Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimintudagur 6. janúar 2005 13 Útskriftarnemar Ása Sóley Hannesdóttir lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut en hún hafði áður lokið viðskiptaprófi af viðskiptabraut og stúdentsprófi af hagfræðibraut. Nýstúdentar eru: Af félagsfræðibraut, Daði Júlíusson, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, Jón Magnússon, Kári Kristján Kristjánsson, Margrét Bjamadóttir og Sindri Freyr Ragnarsson. Af náttúmfræðabraut: Guðmundur Jónsson, Guðný Olafsdóttir, Halla Björk HaHgrímsdóttir og Sara Sigurlásdóttir. Vélaverðir: Bjöm Kristmannsson, Sigfús Atli Unnarsson, Sigurður Ari Stefánsson og Sveinn Ágúst Kristinsson. Vélstjóri 2. stig: Gunnar Bergur Runólfsson. ÞAU útskrifuðust líka, Gunnar Bergur, Ása Sóley og Björn. Viðurkenningar Fyrir mjög góðan árangur í íslensku á stúdentsprófi frá Sparisjóði Vestmannaeyja: Jóhanna Lilja Eiríksdóttir. Fyrir góðan árangur í íslensku á stúdentsprófi frá Eddu útgáfu hf: Guðmundur Jónsson. Fyrir dugnað í félagsmálum, frá Drífanda - stéttarfélagi: Halla Hallgrímsdóttir. Fyrir góðan árangur í samfélags- greinum á stúdentsprófi og góðan heildarárangur: Jóhanna Lilja Eiríksdóttir. Fyrir einstaklega góða ástundun og góðan árangur á stúdentsprófi: Guðmundur Jónsson. Fyrir mjög góða skólasókn á haustönn 2004: Daði Magnússon og Egill Jóhannsson. Stelpur geta líka rokkað grimmt -Það sýndi sig á stórskemmtilegum stelpnatónleikum á Conero SALURINN á Conero var þéttsetinn á tónleikunum og fengu listakonurnar frábærar viðtökur. Það sýndi sig á fimmtudagskvöldið á Conero að þegar einhver nennir að gera eitthvað er fólk tilbúið til að mæta. Þarna blésu stelpumar til leiks og gerðu það með slíkum glæsibrag að úr varð ein eftirminnilegasta skemmtun ársins 2004 í Vestmannaeyjum. Stelpumar héldu uppi dagskrá í tæpa tvo klukkutíma og viðbrögðin vom frábær. Frábært framtak hjá stelpunum sem flestar komu á óvart og gaman var að sjá Stellu Hauks á sviði í Vestmanna- eyjum á ný. Hann var þétt setinn bekkurinn á Conero þetta kvöld og var greinilegt að fólk kunni að meta það sem fram var boðið þetta kvöld. Fyrst til að stfga á svið var Elísabet Þorvaldsdóttir, ung söngkona sem vann söngvarakeppni Féló og verður fulltrúi Eyjamanna í undankeppni Samfés á Suðurlandi sem haldin verður í Eyjum í lok mánaðarins. Hún stóð sig ágætlega miðað við að vera fyrst í röðinni. Síðan tók við hver listamaðurinn af öðmm og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði þó greina mætti æfingaleysi hjá sumum. Það sem gladdi nrest var frumsamið efni sem var þmsugott en þar fóm fyrir Hafdís Víglundsdóttir og Rósa Guðmunds- dóttir. Hafdís og Rósa komu fram einar og með öðmm stelpum og stóðu báðar undir væntingum. Systumar Amdís og Jómnn Jónasdætur glöddu eyru með söng sínum enda báðar orðnar ansi sjóaðar í söngnum. Ráðlagður dagskammtur, sem er þær Ester og Andrea, kom skemmtilega á óvart. Báðar syngja þær auk þess sem Ester spilar á gítar og Andrea plokkar bassann. Á sinn kvenlega hátt vom þær rokkaðsta bandið þetta kvöld og talandi sönnun þess að stelpur geta rokkað. Árið 1986 samdi Stella Hauks lagið Von sem svo sannarlega á sæti rneðal Eyjalaganna einu sönnu. Á diski sem vinir Stellu, Andrea Gylfa, strákamir í Súkkat, Tommi í Stuðmönnum og fleiri stóðu að og gáfu Stellu í afmælisgjöf á 50 ára afmælinu er þetta lag að finna í flutningi Andreu og Súkkats. Hafdís hefur heillast af laginu og flutti það m.a. á þjóðhátíðinni síðustu og í Eyjagulli Fjölsýnar um áramótin. Er gaman til þess að vita að nú, tæplega 20 ámm síðar, em ungir listamenn í Vestmannaeyjum að uppgötva þetta frábæra lag sem bæði Andrea