Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 11 Ragnar slökkviliðsstjóri: Oryggistæki fyrir reykkafara í haust höfum við í slökkviliðinu verið að æfa okkur með notkun á tækjum sem vakta reykkafara við þeirra störf. Búnaðurinn er þannig uppbyggður að reykkafarinn er með vaktbúnað á sér þannig að ef eitthvað kemur upp á lætur tækið vita . Einnig er vakttafla fyrir utan köfunarstaðinn sem slökkviliðsmaður gætir og skráir bæði loftmagn og tíma. Kaupin á þessum búnaði voru alfarið styrkt af Kíwanisklúbbnum Helgafelli hér í Eyjum og þökkum við í slökkviliðinu fyrir veittan stuðning í gegnum árin. Ragnar Þór Baldvinsson slökh’iliðsstjórí. Desemberpistill Landakirkju: Vil sjá stundir gleði og vaxtar Helg jólahátíð stendur nú yfir og er hún, þetta árið, í styttra lagi fyrir hinn vinnandi mann. Snjórinn lýsir aðeins upp fyrir okkur hina stuttu daga og setur svip á hátíðimar, þó færðin sé slæm bæði fyrir sjálfrennireiðar og lúna fætur. Framundan eru áramótin. A ára- mótum lítum við gjaman um öxl og setjum stefnuna inn í nýja árið. Mannanna tímar em ávallt bland gleði og sorgar og fáum við hér í mann- heimi tækifæri til að upplifa þær tilfinningar sem litróf lífsins býður okkur upp á. En nú á helgum jólum, með ára- mótin handan homsins, biðjum við að stundir gleði og vaxtar verði reynsla sem flestra hér í Eyjum á komandi ári. Með þakkiæti fyrir árið sem er að líða. Skráningar í Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar í nóvember voru eftirfarandi: Skímir voru þrjár í nóvember: Andrés Marel, sonur Sigríðar Lám Andrésdóttur og Sigurðar Smára Benónýssonar, var skírður í heimahúsi þann 14. nóvember. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 30. október 2004. Sigurður, sonur Þórdísar Sigurðar- dóttur og Hjalta Jóhannessonar, var skírður í Landakirkju þann 14. nóv- ember. Hann er fæddur í Reykjavík 16. október 2004. Ragnheiður Rós, dóttir Auðar Ás- geirsdóttur og Gunnars Ingólfs Gíslasonar, var sktrð í heimahúsi þann 19. nóvember. Hún er fædd t' Vest- mannaeyjum 31. ágúst 2004. Hjónavígsla var ein. Berglind Daníelsdóttir og Óskar Bjarni Birgisson gengu í heilagt hjónaband í Landakirkju þann 13. nóvember síðastliðinn. Hjónin em til heimilis að Foldahrauni 42e hér í Vestmannaeyjum. Andlát, skráð í Prestsþjónustubók Ofanleitissóknar, var eitt. Ása Bergmundsdóttir, lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja fyrsta sunnudag í aðventu, þann 28. des- ember. Utförin fór fram 4. desember frá Landakirkju. Ása var fædd í Vestmannaeyjum 2. maf 1926. Gleðilega jólahátíð ogfarsœlt komandi ár. I Guðs friði, Sr. Þorvaldur Víðisson Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ákveðið að beita Höllina þvingunaraðgerðum vegna hávaðamengunar - Mega aðeins hafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti: Ekki fengið starfsfrið frá fýrsta degi -segir Sigmar Georgsson auk þess sem þeir hafi fengið kærur á sig við ólíklegustu tækifæri SIGMAR: þegar mikið er af fólki inni í HöIIinni og engin tónlist í gangi hafi hljóðmælir mælt upp í 90 desibel. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur ákveðið að beita Höllina þving- unaraðgerðum vegna hávaðameng- unar. Felast þær í því að takmarka opnunartíma Hallarinnar til klukkan eitt eftir miðnætti. I bréfi Heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að fyrirtækinu var veittur frestur til 17. janúar til að koma með athuga- semdir við aðgerðir nefndarinnar. Sigmar Georgsson annar stærsti eigandi Karatóar, sem á og rekur Höllina, sendi bréf til nefndarinnar en Heilbrigðiseftirlitið fól framkvæmda- stjóra að vinna áfram að frekari þving- unaraðgerðum í kjölfarið. Hægt er að kæra til sérstakrar úrskurðarnefndar og skal hún borin fram við nefndina innan þriggja mánaða frá því að ákvörðunin er tekin. Sigmar sagði í samtali við Fréttir að þama væri valdbeiting hins opinbera á fyrirtæki sem er í rekstri. „Við höfum ekki fengið starfsfrið frá fyrsta degi,“ sagði Sigmar og bætti því við að þeir hafi fengið kærur á sig við ólíklegustu tækifæri. „Það virðist vera sama hvort það er Sálin hans Jóns míns eða Lalli með hljómborðið sitt sem eru að skemmta. Ég er með hnausþykka möppu af kærum vegna hljóðmengunar og við höfum reynt að koma á móts við óskir Heilbrigðisnefndar." Nefndin gengur allt of harkalega að Hallarmönnum