Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 Skólaslit Framhaldsskólans á haustönn 2004 TÓLF nýstúdentar útskrífuðust frá Framhaldsskólanum á haustönn og hér eru þeir ásamt Ólafi skólameistara. S Olafur H. Sigurjónsson skólameistari: Menntun á að opna augu okkar fyrir nýjum möguleikum og nýrri sýn á lífið -Þið eigið að taka fullan þátt í lífinu og hafa tiltæk öll fáanleg tæki til að opna ykkur leið að þeim tækifærum sem í boði eru Færri nemendur Framhaldsskólanum var slitið skömmu fyrir jól og út- skrifuðust alls 18 nemendur fró skólanum að þessu sinni, fjórir vélaverðir, einn af öðru stigi vélstjóra, tólf nýstúdentar og einn stúdent sem óður hafði útskrifast af hagfræðibraut útskrifaðist nú af nóttúrufræðibraut. Meðal þess sem hæst bar í starfi Framhaldsskólans ó nýliðinni haustönn var 25 óra afmæli skólans sem haldið var þann 10. sept- ember. Þetta kom fram hjó Baldvini Kristjónssyni, að- stoðarskólameistara, þegar hann gerði upp önnina. Baldvin sagði að heldur færri nemendur hefðu verið við skólann í haust en undangengnar haustannir eða 230 nemendur ó móti t.d. 270 síðasta haust. „Þetta er okkur eðlilega óhyggju- og kvíðaefni, en kemur e.t.v. ekkert verulega ó óvart þegar horft er til þróunar íbúafjölda undan- gengin ór," sagði Baldvin. „Frekari talnasamanburður segir að skipting nemenda ó nómsbrautir sé nónast hin sama og var í fyrra. Þar telurfélagsfræðibrautin enn flesta nemendur eða 32%, en síðan koma almenn nómsbraut og nóttúru- fræðabraut með sín 24% hvor. Og blessunarlega heldur vélstjórnarbrautin sínum 9%, sem er örlítil aukning fró í fyrra." „I heildina gekk skólastarfíð vel, frá- tafir voru litlar og vinnufriður góður. Hins vegar þykir mér heldur hafa dregið úr metnaði nemenda og áhuga á náminu. Þetta hefur ekki verið mælt, en er mín tilfinning eftir samtöl við bæði nemendur og kennara. Fáir sýna starfi Nemendafélagsins áhuga og við höfum öll þurft að hafa meira fyrir þvf að halda nemendum við efnið á þessu hausti en oft áður. Þetta má líka sjá í þeirri staðreynd að því miður heltust nokkrir nemendur úr lestinni þegar leið á önnina, þá skorti úthald eða áhuga,“ sagði Ólafur H. Siguijónsson, skólameistari Framhaldsskólans, í skólaslitaræðu sinni. Sem dæmi um þetta þá sagði hann að dagskólanemar í byrjun annar hafi verið 222 en það voru ekki nema 204 sem tóku próf. „Það er einhvem veginn þannig að maður er ósjálfrátt farinn að skamma þá sem ekki standa sig, skammast út í þá sem mæta vegna þeirra sem ekki mæta. Eg ætla ekki að gera það í dag, ég vil í staðinn hrósa þeim mörgu sem hafa staðið sig vel og sumir mjög vel. Eg veit að þau munu verða góðir fulltrúar fyrir skólann sinn og okkur til sóma. Það er líka þannig að þó að stór hluti af orku kennara og stjórnenda fari í að eltast við þá sem ekki standa sig, þá eru það þeir sem skila góðri vinnu og taka þátt í náminu af áhuga, sem lifa í minningunni og fá bestu meðmælin. Við notum gjaman tölur um skóla- sókn og námsárangur sem mælikvarða á hvemig starfið hefur gengið. Á þessari önn fá 77 nemendur einingu fyrir skólasókn, það eru tæp 38% nemenda, en vom 40% á haustönn í fyrra. Meðalskólasókn nú var 94%, en þá er búið að taka tillit til leyfðra fjarvista, veikinda og leyfa. Það þýðir að óheimilar fjarvistir eru 6%, sem mér finnst of mikið. Einingafjöldi sem nemendur skila er mælikvarði sem lagður er á skólann af yfírvöldum, til dæmis þegar okkur er skammtað rekstrarfé, þannig að það skiptir okkur miklu að geta haldið nemendum við efnið. Einingum sem nemendur lögðu upp með í haust hafði fækkað um 10% þegar kom að prófum og stóðust þeir ekki próf í 18,7% prófaðra eininga. Meðaleinkunn allra prófa var tæpir 6, sem mætti hækka, án þess þó að vera slæm í sjálfu sér, því falleinkunnir draga meðaltalið niður. Nóg um það, ég vona bara að þeir sem stóðu sig vel fínni hjá sér gleðina yfir vel unnu verki, hún er sterkasti hvat- inn til að halda áfram á sömu braut. Til þess að ná góðum árangri í starfi stofnunar eins og framhaldsskóla þarf mikla og góða samvinnu allra sem að starfmu koma. I skipulagi skólans er viss