Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 Diddú, sagði hann það hafa verið gaman en samt meira gaman að syngja á þjóðhátíð. Skólastarf haflð Skólamir í Vestmannaeyjum hófu starfsemi sína í lok ágúst. I Fram- haldsskólanum höfðu 220 nemendur skráð sig og auk þess 30 til 40 í fjar- námi og öldungadeild. I Hamarsskóla voru 320 nemendur og Bamaskól- anum 420 nemendur. Að sögn skólastjórnenda vom engin vand- kvæði á að ráða kennara að skólunum. Masterdass námskeið Svonefndur Masterclass var haldinn hér í ágúst, í fjórða sinn. Fimmtán nemendur tóku þátt í þessu námi, bæði íslenskir og erlendir, þar af einn frá Vestmannaeyjum, Hlín Olafsdóttir flautuleikari. Kennarar vom Nína Margrét Grímsdóttir, Ashildur Haraldsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Hópurinn hélt nokkra tónleika, m.a. í Klettshelli og vom stjómendur mjög ánægðir með dvölina hér. Menningamótt í Reykjavík Vestmannaeyingum var boðið að taka þátt í Menningamótt í Reykjavík að þessu sinni og var mikið lagt í dagskrána. Hún hófst með skrúð- göngu frá Hljómskálagarði að Ráð- húsi þar sem Lúðrasveit Vestmanna- eyja var í fararbroddi. I Ráðhúsinu var svo sýning þar sem var fullt út úr dymm allan tímann. Þar gæddi Grímur Gíslason fólki á sérréttum Eyja, Leikfélagið sýndi Tyrkjaránið, Hafsteinn Guðfinnsson og Gísli Helgason tóku lög Oddgeirs og Ása, Messuhópurinn kom fram, Hippa- bandið, fris, Unnur, Þórarinn og Sigmundur, Obbosí, Hoffman og Thorshamrar, Dans á rósum og Ámi Johnsen. Þá var stór lundamynd sett upp í Tjamarhólmanum, heilt eldfjall var á sýningunni í Ráðhúsinu og lifandi lundapysjur. Þessi þátttaka í Menningamótt þótti Vestmanna- eyingum mjög til sóma. September Framhaldsskóllnn 25 ára Nemendur og starfsfólk Framhalds- skólans héldu upp á það þann 10. september að þá fagnaði skólinn 25 ára afmæli. M.a. fóm nemendur og kennarar í gönguferð um bæinn og snæddu saman hádegisverð í Höllinni. Idol í Eyjum Stjómendur hins vinsæla sjónvarps- þáttar, Idol, vom á ferðinni í Eyjum til að velja þátttakendur í aðalkeppnina. Um 30 manns reyndu fyrir sér og vom sjö valdir til áframhaldandi þátttöku. Helmaey 20 ára Kertaverksmiðjan Heimaey varð 20 ára þann 6. september og var þess minnst með kaffiboði á afmælis- daginn. Alls vinna 22 starfsmenn hjá Heimaey, fyrir utan stjómendur og leiðbeinendur. Undadeg árátta Nokkmm sinnum á árinu kom upp sú undarlega staða að einhverjir höfðu klippt á sauðfjárgirðingar og hleypt fé út. I september var enn klippt á girðingu við Hrafnakletta og var sauðfé á rölti á Dalavegi. Ekki komst lögregla að því hveijir stunduðu þessa fáránlegu tómstundaiðju. Viðurkenningar fyrir snyrtimennsku Umhverfis- og skipulagsráð bæjarins og Rotaryklúbbur Vestmannaeyja veittu í september viðurkenningar til þeirra húseigenda sem þóttu skara fram úr í snyrtimennsku. Snyrti- legasta eignin var að mati dómnefndar Brekastígur 12, þar sem Sigmund Jóhannsson býr með fjölskyIdu sinni, fallegasti garðurinn að Hrauntúni 16 þar sem Amar Ingólfsson býr með sinni fjölskyldu og snyrtilegasta fyrirtækið var Bergur Huginn ehf. Beðið um að slökkva Ijós í bænum Endmm og sinnum koma fram í dags- ljósið hinar undarlegustu hugmyndir. Ein slík kom frá Arizona í Banda- ríkjunum frá manni sem lesið hafði um lundapysjur í Eyjum og stakk nú upp á því að slökkt yrði á Ijósum í bænum yfir pysjutímann þannig að pysjumar villtust síður. Gott framtak hjá Marinó Sunnudaginn 12. september afhenti Marinó Sigursteinsson í Miðstöðinni bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum formlega upplýsingaskilti á Skans- inum og