Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 menn hana hafa sýnt rétt viðbrögð. Alexandra Bía sagðist hafa munað hvemig ætti að bregðast við eftir heimsókn á Slökkvistöðina þar sem þeim var sagt hvað gera skyldi ef eldur kæmi upp. Enn kynnir Grímur nýjungar Grímur kokkur Gíslason kynnti enn nýjungar úr eldhúsi sínu. Að þessu sinni þrjá ýsurétti sem hann sagði einkum ætlað að höfða til yngra fólks. Viðbrögð við þessum nýju réttum voru góð. Loks sér fyrir endann á Bessahraunsmálinu Magnús Sigurðsson og eiginkona hans höfðu staðið í stappi vegna byggingar á húsi sínu við Bessahraun, í nokkuð á annað ár. Úrskurðir höfðu gengið á víxl frá bygginganefnd og nágrönnum sem ekki voru sáttir við bygginguna. En nú lá loks fyrir úrskurður úrskurðamefndar skipulags- og byggingamála og þar var kærnm vegna málsins vísað frá. Magnús getur því loksins byrjað að byggja. HSH flutningar og Hytjandi sameinast Eimskip gekk frá kaupum á öllu hluta- fé í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Þar með mun rekstur félaganna verða sameinaður og starfsemi HSH flytjast í húsnæði Eimskips. HSH var stofnað 1993 og eigendur þess voru Sigmar Pálmason, Henry Erlendsson og eiginkonur þeirra. Desember Mánafoss í síðasta túr Skip Eimskipafélagsins, Mánafoss, kom til Eyja í síðustu ferð sinni, þann 1. desember, en Eimskip hefur ákveð- ið að hætta strandsiglingum við ísland. Steinar Magnússon, skipstjóri, sagðist eiga eftir að sakna persónulegra tengsla við fólk á landsbyggðinni. Miklar rannsóknir eftir Margir Eyjamenn hafa séð jarðgöng í hillingum síðan fyrst var minnst á þau. Ýmsir efast þó um að sú framkvæmd sé möguleg hvort sem litið er til fram- kvæmda eða kostnaðarþátta. Ármann Höskuldsson jarðfræðingur þekkir málið flestum betur enda var hann við mælingar sumarið 2003 og segir þær gefa til kynna að það sé fram- kvæmanlegt. Aftur á móti þurfi frekari rannsóknir og mælingar á meira dýpi og til þess munu 60 milljónimar úr Bakkavegi eiga að fara. Að þeim loknum taki svo við loka- rannsóknir og bergið mælt nákvæm- lega, þar sem göngin eiga að liggja. Nýtt rannsóknafyrírtæki A síðasta vori hætti Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins þjónustumæl- ingum sínum í Eyjum og eftir það voru öll sýni send til Reykjavíkur. En í haust tók nýtt fyrirtæki til starfa, Rannsóknaþjónustan Vestmannaeyj- um, og er í eigu ísfélags, Vinnslu- stöðvar, Rannsóknaseturs og Sýnis ehf. Starfsmaður þess er Sigmar Hjartarson, lærður fiskeldis- og fisklífeðlisfræðingur. Sigmar sagði tækjakost það góðan í Eyjum að nánast allt væri hægt að mæla hér en sumar sérmælingar yrði þó að senda til Reykjavíkur. Kveikt á jólatrénu Margt var um manninn þegar kveikt var á jólatrénu á Baldurshagalóðinni, fimmtudaginn 2. desember. Lúðra- sveitin lék, Litlir lærisveinar sungu, þá á hönd hans með þeim afleiðingum að bóndinn mátti leita á sjúkrahús til að fá bót meina sinna. Hrútnum mun aftur á móti ekki hafa orðið meint af. Stelpur slást líka Oftast er það karlpeningurinn sem í hlut á þegar lögregla birtir skýrslur sínar uin líkamsárásir (sem í eina tíð hétu slagsmál). En á jólaföstu bar svo við að aflokinni skemmtan á einu af öldurhúsum bæjarins að lögregla mátti skerast í leikinn þegar tveimur stúlkum varð sundurorða og létu hendur skipta. Meiðsli munu þó hafa verið minni háttar. 