Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR LÍFIÐ ÁSGEIR TRAUSTI Á SKAGANUM Tónlistarsnillingurinn nýverðlaunaði, Ásgeir Trausti, verður með tónleika í Bíóhöllinni á Akra- nesi annað kvöld kl. 21.00. Sérstakur gestur verður Pétur Ben sem spilar nokkur af sínum bestu lögum áður en Ásgeir og hljómsveit stíga á svið. ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að f l j honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holt kj BLÖNDUNARLOKI FYLGIR af OSO hitakútum, Wösab olíufylltum ofnum og Vortice loftræstiviftum. AFSLÁTTUR 15% NORSK FRAMLEIÐSLA INNHEIMTA FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Greiðsluerfiðleikar, gjalddagi, eindagi, sektir og góð ráð. M ikil viðhorfsbreyting hefur orðið í þjóðfélaginu síðustu ár með útvist-un innheimtu enda felst mikið hag- ræði í því að geta útvistað slíkri starfsemi til sérfræðinga og einbeitt sér að kjarnastarf- semi. Þó er ekki sama hvernig er að verki staðið við þá þjónustu, enda er eðlilegt að litið sé á innheimtuaðilann sem framleng- ingu af kröfuhafanum og mikilvægt að inn- heimtan sem slík raski ekki viðskiptasam- bandi kröfuhafa og viðskiptavina þeirra sem eiga tímabundið í erfiðleikum með að standa í skilum,“ segir framkvæmdastjórinn Davíð B. Gíslason. Sveigjanleiki í fyrirrúmi Innheimtuferli Momentum er mjög sveigj- anlegt. Kröfuhafi getur ráðið sínum ferlum sjálfur og byggt þá á sinni reynslu á sínum viðskiptavinum og vilja sem og ráðlegging- & RÁÐGJÖF Momen um á SiglufirðiMomentum og Gjaldheimtan eru fyrirtæki sem reka innheimtuþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og fleiri. Yfir þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en auk þess er starfsstöð á Siglufirði. Vel kemur til greina að opna starfsstöðvar og bakvinnslur á fleiri stöðum á landinu. SOFFÍA THEÓ- DÓRA TRYGGVA - DÓTTIR STOFN- AÐI VEFTÍMARIT - IÐ NORDIC STYL E MAGAZINE. 2 ER FERMING FRAM UNDAN? FÁÐU FLOTT- AR HUGMYND- IR AÐ SNIÐUGUM SKREYTINGUM. 4 Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI MÁ STUNDA MARG- VÍSLEGA AFÞREY - INGU MEÐ BÖRN - UNUM. 8Lífi 22. FEBRÚAR 20 13 FÖSTUDAGUR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 14 3 SÉRBLÖÐ Lífið | Innheimta & ráðgjöf Fólk Sími: 512 5000 22. febrúar 2013 45. tölublað 13. árgangur Sölunni á Skíðaskálanum rift Sölu á Skíðaskálanum í Hveradölum hefur verið rift og er hann skráður aftur á fyrri eiganda sem hyggst halda veitingarekstri áfram. 2 Ný flutningaleið á sjó Samskip taka í þessum mánuði upp nýja siglinga- leið frá Vestfjörðum og Norðurlandi til Evrópu. 4 Laxinn bjargi makrílnum Orri Vig- fússon segir að stjórnmálamönnum hafi mistekist að leysa makríldeiluna. Tími sé kominn til að hleypa hags- munaaðilum að samningaborðinu. 8 MENNING Katla Þórhallsdóttir loft- fimleikakona kennir fólki að leika listir hangandi neðan úr loftinu 34 SPORT Damier Pitts hefur slegið í gegn á Ísafirði og lætur sólarleysið ekki hafa slæm áhrif á sig. 30 SKOÐUN Pawel Bartoszek líkir krónunni við inneignarnótu innan- lands. 15 KOMIN Í KILJU Á ÍSLENSKU! Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, okt.-des. 2012. 93% Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 93% lesenda blaðanna Lesa bara Morgunblaðið 7% Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið 28% Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bara Fréttablaðið 65% JARÐAMÁL Flestir stjórnmála- flokkar virðast sammála um að einhvers konar takmark- anir verði að setja á eignarhald útlendinga á jörðum. Helst er það Samfylkingin sem lítið hefur gefið upp um afstöðu sína í þeim efnum. Starfshóp- ur á vegum Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, hefur unnið drög að nýjum jarðalögum. Steingrímur segir að skoða verði, opið og án nokkurs þjóðrembings, hvernig lög um eignarhald eigi að vera. „Til dæmis skiptir máli ef erlend- ur aðili vill kaupa jörð í hvaða tilgangi það er. Hvað þarf hann mikið land?“ - kóp / sjá síðu 10 Kaup útlendinga á jörðum: Samstaða um takmörkun STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Bolungarvík 5° SA 9 Akureyri 7° S 5 Egilsstaðir 6° SV 5 Kirkjubæjarkl. 