drykkjarbmnn á sama stað. Á skiltinu er rakin saga vatnsbúskapar í Eyjum frá upphafi og drykkjar- bmnnurinn er gerður úr stein- hnullungi. Miðstöðin kostaði gerð og uppsetningu á þessu og sagði Marinó að sér væri málið skylt þar sem hann lifði á því að þjónusta Eyjamenn í sambandi við vatn. Logar 40 ára Hljómsveitin Logar hélt upp á 40 ára afmæli sveitarinnar með miklum tónleikum í Höllinni. Eitthvað um 800 manns sótti þá tónleika, að stómm hluta fólk úr átta árgangamótum sem haldin vom í Eyjum um sömu helgi. Flaggað fyrir Halldóri Þann 15. september var skipt um for- sætisráðherra og Halldór Ásgrímsson tók við af Davíð Oddssyni. Sigurður Friðbjömsson, verksmiðjustjóri í Vinnslustöðinni, sá ástæðu til að flagga fyrir þessum atburði og sagði það skoðun sína að Halldór ætti eftir að standa sig með prýði í nýja starfinu. Flelri ferðum lofað Nýtt félag, Landsflug, keypti innan- landsflugrekstur íslandsflugs og til- kynnti að það hygðist auka sætaframboð til Eyja næsta sumar um 50 til 60%. Þóttu þetta góðar fréttir. Upphlaup í bæjarstjóm Fundur í bæjarstjóm vakti landsathygli þegar upp kom sú staða að meirihlutinn átti á hættu að missa meirihluta sinn þar sem Andrés Sigmundsson var veðurtepptur uppi á landi. Varamaðurinn, G. Ásta Hall- dórsdóttir, studdi ekki meirihluta bæjarstjómar þannig að hún var ekki boðuð í hans stað. Fundurinn átti að hefjast kl. 18 a fimmtudag en var frestað þegar sýnt þótti að Andrés myndi ekki komast. Forseti bæjar- ÞETTA er í Guðs hendi, gæti Simmi verið að hugsa stjómar tilkynnti um frestunina og að fundurinn yrði haldinn kl. 23.15 um kvöldið eftir komu Herjólfs. Þessu neituðu minnihlutamenn að una og mættu ekki til þess fundar. Lýstu því yfir að þeir myndu fara fram á að félagsmálaráðuneytið úrskurðaði um réttmæti jtess fundar. Leitað að hæsta trénu Það hefði einhvem tíma þótt fféttnæmt að verið væri að leita að hæsta tré í Eyjum en þykir ekki lengur. Mikill vöxtur hefur verið í trjágróðri hin síðari ár og mörg tré orðin há og falleg í görðum Eyjamanna. Talið var að hæsta tréð væri sitkagreni að Hilmisgötu 5, við hús þeirra Grétars Jónatanssonar og Áslaugar Bjam- héðinsdóttur en það er 8.55 m á hæð. Kennaraverkfall Verkfall kennara hafði sín áhrif í Vestmannaeyjum eins og annars staðar á landinu og náði til um 700 nemenda og 80 kennara. Endurbygging austurbæjar Þær Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöf- undur og Bergþóra Þórhallsdóttir hjá Visku kynntu athyglisvert verkefni; endurbyggingu austurbæjarins. Reyndar var ekki ætlunin að endur- byggja hann í sinni upphaflegu og raunvemlegu mynd heldur vinna að þvíað gera líkan af honum. Upphafið var að safna saman sem gleggstum upplýsingum um þau hús sem urðu eldi og eimyrju að bráð í hamförunum 1973. Ólafur helgi reyndist vel Þann tíma sem Herjólfur var frá vegna slippferðar í Danmörku var fengin ferja frá Eistlandi, St. Ola sem útleggst á íslensku Olafur helgi. Þeir sem ferðuðust með Olafi helga sögðu hann á engan hátt lakari kost en Herjólf, jafnvel væri hann betra sjóskip ef eitthvað væri. Samið við Fasteign Fyrr á árinu vom kynntar hugmyndir meirihluta bæjarstjómar um sölu á flestum fasteignum bæjarins til fé- lagsins Fasteignar hf. Minnihlutinn lýsti sig eindregið andvígan því en meirihlutinn réð því að samningur var gerður um sölu fasteignanna. Töldu meirihlutamenn bæinn hagnast um rúman milljarð á þeirri sölu. Nýir stjórar hjá Hitaveitu Suðumesja Friðrik Friðriksson, veitustjóri, hvarf frá störfum í Vestmannaeyjum fyrr á árinu og vom tveir skipaðir eftirmenn hans. Siguijón Ingólfsson var skipað- ur