14 útskrífuðust með pungapróf Viska stóð fyrir 30 tonna réttinda- námskeiði eða pungaprófi, um haustið og var það kennt í fjarkennslu. Voru nemendur frá Eyjum, Siglufirði, Hvammstanga og Sauðárkróki, alls 14 talsins og stóðust allir prófið með miklum ágætum. Luku norðanmenn miklu lofsorði á kennarana sem allir voru frá Eyjum. hjóðin eignast Sigmund Ríkisstjórnin ákvað að gera teikningar Sigmunds Jóhannssonar að þjóðareign og kaupa þær allar. Kom forsætis- ráðherra, Halldór Asgrímsson, gagn- gert hingað til að ganga frá því og sagði ætlunina að myndimar eign- uðust samastað í nýju menningarhúsi. Loksins skötukvöld Eftir tveggja ára hlé efndi Hrekkja- lómafélagið á ný til skötuveislu í desember. Milli fimmtíu og sextíu manns sóttu hana og skemmtu sér hið besta þrátt fyrir að mörgum föstum skotum væri skotið eins og venja er á þeim samkomum. Ökumenn til fyrirmyndar Lögregla var með sérstakt átak gegn ölvunarakstri í desember. Milli 40 og 50 ökumenn vom stöðvaðir og reyndist enginn þeirra undir áhrifum áfengis. Lýstu lögreglumenn yfir ánægju sinni með það. Tíu útskrifaðar frá Brautargengi I desember voru tíu konur útskrifaðar hjá Visku úr Brautargengisnámskeiði því sem áður var minnst á hér. Voru þær hinar ánægðustu með námið. Viðurkenningar Sparisjóðs Sparisjóður Vestmannaeyja úthlutaði viðurkenningum á Þorláksmessu til fjögurra aðila; Litlu lúðrasveitarinnar, fræðslu- og menningarsviðs vegna skiltagerðar, útgáfufélags vegna sögu Knattspymufélagsins Týs og Sigmars Gíslasonar vegna kvikmyndar hans unt afa sinn, Binna í Gröf. Hér hefur veriö stiklað á stóru í atburðum ársins 2004 þeitn sem snerta Vestmannaeyjar sérstaklega. Reynt hefur verið að tína til það sem einkum setti svip á bœjarlífið og þótti fréttnœmt og hefiir verið stuðst við blaðið Fréttir íþessari samantekt. Rýmisins vegna verður umjjöllun sem þessi alltaf nokkuð knöpp og margt sem þarf að sleppa sem einhverjum hefði eflaust þótt eiga erindi þangað. Þá er og nœsta víst að þessi umfjöllun er að talsverðu leyti lituð afáhuga skrifarans á ákveðnum málefnum sem honwn eru ofar í huga en önnur og er ekki beðist velvirðingar á því. Skrifari hefur áður sagt að hann líti elcki á þessa samantekt sem sagnfrœði heldur meira til upprifjunar og gamans og hann stendur enn við þá staðhcefingu sína. Skrifari óskar lesendum Frétta nœr og fjœr gleðilegra jóla og gœfuríks árs. Gjört á jólaföstu 2004 Sigurgeir Jónsson PAR ársins, Arnar Sigurmundsson og Lúðvík Bergvinsson féilust í faðma á haustdögum. FYRSTA vélin sem framleiddi rafmagn í Eyjum, af Guldner gerð. hafi ekki þótt mikið, var það þó skárra en að fá ekki neitt. Fjölgun ferða Herjólfs Viðræður fulltrúa bæjarins og Vega- gerðarinnar skiluðu þeim árangri að ákveðið var að fjölga ferðum Herjólfs um tvær á viku í desember, janúar og febrúar, úr átta í tíu. Fer því Herjólfur tvær ferðir á fimmtudögum, föstu- dögum og sunnudögum. I þessu sam- komulagi var gert ráð fyrir hækkun fargjalda og farmgjalda um 6%. Bæjarstjóri sagði þessa fjölgun skref í rétta átt en sagði takmarkið vera tvær ferðir á dag allt árið. Niðurskurður um 5% I tillögum til fjárhagsáætlunar bæjar- ins fyrir árið 2005 er lagt til að skorið fyrsta vélin sem framleiddi rafmagn í Eyjum, af Guldner gerð. Fjöðrín og hænumar fimm Ekki þarf alltaf mikið til að koma sög- um af stað og því fékk Jón Ingi, veitingamaður á Lundanum að finna fyrir. Sögur gengu af handtöku hans vegna stórfellds smygls á áfengi og jafnvel eiturlyfjum líka og hefði góssinu verið pakkað inn í gáma með húsgagnasendingar fyrir hina nýju verslun hans. Hið rétta í sögunni var að Jón Ingi veiktist og aðstoðaði lögregla hann við að komast á sjúkrahús. Meira þurfti ekki til að koma sagnagleðinni á fullt og ljóst að fleiri geta sett saman spennandi saka- málasögur en Arnaldur Indriðason. Jón