Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 7 Annáll ársins2004 SUMARstúlkurnar 2004. JÚIÍ Furðuðu sig á háu bensínverði A fundi bæjarstjómar lýstu menn furðu sinni á háu bensínverði í Eyjum sem væri allt að 10% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Var bæjarstjóra falið að rita forstjómm olíufélaganna bréf og leita skýringa á þessum mikla mismun. Góð goslokahátíð Goslokahátíð var að venju haldin fyrstu helgina í júlí. Þótt umfang há- tíðarinnar að þessu sinni væri ekki í líkingu við 30 ára afmælið á síðasta ári, þótti hátíðin takast vel en hún var haldin í samráði við Sparisjóð Vest- mannaeyja og hinn árlega Spari- sjóðsdag. Meðal atriða vom mál- verkasýningar, þ.á.m. yfirlitssýning á verkum Ragnars Engilbertssonar, heiðurslistamanns Vestmannaeyja, barokktónleikar í Stafkirkju, unglinga- tónleikar á Stakkó og viðamikil dagskrá í Náttúmgripasafni sem einn- ig fagnaði 40 ára afmæli sínu þessa helgi. Sjóstangveiðimót var einnig í tengslum við hátíðina og stórmót í golfi. Að sjálfsögðu var svo há- punkturinn í Skvísusundi að kvöldi laugardags þar sem fólk kom saman og skemmti sér í blíðuveðri fram á nótt. Stille öy I júlí var unnið í Eyjum verkefni sem nefnist Stille öy og er framhald verk- efnis sem byrjað var á í Noregi fyrir tveimur ámm þegar nokkur ungmenni frá Eyjum fóm þangað. Að þessu sinni tóku 20 ungmenni þátt í verkefninu, tíu frá Eyjum, átta frá Noregi og tveir frá Færeyjum. M.a var dvalist í Bjamarey í þrjá daga og síðan unnið leik- og spunaverkefni sem sýnt var í Gamla Ahaldahúsinu í lok verkefnisins. Þórshamar fékk þrjár stjömur Gísli Valur Einarsson, hótelhaldari í Eyjum, var mjög ánægður þegar Ferðamálaráð gaf Hótel Þórshamri þriggja stjömu gæðastimpil. Mun þetta í fyrsta skipti sem starfrækt er þriggja stjömu hótel í Eyjum. Frá Þýskalandi til að fermast í Eyjum Ekki er algengt að fermingar séu á miðju sumri en ein slík var þó í Landakirkju í júlí. María Lára Jóns- dóttir, Bemódussonar frá Borgarhól, sem býr í Þýskalandi, óskaði eindregið eftir því að fá að fermast í sömu kirkju og pabbi hennar og fékk ósk sína uppfýllta. Ný bæjarmálasamþykkt Bæjarstjóm afgreiddi nýja bæjarmála- samþykkt þar sem vægi bæjarráðs var minnkað og nefndum fækkað. Fjögur ráð taka við að nefndunum og heyra þau beint undir bæjarstjóm. Ovelkomnir nýbúar Yfirleitt er því fagnað þegar nýir íbúar flytja til Eyja, á tímum fólksfækkunar í dreifbýlinu. En annað var uppi á teningnum þegar geitungabú tóku að finnast hér. Ásmundur Pálsson, mein- dýraeyðir, sagðist vera búinn að finna fjögur geitungabú á árinu. Ásmundur sagði þetta tiltölulega nýtt landnám í cyjum en þeir bæmst hingað með ákveðnum vindáttum. Brautargengi fyrir konur Sigurjón Haraldsson, forstöðumaður Nýsköpunarstofu, kynnti nýtt verk- efni, Brautargengi og er ætlað konum sem hyggja á atvinnurekstur. Bæjar- ráð ákvað að styrkja verkefnið fjárhagslega en það verður að hluta til fiarnámsverkefni. Heimsfrægð ■ Færeyjum Hljómsveitin Hoffman og Hafdís Víg- lundsdóttir vom fulltrúar Vest- mannaeyja á tónlistarhátíðinni G- festival í vinabæ okkar, Götu í Færeyjum. Tónlistarfólkið var mjög ánægt með ferðina og viðtökur Fær- eyinga. Engin bílaskoðun i tvo mánuði Margir vom óánægðir með að bif- reiðaskoðun Fmmherja í Vestmanna- eyjum skyldi vera lokuð frá júníbyijun og fram yfir þjóðhátíð. Olli þetta vandræðum hjá einhverjum bíl- eigendum. Engin skýring fékkst hjá Frumheija á þessari löngu lokun. Óánægja vegna matarboða Aðilar í ferðaþjónustu kvörtuðu yfir því að aðkomuhópum væri boðið í mat á hjá eldhúsum sjúkrahúss og Hraunbúða og með því höfð viðskipti af veitingastöðum bæjarins. