Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 Völva Frétta rýnir í kúlu sína: Hvar er bjarmi krafts, dugnaðar, vonar og bjartsýni? Áður en ég tek til við að rýna í kúlu mín vil ég byrja á því að óska Eyjamönnum öllum gleði- legs og farsæls nýs árs með von um að árið beri þeim blíðu og frið. Liðið ár hefur verið Vestmannaeyjum erfitt og margt ólánið sem elt hefur. Átök og asnastrik í pólitíkinni hafa sett sinn svip á árið og hafa sært mig inn að beini á stundum enda er ég viðkvæm og ber sterkar taugar til Eyjanna þó að ég hafi ekki oft heimsótt þær síðan eldsumbrotin áttu sér stað eins og kom reyndar frarn í síðustu spá minni. Ég sá það fyrir um síðustu áramót að enginn blómatími væri framundan í Eyjum á árinu sem nú er liðið, dökk móða þvældist sífellt fyrir augum mér þegar ég rýndi í árið og heyrist mér á þeim fregnum sem ég hef frá Eyjum að það hafi ekki verið að ástæðulausu enda margt gengið eftir af því sem ég sagði fyrir um, svo sem erfiðleikar í atvinnumálum, áframhaldandi fólksfækkun, og átök í bæjarmálunum. En nóg um það liðna. Framundan er nýtt ár og því vert að horfa fram á veginn og sjá hvað kúla mín og kraftar segja mér um komandi ár. Ekkert lát á fækkun Ibúa Enn kemur fram dökkur litur varðandi íbúaþróun í Vestmannaeyjum. Það mun enn fækka á árinu og virðist sem erfitt ætli að vera að stöðva þá þróun sem verið hefur undanfarin ár. Þessi mál verða talsvert til umræðu og hvemig bregðast megi við. Bæjarstjóm mun taka þessi mál til enn frekari skoðunar og tillögur koma fram um aðgerðir en mér sýnist sem þær muni litlu skila. Þá virðist sem eitthvert náttúmleysi, ja eða er kannski réttara að segja getuleysi, hrjái Eyjamenn því nýbumm í Eyjum mun fækka milli ára. Viðvarandi atvinnuleysi en endur- nýjun á flotanum Ijós 1 myrkrinu Enn eitt árið er lítið ljós í kúlunni þegar ástand atvinnumála er skoðað. Þar virðist því miður sem stöðnun og jafnvel hnignun komi sterkt fram. Lítil atvinnusköpun mun eiga sér stað á árinu og atvinnuleysi verða meira og minna til staðar. Loðnuvertíðin mun þó verða betri en útlit er fyrir í upphafi árs og skila Eyjamönnum meiru en þeir gera sér vonir um. Eitthvað verður aukið við þann litla kvóta sem úthlutað hefur verið og fyrirtæki í Vestmannaeyjum munu ná að vinna vel úr sínum kvóta á vertíð- inni hvað varðar verðmætasköpun. Ekki er að sjá stórar hræringar í sjávarútveginum en þó er eins og einhverjar eignabreytingar verði á fyrirtækum og jafnvel verði um einhvem samruna eða samvinnu að ræða. Það er eins og glitti í einhverja endumýjun á flotanum og einhvem veginn finnst mér eins og gmnnur verði lagður, eða jafnvel hafist handa um að byggja ný skip í Eyjaflotann. Þama sýnist mér merki Vinnslustöðvarinnar tengjast málinu sterkt en einnig er eins og glitti í merki ísfélagsins og jafnvel fleiri fyrirtækja hvað þetta varðar. Ferðamönnum mun eilthvað fjölga til Eyja í sumar og líklega mun það tengjast einhverju tímabundnu samkomulagi sem gert verður með flug til Eyja í sumar. Þá mun góð undirbúnings- vinna koma til með að færa Eyjamar aftur meira inn á kort ferðamanna. Einhveijir Eyjamenn vera í sviðsljósi á landsvísu hvað varðar Ijárfestingar og þátttöku á fjármálamarkaði en hér er aðeins um fáa aðila að ræða. Átök í menningarmálum en góð Þjóðhátíð Talsvarðar umræður verða um mál tengd menningu og söfnum. Deildar meiningar og átök verða um hugmyndir um einhver mál á því sviði og líklegt er að þær umræður tengist á einhvem hátt því máli sem sprengdi meirihluta bæjarstjómar síðla árs, þ.e. menningarhúsinu. Menn munu skiptast í fylkingar í því máli og því miður sýnist mér það mál fara í farveg sem ekki mun skila miklu fyrir ferðaþjónustu í Eyjum sem svo margir hafa gert sér vonir um. Menningarlíf mun þó verða þokkalega blómlegt og ýmsar uppákomur á því sviði, jafnvel óvæntar, munu líta dagsins ljós. Þjóðhátíð mun takast einstaklega vel, verða fjölmenn og ég sé ekki betur en veður verði með allra besta móti. Það kemur kemur fram skýr mynd af Herjólfsdal sem er merki um góðviðri og einhvemveginn er eins og Dalurinn sé fullur af fólki. Einhver teikn koma fram sem gefa til kynna að jafnvel komi til skjalanna einhver aukafarkostur sem flytja muni fólk milli lands og Eyja í sambandi við Þjóðhátíðina. Samgöngur verða áfram mál málanna í Eyjum Á því er enginn vafi. Það er eins og að horfa í sjóðandi grautarpott að kafa í þau mál. Það eiga eftir að verða miklar umræður og deilur varðandi samgöngur. Hörð hrið mun vera gerð að ráðherra samgöngumála og þingmönnum og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.