veitustjóri og ívar Atlason for- stöðumaður hitaveitu- og vatnsveitu- mála. Vika símenntunar í Eyjum Bergþóra í Visku var nokkuð sátt við útkomuna úr Viku símenntunar sem haldin var í Eyjum í september. Þó sagði hún að nokkrir liðir hefðu ekki fengið nægileg viðbrögð. Vatnslaust Vestmannaeyingar vom hressilega minntir á það að þeir búa á eyju og em háðir ýmsum aðdráttum frá megin- landinu þegar báðar vatnsleiðslumar fóm í sundur eftir að grafskip sem vinnur að dýpkun hafnarinnar fór of nærri þeim. I miðlunartanki vom um 5000 tonn af vatni og vom bæjarbúar beðnir að spara vatnið eftir megni, auk þess sem sundlaug og íþróttahúsi var lokað og sömuleiðis lokað fyrir vatn til hafnarinnar. Köfumm tókst svo að koma annarri leiðslunni saman áður en ófremdarástand skapaðist. Klettur 30 ára I september vom 30 ár síðan þau Magnús Sveinsson og Sjöfn Sigur- bjömsdóttir hófu rekstur á Kletti við Strandveg. Þau sögðu að þetta væri bæði lifandi og skemmtilegt starf. Október Skipulagsbreytingar Tilkynnt var að ákveðnar skipulags- breytingar stæðu fyrir dymm hjá bænum. Áhaldahús bæjarins verður hér eftir þjónustumiðstöð og mun umhverfis- og ffamkvæmdasvið flytja starfsemi sína þangað fyrir 1. febrúar. Framkvæmdastjóri sviðsins verður yfirmaður þjónustumiðstöðvarinnar og einn yfirverkstjóri en starfseminni skipt í tvær deildir, þjónustudeild og umhverfisdeild. Þá verður garðyrkju- deild lögð niður og starfsemi hennar færð undir umhverfisdeild. Starfs- menn vildu lítið tjá sig um þessar breytingar að öðm leyti en því að Kristján garðyrkjustjóri varekki sáttur við þær. Númeraplötum stolið Ákveðnar tískubylgjur virðast ganga yfir í skreytilist og koma niður á sak- lausu fólki í mörgum tilvikum. Fyrir einu eða tveimur ámm var í tísku að skreyta híbýli með umferðarmerkjum sem vildu þá hverfa. Nú virtist tískan sú að skreyta með númeraplötum af bílum sem var stolið í stómm stíl. Til að mynda var númeraplötum stolið af átta bifreiðum eina helgina og vissi lögregla engin deili á þjófunum. Storbruni Mikið tjón varð af völdum bmna að Túngötu 11 þegar kviknaði í út frá lögnum frá kamínu. Kennarahjónin Elliði Vignisson og Bertha Johansen sem búa í húsinu töldu mildi að ekki skyldi hafa farið verr en sögðu ljóst að langur tími myndi líða þar til þau gætu flutt inn á ný. Sýning á verkum júlíönu Opnuð var í Safnahúsinu sýning á verkum myndlistarkonunnar Júlíönu Sveinsdóttur sem var frá Vestmanna- eyjum. Vom fengin verk frá Listasafni Islands og Dagný Heiðdal, listfræðingur flutti erindi um Júlíönu og list hennar við opnunina. Fjölmenni á verslunarmannaballi Félag verslunarmanna og Félag kaup- sýslumanna héldu sameiginlegt versl- unarmannaball og var það fjölmennt teiti. Félag kaupsýslumanna fagnaði einnig um leið 60 ára afmæli félagsins. Talsvert tjón í fárvlðrí Norðan fárviðri gekk yfir Vest- mannaeyjar mánudaginn 18. október. Þak sviptist af ímex-húsinu við Strandveg og dreifðist brakið um Strandveginn og nágrenni. Einn bíll a.m.k. eyðilagðist við það. Þá fauk hluti af Tangahúsunum þar sem m.a. er veitingahúsið Kaffi Kró en alls var tilkynnt um tjón á 27 stöðum þennan dag. Beint á lúðurínn frá dómsmálaráðherra Samkvæmt ákvörðun dómsmálaráð- herra var fækkað um eitt stöðugildi á Loftskeytastöðinni í Eyjum og sólar- hringsvaktir heyrðu þar með sögunni til. Bergur Elías bæjarstjóri var heldur óhress og sagði þetta útspil ráðherra jafnast á við að fá einn beint á lúðurinn. Fyrst hefði verið tekin á- kvörðun um að Vaktstöð siglinga yrði í Reykjavík og síðan kæmi þetta í kjölfarið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.