6° SA 5 Reykjavík 8° SA 11 Rigning S- og V-lands í dag. Bjart NA-til í fyrstu en dregur fyrir um miðjan dag. 8-13 m/s V-til á landinu en hægari vindur A-til. Hiti 2-10 stig. 4 Leikur lélegan kokk Sigrún Edda ræðir um þrjátíu ára feril sinn í leikhúsinu og hlutverk sitt sem matselja í Mary Poppins. SAMFÉLAGSMÁL Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varafor maður velferðarráðs Reykjavíkur borgar, segir tímabært að skoða aðrar leið- ir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslu- rými fyrir sprautufíkla í Reykja- vík. Björk Vilhelmsdóttir, formað- ur velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. Heiða Kristín segir mikinn vilja hjá Besta flokknum að skoða þessa leið. Hún bendir á að starfsemi neyslurýma hafi gefist vel víða erlendis og því sé nauðsynlegt að skoða þann möguleika hér á landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum rætt og við munum einnig taka þetta málefni upp innan Bjartrar framtíðar,“ segir hún. „Það er ljóst að við þurfum að fara að nálgast málin með raunhæfari hætti.“ Björk segir að innan borgarinn- ar sé unnið samkvæmt því að leita leiða til að minnka þann skaða sem hlýst af neyslu. „Ef það er mat fag- fólks að þessi leið, að fá fólk til að sprauta sig á öruggum stað og veita því um leið ráðgjöf, sé fær þá er ég jákvæð gagnvart því. En þá vil ég líka vita, með áreiðanlegum hætti, hvort um raunverulegan árangur sé að ræða af þessu starfi.“ Björk bætir við að það sé alltaf spurning hvenær svo langt er gengið í skaða- minnkandi þjónustu að ástandi þeirra sem eru í svo alvarlegri fíkn sé viðhaldið. „Við verðum að gæta þess að við séum ekki að viðhalda neyslu, en nauðsynlegt að skoða þetta í þaula,“ segir Björk. Heiða Kristín stýrir hópi um málefni utangarðsfólks í Reykja- vík. Hópurinn fundar í næstu viku með fulltrúum þingsins og velferðar ráðuneytisins þar sem málin verða rædd. Skaðaminnkandi nálgun sé ein af stefnum Reykja- víkurborgar og þetta sé hluti af því að mæta fólki þar sem það er statt. „Það er mjög rökrétt næsta skref. Það er mikill vilji til að skoða þetta og halda þessu á lofti.“ - sv, shá Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík er rætt af alvöru innan borgarinnar. Verður að fara nýjar leiðir, segir varaformaður velferðarráðs. Fulltrúar Alþingis, velferðarráðuneytis og borgar funda um málið í næstu viku. LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók í fyrradag tollvörð á fimmtugsaldri, grunaðan um aðild að smygli á um tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærmorgun. Efnið, bæði í vökva- og duftformi, fannst í tollpósti sem kom frá Dan- mörku og er umræddur tollvörður eini starfsmaður tollsins sem er grunaður um aðild að málinu. Snorri Olsen tollstjóri vildi ekkert tjá sig um málið í gær, sagði að rann- sóknin mundi leiða í ljós hver þáttur mannsins var. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að þetta væri í fyrsta sinn sem toll- vörður væri handtekinn á Íslandi, grunaður um tengsl við fíkniefna- innflutning. Fimm aðrir sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins, tveir Litháar og þrír Íslendingar, þar af 35 og 39 ára bræður sem hafa rekið saman fyrir- tæki. Einn til viðbótar sat í varðhaldi um skeið en var síðan sleppt úr haldi. Þá hafa þrír verið hand- teknir við rannsóknina án þess að vera úrskurðaðir í varðhald. - sh Rannsókn á tuttugu kílóa amfetamínsmygli með pósti vindur upp á sig: Tollvörður í gæsluvarðhaldi TOLLSTJÓRI Snorri Olsen toll- stjóri vildi ekkert tjá sig um málið í gær. Rannsókn leiði í ljós hver þáttur mannsins er. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, sagði í Fréttablaðinu á mánudag að neyslurými fyrir fíkla myndi auka lífsgæði þeirra, draga úr skaða í um- hverfinu og auka líkur á að fólk hætti þar sem það fengi ráðgjöf í rýmunum. Fíklar fái ráðgjöf í neyslurýmum UTANVEGAAKSTUR Á AUSTURVELLI Það er víðar en á hálendinu sem fara verður varlega á vélknúnum ökutækjum, eins og berlega mátti sjá á Austurvelli í Reykjavík í gær. Garðyrkjustjóri Reykjavíkur gat ekki gefið upplýsingar um hver þarna þurfti að stytta sé leið en telur víst að ummerkin verði horfin þegar tekur að vora. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.