og Hafdís flytja af snilld. Það var því mikill fengur að fá sjálfa Stellu á svið þar sem hún flutti ásamt Rósu nokkur af lögum sínum. Leynivopnið þetta kvöld var hljómsveitin Sigyn en hana skipa, Hafdís Vfglundsdóttir söngurog gítar, Sif Agústsdóttir söngur og bassi og Vigdís Omarsdóttir sem lemur húðimar. Stelpumar fluttu þrjú lög eftir Hafdísi og eitt eftir Sif, hvert öðm betra og flutningurinn var með slíkum ágætum að gestir risu úr sætum og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna. I lok steig svo allur hópurinn á svið og söng lagið Lean on me sem var við hæfi því um salinn gekk söfnunarbaukur vegna hamfaranna í Asíu. Var afraksturinn um 16 þúsund krónur. Öllu þessu stjómaði Karó á FM 957 af mikill röggsemi. Það vom þakklátir gestir sem héldu út í nóttina að afloknum tónleikunum og eiga stelpumar sem komu fram, aðstandendur tónleikanna og eigendur Conero heiður skilinn fyrir framtakið. Stella ánægð með framtakið Stella Hauksdóttir var ánægð með tónleikana en hún kom óvænt fram með Rósu Guðmundsdóttur. „Tónleikamir vom vemlega skemmtilegirog vonandi verður framhald á þessu. Það var reglulega gaman að koma fram og það kom svolítið á óvart. Við Rósa höfðum ekki æft neitt saman en þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram með henni. Þetta vom skemmtilegir tón- leikar og nú finnst manni skrítið að þetta hafi ekki verið gert fyrr,“ sagði Stella en hún kemur frarn af og til, við viss tækifæri eins og hún orðar það. „Það var gaman að það skyldi vera fullt hús og áhugi fyrir því að efla tónlistina." Stella býr í Reykjavík en segist alltaf koma heim um jólin. „Stærsti hluti Ijölskyldunnar býr í Eyjum og mér finnst alltaf gott að koma heim og á eflaust eftir að gera það áfram. Ég ólst upp í Eyjum og var þar þau ár sem em mest mótandi." Hún segir að vissulega hafi sam- félagið breyst, sérstaklega atvinnulífið og á ámm áður hafi verið meiri kraftur í öllu. Ég held að það sé hægt að gera mikiu meira en gert er og m.a. held ég að listalífið geti verið fjömgra allan ársins hring. Það þarf skipulag og ekki síst trúna á að hægt sé að gera hlutina," sagði Stella og bað fyrir ástarkveðjur til allra í Eyjum. / a 1. deild kvenna. ÍBV - Volur laugardag kl. 14:00 Spurt er: Markverðast árið 2004? Helga Hallbergsdóttir Síðasta ár er of nýliðið til að ég geti áttað mig á hvað er endilega mark- verðast, frekar minnisstæðast. Hörmungamar af mannavöldum í Irak og náttúruhamfarirnar í Asíu yfirgnæfa allt annað af erlendum atburðum. Af atburðum hér heima eru mér minnisstæð kaup Isfélags- ins á Guðmundi VE og frábær sfidarvertíð nú í haust. Góður ár- angur ÍBV og sérstaklega slelpn- anna bæði í hand- og fótbolta. Uppsetning Þórðar og Leik- félagsins á Tyrkjaráninu í Dala- búinu var mögnuð og Menning- arnóttin var mjög skemmtileg og verður vonandi áfram. Veðrið í ágúst var líka engu líkt og verður seint loppað. Ólafur Lárusson Hvað varðar spurninguna um hvað hafi borið hæst á nýliðnu ári þá em |rað tvímælalaust hamfarirnar sem áttu sér stað í Austur -Astu og það hjálparstarf sem þar er að fara í gang. Slíkar hamfarir eru mönnum illskiljanlegar og eftirköstin eiga eftir að vara lengi. Síðan eru það forsetakosningarnar í USA, þar kom mér vægast sagt margt á óvart. Heiðrún Lára Jóhannsdóttir Það senr stendur upp úr hjá mér er að ég keypti mér íbúð á árinu og fiutti íhana. Þá fannst mér skemmtilegt hvað mágkonu nrinni gekk vel í Idol keppninni. Það sem var leiðinlegt að ég missti hann Engla, afa'minn, 'á árinu. Annars eru hörmungarnar í Asíu efst í huga mínum núna og ég hef mikla samúð með fólkinu sem í þeim lenti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.