Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.01.2005, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 6. janúar 2005 15 ljóst er að einhver pressa mun verða sett fram í þeim efnum fyrir mitt ár. Afram mun umræðan malla og mér sýnist að farið verði í einhverjar rannsóknir í þeim efnum. Eitthvað óvænt á eftir að koma fram í sambandi við göngin og tekist mun verða á um kostnaðartölur varðandi gangagerðina. Ég sé þó ekki fyrir mér neina ákvarðanatöku varðandi göngin á næsta ári. Heijólfur og rekstur hans verður í sviðs- ljósinu að vanda og miklar umræður um hann í fjölmiðlum. Enn á ný mun verða tekin upp umræða um samning Vegagerðar og Samskipa og eitthvað munu þau mál komast í sviðsljós fjölmiðla. Talsverð ólga verður í kringum útboð á rekstri Heijólfs sem fram fer á þessu ári og sé ég fyrir mér að þar verði fýrst tekist á um ferðaijölda og síðan um rekstraraðila. Ég get ekki betur séð en að einhver hópur heimamanna í Eyjum muni koma til með að bjóða í rekstur- inn og jafnvel verða mjög nærri því að hljóta hnossið. Flugmál verða í umræðunni og einhvem veginn finnst mér sem þær breytingar sem orðnar em á rekstri Islandsflugs komi Eyja- mönnum ekki til góða þegar fram í sækir. Enn háværari krafa mun koma fram um bættar flugsamgöngur en því miður sé ég ekki miklar breytingar á því sviði að undanskildu því að einhver ljósglæta virðist vera í þeim efnum yfir sumartímann. Umdeildar ákvaröanir meirihlutans - Þung gagnrýni á þingmenn Það munu ekki verða mikil átök í bæjarmálunum, a.m.k. ekki fyrri hluta ársins. Mér sýnist bæjarfulltrúar saddir á átökum og vandræðagangi undanfarinna ára í þeim efnum. Minnihlutamaðurinn mun þó áfram reyna að sprikla eitthvað en mér sýnist að það dragi af honum þegar líður á. Bæjarstjóm mun þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á árinu sem tengjast munu íjár- málum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og ekki þykir mér ólíklegt að til einhvers niður- skurðarogjafnvel uppsagna muni koma. Það mun reyna talsvert á samstarf meirihlutans en hann mun halda. Skiptast munu á skin og skúrir hvað varðar ánægju fólks með meirihlutann, sérstaklega þar sem hann mun þurfa að taka erfiðar ákvarðanir í sumum málum en Eyjamenn munu í heildina verða þokkalega sáttir með störf hans. Þó samstarf meirihlutans verði með ágætum lengst af þá finnst mér þó glitta í einhvem titring þegar líður á árið og einhverjir munu fara að reyna að viðra sig þar sem styttast fer í næstu kosningar. I kúlu minni koma þingmenn kjördæmisins í heild fram eins og vafðir inn í værðarvoð þar sem þeir svífa um einangraðir og sælir en sælan mun ekki vera sú sama hjá kjósendum þeirra og á það við um nánast alla flokka. Þeir munu liggja undir gagnrýni frá Eyjum fyrir sinnuleysi í málefnum Vestmannaeyja. Þessi gagnrýni mun koma fram strax í upphafi árs og viðhaldast út árið. „Eyjamennimir" Guðjón og Lúðvik munu ekki fara varhluta af þessari umræðu og munu fá þunga gagnrýni frá Eyjum. Hæst mun fara gagnrýni sjálfstæðismanna sem munu verða mjög óánægðir með sína menn á þingi og munu saka þá um aðgerðarleysi og sofandahátt. Samfylkingarfólk mun ekki hafa hátt um sína menn en undir niðri mun krauma óánægja. Framsóknarþingmenn munu eitthvað reyna að sprikla til að sýna sig en árangur mun ekki verða mikill og Frjálslyndi þingmaðurinn mun halda áfram að koma sér í sviðsljós fjölmiðla með stóryrðum og yfirlýsingum án nokkurs ávinnings fyrir Vestmannaeyjar. Fyrrverandi þingmaður mun verða mjög áberandi á árinu og leitast við að sýna sig í vinnu og umfjöllun um málefni kjördæmisins þannig að engum mun leynast hvaða stefnu hann hefur tekið en einnig er líklegt