Ingi sagðist ekki nenna að velta sér upp úr einhverjum kjaftagangi, því Sparísjóðurinn færir út kvíamar Enn færði Sparisjóður Vestmannaeyja út kvíamar og nú var það í Hveragerði sem opnað var útibú en fyrir var útibú á Selfossi. Olafur Elísson, spari- sjóðsstjóri, sagði þetta eðlilegt fram- hald á starfsemi Sparisjóðsins en í Hveragerði eru tvö stöðugildi. Sláandi tölur um fíkniefnabrot I skýrslu ríkislögreglustjóra um afbrot á Islandi á árinu 2003 vakti athygli mikill íjöldi fíkniefnabrota í Vestmannaeyjum. Þegar miðað var við íbúaíjölda voru fíkniefnabrot langflest í Eyjum eða 122 á hverja 1000 íbúa. Er þetta mikil fjölgun frá þar síðasta ári þegar brotin í Eyjum voru 80 á hverja þúsund íbúa. Fram var tekið að Þjóðhátíð Vestmannaeyja vegi þungt í þessum tölum. Starf bóndans hættulegt Flestum störfum fylgja ákveðnar hættur en hingað til hefur starf bænda ekki verið í hæstu áhættuflokkum. Þó geta vissar hættur fylgt því starfi eins og hann fékk að finna fyrir tómstundabóndinn sem var að fara með hrúta í Bjamarey að afloknum fengitíma þeirra. Einn hrúturinn steig forseti bæjarstjómar flutti ávarp, séra Kristján fiutti hugvekju og Dýrin úr Hálsaskógi komu fram. Mikki refur kveikti síðan á trénu og jólasveinar gáfu börnum sælgæti. Að athöfn lokinni var bæjarbúum boðið upp á kakó og piparkökur á Lantemu. Verslanir bæjarins vom almennt opnar til kl. 22 þennan dag. Ekki einn uggi til baka Vestmannaeyingar leggja árlega til 300 til 400 tonn í svonefndan byggða- kvótapott sem síðan er úthlutað til sveitarfélaga. Að þessu sinni kom ekki eitt einasta íonn af þeirri úthlutun til Eyja og er ein ástæðan sú að sveitarfélög með 1500 íbúa eða fleiri eiga ekki rétt á byggðakvóta þó svo að samdráttur hafi orðið hjá þeim. Árið 2003 var Eyjamönnum úthlutað 29 tonnum úr byggðakvóta og þótt það verði niður í rekstri á öllum sviðum um 5%, eða svonefndur flatur niður- skurður. Var sátt um það í bæjarstjóm enda kominn stór og samheldinn meirihluti til starfa. Aðalskipulag kynnt Lagt var fram nýtt aðalskipulag Vest- mannaeyja til kynningar. Þar er greint frá notkun lands, stefnu og skipu- lagsákvæðum. Frestur til að skila inn alhugasemdum var til 29. desember. 100 ár frá rafvæðingu Þann 3. desember var þess minnst að 100 ár vom frá því að fyrsta rafstöðin fyrir bæjarfélag var tekin í notkun en það var í Hafnarfirði. Starfsfólk Hitaveitu Suðumesja í Eyjum minnúst tímamótanna með opnu húsi þar sem tæki og búnaður var til sýnis. Skrautfjöðrin í þeirri sýningu var fólki væri vorkunn sem ekkert hefði annað þarfara fyrir stafni en að bera út slíkar sögur. Hann sagði að nú væri boðið upp á gámastaup á Lundanum og ef nýjar tegundir kæmu, þá segðu hann og starfsfólkið að það væri nýkominn gámur. Enn fækkar íbúum Á síðustu tólf mánuðum hafði Vest- mannaeyingum fækkað um 122, samkvæmt tölum frá Hagstofu. Þann 1. des. 2003 vom íbúar í Eyjum 4349 en 1. des. sl. vom þeir4224. Á síðustu tíu ámm hefur íbúum í Eyjum fækkað unt 661. Fækkun úr 80.000 í 18.000 Menn máttu þó líklega prísa sig sæla fyrir að þróunin í íbúafjöldanum var ekki alveg sú sama og í fiuginu. Fyrir ekki mörgum ámm, þegar farþegaflug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur var og hét, vom farþegar á þeirri leið um 80 þúsund á ári. A síðasta ári var sú tala komin niður í tæp 18 þúsund. Páll Kristinsson, sem starfar hjá Lloyds skipaflokkunarlélaginu og þarf mikið að ferðast stari's síns vegna, hélt því fram í blöðum að samgöngur við Vestmannaeyjar væm þær lökustu á öllu landinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.