAR ÍBV í knnttspyrnu kvenna. Við tímamót eins og áramót staldra menn oft við og líta um öxl. Vest- mannaeyjabær er oft talinn vera íþróttabær og því ekki úr vegi að leita til nokkurra aðila og fá þeirra álit á því hvað stóð upp úr eftir árið. Við lögðum tvær spumingar fyrir þau, fyrst hvað stóð upp úr á síðasta ári og svo hvaða einstaklingur fannst þér skara fram úr í íþróttalífi Eyjamanna. Jóhann Pétursson: í hópafrekum þá skarar fram úr árangur meistaraflokks kvenna í handknattleik sem unnu alll sem hægt var að vinna þ.e. deild, bikar og íslandsmeistaratitil. Þar næst kem- ur mér þrennt í hug. Það er annars vegar árangur meistaraflokks kvenna í knattspymu sem urðu bikarmeistarar og í öðru sæti í deild. Karlamir í fótboltanum komu líka flestum á óvart og enduðu í öðm sæti Islandsmótsins og svo að lokum árangur eldri kylf- inga í golfi sem urðu Islandsmeistarar í sveitakeppni í að ég held fjórða skiptið á fímm ámm. Hvað einstaklinga varðar þá tel ég tvo einstaklinga skara fram úr og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Báðar eru þær kvenmenn þ.e. Margrét Lára Viðarsdóttir sem náði góðum árangri með ÍBV, þ.e. bikarmeistari og annað sæti í deild og var kosinn knatt- spyrnukona ársins af KSI. Þá stóð Margrét Lára sig mjög vel með landsliði og var markahæst með því. Hin er Sylvia Strass sem náði mjög góðum árangri með IBV þ.e. vann deild, bikar og Islandsmeistaratitil. Sylvia var kosin besta handknattleiks- konan og var fastamaður í landsliðinu sínu sem m.a. komst á lokamót. Verst í þcssu er að þær eru báðar hættar að spila með ÍBV. Hermann Hreiðarsson: Það er auðvitað fyrst og fremst leikurinn gegn Italíu sem stendur upp úr hjá mér. Svo auðvitað sá góði árangur sem við í Charlton náðum á síðasta tímabili en liðið hafði aldrei fengið fleiri stig en þá. Svo fannst mér líka áhugavert þegar ég kom heim í sumar að sjá hvað Vestmannaeyingar búa við frábæra íþróttaaðstöðu. Hér á Englandi hafa krakkarnir ekki nærri jafn mikil tækifæri til að æfa íþróttir, bæði eru lleiri héma og svo er aðstaðan á flestum stöðum ekki nærri því eins góð og heima. Vestmanna- eyjar eru fjögur þúsund manna bæjarfélag með þrjú frábær íþróttahús, Ijóra stóra grasvelli, frábæran 18 holu golfvöll og mjög góða sundlaug. Svona aðstaða þekkist ekki héma í Englandi. Varðandi einstakling sem stendur upp úr er kannski erfitt fyrir mig að meta það hver stóð sig best í Eyjum á síðasta ári. Gunnar Heiðar Þorvalds- son kemur auðvitað strax upp í hugann enda varð hann markakóngur, komst í landsliðshópinn og fór á endanum út í atvinnumennskuna. Það býr mikið í honum og vonandi að hann nái að fóta sig í Svíþjóð. Birkir Kristinsson: Fyrir mér er sumarið í heild sinni það sem stendur upp úr. Við í IBV náðum þokka- legum árangri, betri en flestir áttu von á og það var mjög ánægjulegt. En ef það ætti að vera eitthvað eitt sem ég ætti að benda á þá er það Ítalíu- leikurinn þar sent ég endaði lands- liðsferilinn. Það vargaman að ganga af velli í stöðunni 2-0 gegn Itölum fyrir framan 20 þúsund íslendinga. Svo má líka segja að árangur kvenna- liðs ÍBV í handbolta standi upp úr enda unnu þær allt sem þær gátu og komust í undanúrslil í Evrópu- keppninni. Ég er svo helst á því að það sé Margrét Lára Viðarsdótlir sem standi upp úr ef ég ætti að taka einhvem einstakling úr. Gunnar Heiðar Þorvaldsson stóð sig líka vel í sumar og það var því eðlilegt framhald að hann skyldi komast í atvinnu- mennskuna. Heimir Hallgrímsson: Maðurhorfir kannski fyrst og fremst á það sem kvennaknattspyman afrekaði en við unnum tvo titla, deildarbikarinn og bikarkeppnina en þetta voru fyrstu titlar sem kvennalið ÍBV í knattspymu vinnur. Strákamir í fótboltanum komu Ifka skemmtilega á óvart og stelpurnar í handboltanum náðu frá- bæmm árangri á síðasta tímabili. Uppgangurinn í skákinni finnst mér vera góðs viti og gantaii að fylgjast með starfinu þar en það neikvæða við árið var kannski fyrst og fremst það að ég tapaði fyrsta badmintonleiknum gegn Júlla Hallgríms. Égvarreyndar veikur og rétt að það komi fram. Olga og Margrét Lára standa upp úr sem einstaklingar, bæði með sínu félagsliði og með íslenska landsliðinu. Gunnar Heiðar var líka góður í sumar. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir: Það sem mér finnst standa upp úr eftir árið era allir titlarnir sem kvennaliðin okkar unnu á árinu. Handboltastelp- urnar unnu allt sem í boði var þegar þær urðu íslands- og deildarmeistarar og fótboltastelpumar unnu sinn fyrsta stóra titil þegar þær urðu bikar- meistarar. Karlaliðið í fótboltanum stóð sig mjög vel, endaði í öðru sæti sem enginn átti von á og fara í Evrópu- keppni næsta sumar. Sundfélagið hefur verið að vaxa undanfarið, það er um tíu manna hópur sem æfir orðið tvisvar á dag og við það hafa orðið miklar framfarir hjá þeim. Þau eru búin að vera að ná mjög góðum árangri og era sunt hver orðin á meðal tíu bestu á landinu í sínum aldurs- flokkum. Foreldrastarfið kringum Sund- félagið er mjög sterkt. Svo má ekki gleyma fimleikafélaginu þar sem mjög metnaðarfullt starf fer fram. Annars er mikið og gott barna- og unglingastarf unnið hér hjá öllum íþróttafélögunum og það hafa allir möguleika á að tinna eitthvað við sitt hæfi hér í Eyjum. Af einstaklingum sem hafa skarað fram úr á síðasta ári þá finnst mér Sylvia Strass, sem spilaði sem leikstjórnandi með kvennaliðinu í handbolta og Margrét Lára Viðars- dóttir sem lék með öllum fótbolta- landsliðum kvenna og var svo kosin knattspymukona ársins 2004, hafa staðið upp úr á síðasta ári. Spurt er: Markverðast árið 2004? Margrét Þorsteinsdóttir Ég fór í æðislegt sumarfrí nteð Eygló Svövu vinkonu minni. Við fóram að heimsækja Helgu Almars vinkonu okkar sem býr í Grimsby ásamt tjölskyldu sinni. Við vorum úti í tíu daga og gerðum ýmislegt skemmtilegt, fórum út að borða, kíktum í búðir og fleira. Við enduðum ferðina í London og vorum þar í þrjá daga. Við fórum á ýmsa markverða staði og skoðuðum auðvitað Oxford Street. Þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð. Októvía Andersen Númer eitt, var að ég fékk nýjasta barnabarnið á annan í jólum. Það var tólf marka stelpa en þetta er sjöunda barnabarnið sem við fáum. Einnig er fjölskylduferðin í Kara- bíska hafið eftirminnileg en við bjónin fórum þangað með börnum og tengdabörnum síðasta vetur. Þá getur engin gleymt góða veðrinu og hitanum í ágúst og ég vil endilega fá svona gott veður næsta sumar. Drífa Kristjánsdóttir Mér finnst handbolti kvenna vera það markverðasta á árinu, hvað þær stóðu sig vel, bæjarmálin voru frekar leiðinleg fyrir okkur bæjarbúa, við þurfum að standa betur saman. Nóg atvinna var f Godthaab í Nöf og síðan en ekki síst eignaðist ég tvíbura- frændsystkin á árinu. Drög að leikjum karlanna Nú liggja fyrir drög að niðuiTöðun leikja í DHL úrvalsdeild karla sem hefst í næsta mánuði. Eyjamenn eru þar og tóku með sér fjögur stig eins og Þór og Víkingur. Valur og IR byrja hins vegar með átta stig, Haukar og KA með sjö og HK sex. Leiknar verða átta umferðir og mun ÍBV aðeins leika gegn liðum úr Norðuiriðli. Fyrstu leikimir eru áætlaðir 9. febrúar en í fyrstu umferð mun ÍBV mæta Haukum á Asvöllum. Fyrsti heimaleikurinn er hins vegar áætlaður 16. febrúar þegar Þórsarar koma í heimsókn. Hér er þó aðeins urn drög að leikjaröð að ræða en félög hafa frest þangað til í dag til að gera breytingar á leikjaplaninu. Hörkuleikur hjá stelpunum Á laugardaginn verður stórleikur í Iþróttamiðstöðinni þegar Eyjastúlkur taka á móti Val. Þessi tvö lið léku einmitt til úrslita í íslandsmótinu á síðustu leiktíð þar sem ÍBV hafði betur í úrslita- einvíginu, 3-1. IBV er í öðra sæti deildarinnar með sextán stig en Valur er í þriðja með tólf. Viðureignin verður fyrsti leikur liðanna í rétt tæpan mánuð en hlé var gert á deildarkeppninni vegna Evrópumóts landsliðs sem fram fór í desember. Framundan Föstudagur Kl. 21.00 ÍBV-HK 2. fl. karla. Laugardagur Kl. 14.00 ÍBV-Valur DHL deild kvenna. Kl. 14.00 ÍBV-HK 2. fl. karla. Kl. 17.00 ÍBV-HK2 Unglinga- flokkur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.