að fleiri skjóti upp kollinum sem ætli að blanda sér í slag við sitjandi þingmenn „Eyjamanna“. Glittir 1 málma á bleikum og bláum rósum Þokkalega bjart er yfir íþróttasviðinu þegar kúlan er strokin í þeim efnum. Þokkalegur gangur verður hjá báðum handboltaliðum Eyjamanna og það glittir í einhverja málma sem sitja á bæði bleikum og bláum rósum. Fótboltasumarið verður erfiðara en það síðasta. Kvennaliðið verður í baráttu efri liða en einhvem veginn er eins og þær nái ekki alveg sama taktinum og á síðasta tímabili. Það eru einhverjar gullkönnur ekki langt undan en það er samt einhver móða í kringum þær þannig að erfitt verður að komast í fullkomið návígi við þær þó ekki sé það útilokað. Mér sýnist að strákamir verði í basli framan af sumri og einhver óánægjumál muni koma upp. Knattspymuráð mun fá sinn skerf af gagnrýni og einhver óeirð kemur í rnig þegar ég skoða þessi mál. Mannabreytingar verða einhvem tímann á tímabilinu en hvort það em nýir leikmenn sem koma til sögunnar eða þjáfaraskipti er ekki gott að sjá. Liðið mun halda sæti sínu í deildinni en í kúlu minni koma ekki fram málmar í nágrenni við strákana en þó er svo skrýtið að sjá að það er eins og örfín lækjarspræna sem glóir renni til hliðar við þá sem gæú vitað á eitthvað gott. Hörð vetrarveður en gott sumar Með veður og móður náttúm er það oft svo að þó eitthvað komi fram þegar litið er í kristalinn þá veigrar maður sér við að túlka það. Mér sýnist að veturinn verði frekar harður, árið byrji með umhleypingum og veður verði oft hörð. Febrúar sýnist mér að geti orðið þokkalega skaplegur en ég er hrædd um að mars verði erfiður. Sumarið kemur fram bjart og fagurt. Einhveijar náttúmhamfarir munu eiga sér stað sunnan fjalla en mér finnast þær ekki vera nálægt Vestmannaeyjum þó svo að Eyjamenn muni á einhvem hátt verða varir við slíkt eins og landsmenn allir þegar náttúran bærir á sér á einhvem hátt. Einhver átök um mál sem snúa að Fréttum Eins og venja er til þá strýk ég kúlu mína að beiðni ritstjóra Frétta til að segja fyrir um gang blaðsins. Ég sé ekki betur en að blaðið sigli sinn sjó með þokkalegan vind í seglin. Það munu þó verða einhver átök um mál sem snúa að blað- inu, líklega vegna fréttaflutnings eða umfjöllunar sem ekki allir vera sáttir við en ég sé blaðið koma heilt út úr þeim ólgusjó. Einnhveijar nýjungar sem tengjast rekstri blaðsins munu lfta dagsins ljós og ég sé ekki betur en að þegar líður á árið þá stækki merki blaðsins ef eitthvað er, hvað sem það svo þýðir. Það vantar að kveikja vonar- neistann í Eyjum á ný Mér sýnist í heildina tekið að Eyjamenn þurfi ekki sólgleraugu til að horfa fram á vegin þó ekki sé ástæða til neinnar svartsýni. Mér virðist sem það vanti einhvem slagkraft í Eyjamar til að efla þar mannlíf og dáð. Það er eins og hálfgerður doði í kúlunni minni sem ég túlka sem ákveðið tákn um að það þurfi meiri kraft og festu í málin. Það vanti að kveikja þann vonameista sem til þarf til að efla Vestmannaeyjar. Ég er nú eldri en tvævetur í því að strjúka kúluna og spá í framtíðina og kúlan er enn eldri en ég, þó að ég sé nú komin af léttasta skeið. Ég man þá tíð að þegar ég horfði í kúlu mína um áramót til að segja fyrir um árið í Eyjum þá glóði kúlan yfirleitt og gaf frá sér bjarma krafts, dugnaðar, vonar og bjartsýni. Ekki það að allt hafi þá alltaf verið slétt og fellt. Nei, síður en svo en það var þetta afl sem alltaf kom fram yfir Eyjum og gaf svo mikla von en ég verð því miður svo lítið vör við það nú þegar ég strýk kúluna mína. Ég yrði afar glöð ef þeir tímar kæmu aftur að ég sæi þann ljóma stafa á ný frá Eyjum þegar ég rýni fram á veginn. Völva Frétta 2004: Sá fyrir það