að mati Sigmars og hann sagði öruggt að úrskurðurinn yrði kærður. „Við erum með starfs- mannafund í kvöld þar sem búast má við að tugir starfsmanna mæti sem hafa atvinnu af starfseminni hér, hvort sem það er full atvinna eða aukavinna. Við erum bókaðir fram á haust og það lítur út fyrir bullandi tekjutap fyrir okkur og satt best að segja viljum við ekki hugsa það til enda ef úrskurð- urinn stendur." Sigmar sagði að önnur starfsemi í húsinu, það er matvælaframleiðslan, gengi vel og 75% aukning á síðasta ári. „Við þurfum að reka þetta stóra hús áfram og matvælaframleiðslan ein og sér dugir ekki til þess. Heil- brigðisnefnd Suðurlands segist vera að framfylgja athugasemdum og fyrri mælingum. Hljóðdemparinn bilaði í haust og komu þá kvartanir og síðasta hljóðmæling var framkvæmd þegar Sálarballið var í lok nóvember. Heil- brigðisnefnd var óánægð með þá útkomu og vildi stilla hljóðvakann enn neðar. Stóru hljómsveitimar kvarta sáran undan hljóðvakanum enda bjagast hljóðið gífurlega þegar þær vilja keyra á fullu.“ Sigmar segir að nú þegar hafi þeir lagt fjórar til fimm milljónir króna í frekari einangrun en ekkert virðist duga til að ná sáttum við nágrannana. Það var sett postulínsmálning innan á mænisglugga, austurveggur tvöfald- aður með aukaeinangrun og stórt herbergi gert í norðausturhomi til að skerma af fjóra glugga, „Það er alltaf mælt þegar stórhljómsveitir koma og ég hef nú verið viðstaddur þessar mælingar og ef ég segi alveg eins og er þá er ekkert að marka þær. Það em alltaf umhverfishljóð sem skemma fyrir mælingum, rok, rigning, fuglar og bílar. Til að mynda sló mælirinn upp í 80 desibel þegar vömbíll keyrði fram hjá kirkjunni, en leyfilegur hávaði er 42 desibel þannig að þú getur ímyndað þér hvemig þessar mælingar eru. Ég hef spurt hvað sé gert vegna umhverfishljóða og eina svarið sem ég fæ er að það sé tekið tillit til þeirra." Sigmar bætti við að þegar mikið er af fólki inn í Höllinni og engin tónlist í gangi hafi hljóðmælir mælt upp í 90 desibel og vill hann meina að mörkin séu allt of lág. „Við höfum verið beðnir um að setja deyfi á hljóðkerfi hússins til að halda hljóðstyrknum í 90 desibelum og það segir sig sjálft að þá myndi fólkið yfirgnæfa hljóm- sveitina." Að lokum sagði Sigmar að með þessum aðgerðum væri verið að koma í veg fyrir að stóru hljómsveitimar komi til Eyja enda ekkert húsnæði sem gæti tekið á móti þeim. Landa- KIRKJA Sunnudagur 9. janúar Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju. Gíslína Jónatans- dóttir leikur á píanó og Gísli Stefánsson á gítar. Bamafræðarar Landakirkju leiða stundina ásamt sr. Kristjáni Bjömssyni. Mætum öll til kirkju, stórir og smáir. Mánudagur 10. janúar Kl. 16:00 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Hulda Líney Magnús- dóttir og sr. Kristján Bjömsson. Þriðjudagur 11. janúar Kl. 13:15 Fermingarfræðsla Bama- skólakrakka 8. ÁG í skólanum. Kl. 14:00 Fermingarfræðsla Bama- skólakrakka 8. BB í skólanum. Þriðjudagur 11. janúar: Kl. 17.00. Æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hóp. Skráning nýrra kórfélaga. Guðrún Helga og Joanna. Kl. 18.00. Æfing hjá Stúlknakór Landakirkju. Skráning nýrra kór- félaga. Guðrún Helga og Joanna. Miðvikudagur 12. janúar Kl. 12:35 Fermingarfræðsla Ham- arsskólakrakka 8. RB í skólanum. Kl. 13:05 Fermingarfræðsla Ham- arsskólakrakka 8. ÓL í skólanum. Kl. 20:00 Ten-Sing í KFUM&K heimilinu. Horft verður á söng- leikinn sem sýndur var í desember! Mætum öll. Hulda Líney Magnús- dóttir, sr. Þorvaldur Víðisson og Hjördís Kristinsdóttir Annað bama og unglingastarf hefst eftir 16. janúar og verður nánar auglýst síðar. Viðtalstímar presta kirkjunnar em þriðjudaga til föstudaga kl. 11-12, og á öðmm tímum eftir sam- komulagi. IIVÍTASLNNI- KIRKJAN Fimmtudagur KJ. 20:30 Biblíufræðsla. Föstudagur KL. 20:30 Unglingakvöld. Laugardagur KL. 20:30 Lofgjörðar- og bæna- stund með brauðsbrotningu. Sunnudagur KL. 15:00 Fjölskyldusamkoma. Ungir og eldri taka þátt í sam- komunni með söng, fyrirbænum og lifandi Guðsorði. Kaffi og gott spjall eftir samkomu. „En engillinn sagði við þá„...ég boða yður mikinn fögnuð." Lúk.2:10. Allir em hjartanlega velkomnir. Bœnastundir hvem virkan dag milli sjö og átta. AðventkLrkjan Laugardagur 8. janúar Kl. 10.30 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.