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðisstofnunar, kannaðist ekki við þetta, utan þess sem þátttakendur í Masterclass tónlistarnámskeiði hefðu snætt þar gegn því að leika fyrir sjúklinga. Þá sagðist Magnús Jónas- son, forstöðumaður Hraunbúða ekki kannast við málið og óskaði nánari skýringa. Ágúst Gunnar jónsson skattakóngur Hinn árlegi glaðningur skattstjóra birt- ist að venju um mánaðamótin júlí-ágúst. Að þessu sinni var Gunnar Jónsson, fyrmm skipstjóri og út- gerðarmaður á ísleifi VE, langhæstur með rúmar 42 milljónir í gjöld. Góð þjóðhátíð Áætlað var að milli 7000 og 8000 manns hafi sótt þjóðhátíð að þessu sinni. Hátíðin fór vel fram að flestu leyti en þó komu upp 43 fíkniefnamál sem er nokkru meira en áður hefur gerst. Mjög hert eftirlit var með þeim málum og er skýringanna e.t.v. að leita þar. Hefðbundin atriði voru eftir venju, brenna, flugeldasýning og brekkusöngur þar sem Árni Johnsen mætti á ný til leiks og var ákaft fagnað. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru einkar sáttir með hana ef frá er talin árleg óánægja með löggæslu- kostnað sem lagður er þeim á herðar. Sandra Sif og Ágústa sigruðu Einn af föstum liðum á þjóðhátíð er Söngvakeppni barna og er keppt í tveimur aldurshópum. Að þessu sinni sigruðu Vestmannaeyingar í báðum flokkum. Sandra Sif Einarsdóttir í yngri flokki og Ágústa Halldórsdóttir í eldri flokknum. Slapp ótrúlega vel Hann var fádæma heppinn að sleppa nær ómeiddur, pilturinn sem aðfara- nótt mánudags á þjóðhátfð stakk sér í tjömina af þaki brúarinnar. Hann missti meðvitund við að lenda á steyptum botni tjamarinnar og var Huttur með flugi til Reykjavíkur þar sem í ljós kom að hann var ekki alvarlega slasaður. Oánægja með gistingu Nokkrar stúlkur úr hópi þjóðhátíðar- gesta bám gestgjafa sínum ekki gott vitni. Sögðust þær hafa greitt fullt verð á gistingu fyrir að búa í bílskúr þar sem hrúgað hefði verið inn rúmum og hefði aðstaðan ekki verið boðleg fyrir það fé sem krafist var. Reksturinn i góðu lagi Utrás Skipalyftunnar upp á fastalandið gekk vel, að sögn Stefáns Jónssonar, en á síðasta ári keypti Skipalyftan Vélsmiðju Suðurlands og tók við rekstri smiðjanna á Hvolsvelli og Selfossi. Sagði Stefán að þeir hefðu nýlega fengið stór verkefni hjá Orku- veitu Reykjavíkur vegna gufulagna á Nesjavöllum. Pysjumar byrjaðar að fljúga Lundapysjumar vom fremur snemma á ferðinni í ár og að þessu sinni var mikið pysjuár, pysjubjörgunarfólki til mikillar gleði. Pysjueftirlitið var aftur sett í gang undir eftirliti Náttúmgripa- safns og Rannsóknasetursins og lögð áhersla á að skila inn upplýsingum um þær pysjur sem sleppt var. Hitamet í ágúst á Stórhöfða Nýtt hitamet fyrir ágústmánuð var slegið á Stórhöfða þriðjudaginn 10. ágúst þegar þar mældist 19,4° hiti. Það met var svo slegið tveimur dögum síðar þegar hitinn komst í 20,3°. Hitametið fyrir júlímánuð var sett árið 2003 en þá mældist hitinn 20°. Reyndar mældist enn meiri hiti þann 10. ágúst á hitamælinum í Löngulág, eða 21°. Slíkar hitatölur eru fátíðar í Vestmannaeyjum en bæði sumarið í ár og svo síðasta ár em með þeim betri sem menn muna og þarf að fara aftur til ársins 1939 til að ílnna hliðstæðu. Djúpsprengja í trollið Togarinn Þómnn Sveinsdóttir VE fékk djúpsprengju í trollið úti af Reykjanesi og kom með hana til Eyja. Þar vom mættir menn úr sprengju- deild Landhelgisgæslunnar sem úrskurðuðu að hún væri óvirk og því engin hætta á ferðum. Púðrið var síðan brennt austur á Urðum. Séra Fjölnir kveður Séra Fjölnir Ásbjömsson, sem þjónað hafði sem prestur í Vestmannaeyjum, meðan séra Kristján Bjömsson var í námi í Bandaríkjunum, kvaddi söfnuð sinn í Eyjum. Hann sagðist eiga eftir að sakna margs úr Eyjum. Góð berjaspretta Heitum summm fylgir jafnan góð berjaspretta og því kom ekki sér- staklega á óvart að berjaspretta var með mesta móti í Eyjum. Var algengt að sjá heilu Qölskyldumar á góð- viðrisdögum vestur í hrauni með ílát að tína ber. Demantar í nýja hrauninu? Þýskur jarðfræðingur sem hér var á ferð taldi sig hafa fundið demanta á nýja hrauninu. Hann tjáði Kristínu Jóhannsdóttur ferðamálafulltrúa frá þessari uppgötvun sinni og sagðist ætla með steinana út til rannsóknar. Flestir tóku þessum fréttum með talsverðri varúð. Skemmtilegra á þjóðhátíð Ungur söngvari úr Eyjum, Alexander Jarl Þorsteinsson, fékk boð um að syngja með nokkmm þekktum stórstjömum á tónleikum í Kerinu sem Ámi Johnsen stóð fyrir. Þegar söngvarinn ungi var spurður hvemig verið hefði að syngja með þekktum söngvumm á borð við Ólaf Kjartan og

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.