þrískipting, það er menntunar- hlutinn þar sem samvinna nemenda og kennara er þungamiðjan, það er stjóm- unarhlutinn þar sem samvinna stjóm- enda, kennara og annars starfsfólks er sett á oddinn og síðan er það stuðn- ingshlutinn þar sem starf skrifstofu, fjármála, bókasafns, húsvörslu og ræstingafólks er í aðalhlutverki. Hulduherínn Að þessu sinni er það síðasttaldi þátturinn, starf ræstingafólksins sem mig langar aðeins að staldra við. Við höfum átt því láni að fagna að hafa einstaklega trausta og samhenta starfs- menn í þessu starfi í langan tíma. Á vissan hátt væri rétt að tala hér um „hulduherinn" því þetta góða fólk mætir til starfa þegar nemendur og kennarar fara heim og líka vegna þess að störfin eru unnin í kyrrþey, ekki reyndar í algerri þögn, en það er ekki verið að hafa hátt um mikilvægi starfsins. Nemendur og starfsfólk tekur því sem sjálfsögðum hlut að koma hér að öllu hreinu og fínu á hverjum morgni, án þess að leiða sérstaklega hugann að þeirri vinnu er að baki liggur. Mér til mikillar ánægju get ég líka sagt ykkur frá því að nær allir gestir sem koma til okkar í þetta hús, nefna það alveg sérstaklega hversu hreint og vel útlítandi það er, miðað við skóla- húsnæði yfírleitt. Hulduherinn samanstendur í dag af Páli húsverði og fimm harðduglegum stúlkum, sem allar eru búnar að starfa hér lengur en elstu menn kæra sig um að muna. Til þess að undirstrika það hversu vel við kunnum að meta þeirra góða starf og þá alúð sem þær hafa lagt í starf sitt í langan tíma og um leið, til að kveðja eina úr hópnum, sem nú lætur af störfúm," sagði Olafur og átti þar við Eygló Óskarsdóttur en hinar em Ema Tómasdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir, Marta Sigurjónsdóttir og Guðrún Ingibergsdóttir. Fékk Eygló gjöf fyrir vel unnin störf við skólann. Að vakna Eg vann eitt sinn með manni sem alltaf var svo önugur og leiður á morgnanna. Þegar við vinnufélagamir fómm að inna hann eftir skýringum, kom í ljós að honum leiddist svo að vakna. Ekki vegna þess að hann væri syfjaður, nei, ástæðan var sú að hann dreymdi alltaf svo fallega og skemmti- lega drauma. Að mennta sig er eins og að vakna, ekki þó í þeim skilningi að menntun sé leiðinleg, heldur þannig að hún opnar augu okkar fyrir nýjum möguleikum, fyrir nýrri sýn á lífið. Það gengur hvort sem er ekki að sofa til eilífðar og úr því að maður þarf að vakna er eins gott að gera það almennilega. Þið eigið að taka fullan þátt í lífinu og hafa tiltæk öll fáanleg tæki til að opna ykkur leið að þeim tækifærum sem í boði em. Nemendur em sífellt að spyrja: Til hvers þarf ég að læra þetta. Eg ætla að verða tannlæknir og hvar hef ég þá not fyrir alla þessa algebm? Eða, ég ætla að verða íslenskukennari og af hverju þarf ég þá að læra efnafræði. Þetta eru ósköp skiljanlegar spum- ingar hjá ungu óþolinmóðu fólki sem markað hefur sér stefnu til framtíðar, sem þeim finnst nokkuð skýr. En einmitt slíkar spumingar em til marks um að þama er meiri menntunar þörf. Réttara væri að spyrja bara: Til hvers er menntunin? Rétt er að taka fram að í dag er ég að tala um þá menntun sem hægt er að fá í skóla, ekki þá menntun sem fæst í gegnum hina margbrotnu reynslu sem við upplifum í starfi og leik, en sú menntun er vissulega mikil. Markmið okkar sem í skólanum störfum er að gefa ykkur, nemendur tækifæri til að öðlast menntun, sem í fyrsta lagi er lykill að frekara námi eða ákveðnu starfi, í öðm lagi nothæft tæki til að hjálpa ykkur í lífsbaráttunni og hjálpa ykkur að þekkja tækifærin ykkar þegar þau birtast. I þriðja lagi vonumst við til að mennta ykkur og þroska á þann hátt að menntun ykkar verði vegvísir í samskiptum við aðra, hún auki ykkur skilning og umburðarlyndi. Menntunin verði ykkur leiðarljós, ekki bara þannig að þið hafið ljósið, heldur líka að þið vitið til hvers það skal notað. Eða eins og skáldið Páll Ólafsson orðaði það: Læt ég fyrir ljósan dag ljós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinú í lag, heldur til að horfa' á konu mína,“ sagði Ólafur um leið og hann sleit skólanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.