helsta sem gerðist á síðasta ári ÞESSIR þrír voru í sviðsljósinu í bæjarstjórninni, Lúðvík Bergvinsson, Arnar Sigurmundssonn og Andrés Sigmundsson. Þegar rýnt er í spá Völvu Frétta fyrir síðasta ár kemur í ljós að hún sá íyrir um ýmsa atburði, f atvinnulífi, stjómmálum og íþróttum í Vestmannaeyjum. Völvan sagði um atvinnulífið að loðnuvertíð yrði í góðu meðallagi og það má segja að það hafi gengið eftir þegar upp var staðið. Útgerðarmenn urðu að bíða lengi eftir grænu Ijósi frá sjávarútvegsráðuneyti en loks þegar vertíð hófst gengu veiðar og vinnsla vel. Og þegar upp var staðið var afkoman í loðnunni yfir meðallagi. Völvan sá fyrir slæmt atvinnuástand yfir sumarið og sagði að handaflsaðgerðum yrði beitt til að bæta það. Eins og kunnugt er vom átaksverkefni í gangi í sumar og þóttu lukkast vel. A árinu 2003 spáði Völvan því að tvö fiskvinnslufyrirtæki myndu hætta starfsemi. í spánni fyrir 2004 sagði hún að eitt fyrirtæki sem tengdist sjávarútvegi gæti hætt starfsemi en þó myndu ekki margir missa vinnuna. Hlíðardalur hætti starfsemi á árinu. Völvan sá fyrir áframhaldandi fólksfækkun í Eyjum á árinu en taldi hana verða innan við eitt prósent. Ibúum fækkaði hins vegar um 122 frá I. desember 2003 til 1. desember 2004 sem er yfir eitt prósent. Hún sá íyrir sér bættar samgöngur og taldi þær verða komnar í sæmilegt horf fyrir mitt síðasta ár. Þó taldi hún að deilur um samgöngur yrðu miklar þar sem pólitíkin yrði allsráðandi en taldi göng milli lands og Eyja vera fjarlægan draum. Þegar Völvan leit yfir stjómmálin sagði hún að allt yrði með kyrrum kjörum fram eftir árinu en þá gæti dregið til tíðinda. Þá sagði hún mjög umdeilda ákvörðun verða tekna í bæjarstjóm sem ætti eftir að hafa mikil áhrif og valda úlfúð. Hún sá fyrir að einhverjir myndu láta af störfum vegna óánægju með þá ákvörðun og fleiri mannabreytingar á æðstu stöðum. Viljayfirlýsing Andrésar Sigmundssonar og eigenda Fiskiðjuhússins olli heldur betur uppþoti í bæjarstjóm og Andrés hætti sem formaður byggingamefndar um menningarhús og bæjarráðs í kjölfarið. Meirihlutinn féll og Sjálfstæðisflokkur og V-listinn gengu til samstarfs. Völvan sagði ekki miklar bombur verða í menningarlífmu. Hún sá ósætti verða vegna listaverka og má segja að ekki hafi allir verið sáttir við kaup ríkisins á teikningum Sigmunds a.m.k. var sjálfskipuð listaakademía ekki á eitt sátt um kaupin. Völvan taldi að ferðamönnum myndi eitthvað íjölga með bættum samgöngum en sagði að togstreita meðal heimamannaogjafnvel illdeilur settu mark sitt á ferðamannaiðnaðinn. Hún taldi þó að deilumar yrðu jafnaðar þegar liði á árið. Völvan sá fyrir að kvenþjóðin myndi efla hróður Vestmannaeyja á íþróttasviðinu en sagði að karlamir yrðu þar nokkrir eftirbátar. Kvennalið ÍBV í handbolta varð meistari meistaranna, deildarmeistarar, bikarmeistarar og Islandsmeistarar. Kvennalið fótbolta vann deildarbikarinn og bikarkeppnina og varð í öðm sæti í Islandsmótinu. Karlamir urðu líka í örðu sæú í íslandsmótinu í fótbolta sem var það betri árangur en flestir bjuggust við. Völvan sá að íþróttamaður frá Vest- mannaeyjum yrði mikið í sviðsljósinu og óhætt er að segja að það hafi gengið eftir en Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið áberandi á árinu. Völvan sagði náttúmna verða okkur hliðholla og að engar náttúmhamfarir ættu eftir að hrella Eyjabúa og það gekk svo sannarlega eftir, ekki síst var sumarið einstaklega gott. Þessi ágceta völva tók þá ákvörðun á síðasta árí að hœtta og eru lienni þakkaðir góðir spádómar. Önnur völva hefur tekið við hlutverki hennar og birtist spádómur hennar í þessu blaði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.