Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 4
4 Frcttir / Fimmtudagur 6. desember 2005 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Barði í borðið þriggja vikna gamall -og heimtaði að fara heim Fyrsta bam ársins í Vestmannaeyjum fæddist 3. janúar þegar Berglind Jóhannsdóttir og Kristleifur Magnússon eignuðust son. Var þetta fjórða bam þeirra hjóna. Nýkrýndur faðir í ijórða sinn er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Kristleifur Magnússon. Fæðingardagur: 8. október 1969. Fæðingastaður: Reykjavík. Barði í borðið þriggja vikna gamall og heimtaði að fara heim. Fjölskylda: Eiginkona, Berglind Jóhannsdóttir og eigum við hrúgu af bömum, Þura Stína 15 ára, Kristjana Sif 14 ára, Kristleifur 8 ára og litli gosinn þriggja daga. Draumabíllinn: Hann verður náttúrulega að vera sjö manna þannig að maður getur gleymt öllum sportbflum þannig að draumabfllinn yrði þá sennilega Pajero eða Patrol Uppáhaldsmatur: Naut, rauðvín og humar. Versti matur: Allt torfkofafæði hentar mér einstaklega illa og er þar skatan fremst í flokki. Uppáhaldsvefsíða: Fbf.is en það er síða okkar fyrirmyndarbflstjóra sem er búinn að vera í vinnslu í 6 ár en komist á netið í 4 eða 5 daga í það heila. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: AC/DC. Guns'n Roses nánast öll tónlist finnst mér góð. Aðaláhugamái: Smíða, sauma, elda, golf, snóker. Svo mála ég. Hvaða mann/konu myndir þú helst vilja hitta úr mannkynssög- unni: Alexander G. Grande. Fallegasti staður á íslandi: Stafsnes í góðu verðri. Ertu hjátrúarfullur: Ekki til. Stundar þú einhverja íþrótt: Golf, snóker. Svo hleyp ég með kassa um alla krónu en það flokkast víst ekki undir íþróttir. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag: Rúnar þór Birgisson en hann er Vestmannaeyjameistari í moonwalking og leikur með F.B.F Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi á allt nema þætti. Þá meina ég svona fólk með Sirrý og Vala þarna inn, út Besta bíómynd sem þú hefur séð? Half Past Danish. Hvernig gekk fæðingin: Ágætlega yfir heildina litið. Hvenær áttuð þið von á barninu: 15. desember, það er, í fyrra. Eitthvað að lokum: Nú er það bara þrettándinn og þá getur maður farið að hlakka lil þjóðhátíðar. Skötuselsréttur Við þökkum nafna okkar fyrir áskorunina, sem við lítum á sem Hafnarfjarðarbrandara. En þar sem frœndi lians er nýlega báinn að vera með pítuuppskrift iþessu blaði þá fannst okkur tilvalið að vera með skötuselsrétt. Við vorum svo Ijónlieppin að Beddi á Glófaxa kom fœrandi liendi með glœnýjan skötusel rétt fyrir jólin og var hann eldaður nýverið. Skötuselsréttur I stk skötuselur 2-300 grömm rækjur 'h haus salat, t.d. iceberg. 4 stk tómatar Ostur, t.d. höt'ðingi eða camebert. I peli rjómi hvítvín, smá skvetta, má sleppa. smjör eðalsalt hvítlauksduft karrý Skötuselurinn er snöggsteiktur í íslensku smjöri á pönnu, kryddaður með eðalsalti og hvítlauksdufti. Síðan er hann látinn bíða á meðan ijóminn, hvítvínið, niðurskomir tómatamir, osturinn ásamt karrýinu er látið malla smástund. Að lokum er káli sem er gróft skorið, rækjum Stefanía Þorsteinsdóttir og Viktor Helgason eru matgæ&ingar vikunnar og skötusel bætt útí og látið bíða smá stund í sósunni. Það er að okkar mati aðalalriðið að elda og krydda ekki of mikið svona gotl hráefni. Með þessu var dmkkið ískalt Carmen hvítvín. Svo er það smekkur hvers manns hvað hann borðar með svona kóngafæði. Við hjónakornin óskum öllum Eyiamönnum gleðilegt ár og skorum á Sigga Ella sern er magnaður kokkur að vera næsti matgæðingur. eyverjar í Höllinni milli kl. 16 og 18 verð kr. 500 ( 300 fyrir systkini ) Jólasveinar mæta á svæði og gefa öllum gotterí. Ef veður leyfir mæta Georg og félagar einnig. Vegleg verðlaun - Allir velkomnir Leikfélag Vestmannaeyja auglýsir leiklistarnámskeið fyrir 16 ára og eldrí. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. janúar klukkan 20:00 í sal FÍV. Ath! Nemendur í FÍV fá einingu fyrir þátttöku á námskeiðinu. Leiðbeinandi er Ásgeir Sigvaldason Verð: 1000 krónur Skráning í síma: 481 1940 "Láttuekkideigan -.IB ., sr síga, Guðmundur" -A^\/vestmannaeyja Hvoð á oð gero um helgina? „Tek að sjálfsögðu þátt í þrettándagleðinni, virkilega gaman að því. Festival í janúar. Sannkölluð kvötkveðjuhátíð Vestmannaeyinga. Eg fer síðan í fertugsafmæli til Gríms kokks á laugardaginn. Síðan fer starf Dans á rósum á fullt næstu helgar á eftir, allt brjálað að gera þar." -Viktor Ragnarson rakari og bassaleikari á döfinni í vikunni fimmtudagur: Þrettándagleði ÍBV upp við Löngulág. Þrettándaball Fyverja í Höllinni frá kl. 16 til 18. laugardagur: DHL deild kvenna: ÍBV - Valur kl. 14.00. í janúctr 15. DHL deild kvenna: ÍBV - Stjarnan kl. 14.00. 28. DHL deild kvenna: ÍBV - Haukar kl. 19.15.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.