Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Sigrún Edda, afþreying, heilsa, fegurð og hamingja, helgarmaturinn og spjörunum úr. 6 • LÍFIÐ 22. FEBRÚAR 2013 s FULLT NAFN Sigrún Edda Björnsdóttir. FÆÐINGARÁR 1958. HJÚSKAPARSTAÐA Gift. BÖRN Tvö. STARF Leikari, leikstjóri og höfundur. SIGRÚN EDDA LÍF LEIKARANS ER MJÖG SÉRSTAKT Hún vappaði um leikhúsin sem lítið barn og var alin upp af litskrúðugum karakterum og frumkvöðlum íslensks leikhúslífs. Lífi ð spjallaði við Sigrúnu Eddu leikkonu um þrjátíu ára feril hennar og hlutverk hennar í viðamestu sýningu Borgarleikhússins til þessa, Mary Poppins, sem frumsýnd er í kvöld. N ú ertu búin að starfa sem farsæl leik- kona frá árinu 1981. Hvernig hefur leik- konulífið reynst þér og vissirðu alltaf að þú vildir fara þessa leið í lífinu? Ég sé ekki eftir neinu þegar kemur að starfsvali. Á þessum rúmu 30 árum sem ég hef unnið í leikhúsi hafa vissulega verið skin og skúrir eins og gengur í líf- inu sjálfu, en þegar upp er stað- ið hef ég verið lánsöm, fengið að leika í spennandi sýningum ólík og krefjandi hlutverk. Það gerð- ist eiginlega af sjálfu sér að ég færi í leiklistarskóla, ég gant- ast stundum með það að það hafi verið skortur á ímyndunarafli. Ég er alin upp í leikhúsi frá blautu barnsbeini í gamla Iðnó við Tjörn- ina þar sem mamma mín var starfandi leikkona. Þar kynnt- ist ég mörgum litskrúðugum kar- akterum sem sumir hverjir voru frumkvöðlar í íslensku atvinnu- leikhúsi. Bernska mín var ævin- týri líkust þar sem ég vappaði um leikhúsið eins og lítill heima- gangur og fékk hangikjötsbrauð- sneiðar uppi á lofti hjá Krist- ínu gömlu, hreinsað bensín á litla puttann hjá Brynjólfi Jóhannes- syni þegar hann var að taka af sér gerviskeggið, átti stundum spjall við fyrsta atvinnuleikara Íslands, Harald Björnsson og fékk að máta hárkollur hjá Lilju sem gaf öllum matskeið af brennsluspritti ef þeir voru veikir. Mér finnst stund- um eins og ég sé tengiliður milli tveggja heima, leikhússins eins og það var og leikhúss dagsins í dag. Það er stundum talað um að líf leikara sé hark, bæði hvað laun- in varðar og svo ekki sé minnst á langa og erfiða vinnudaga. Þarf að hafa mikla ástríðu fyrir leik- listinni til að endast í henni? Ég er þeirrar skoðunar að alla vinnu eigi að vinna af ástríðu, annars er ekkert gaman. Það að endast í leikhúsi er ekki endilega manns eigið val, það eru þarfir leikhússins sem velja þig og þar spilar margt saman. Ég gerði mér þó alltaf ljóst að þó að ég fengi ekki hlutverk í leikhúsinu vildi ég starfa í skapandi andrúmslofti. Ég hef unnið við margt sem teng- ist námi mínu á beinan og óbein- an hátt. Ég hef búið til sjónvarps- þætti, útvarpsþætti, skrifað leik- rit og leikgerðir, skrifað bækur, teiknimyndasögu, gert tölvu- leiki, talsett heilmikið, leikstýrt og leikið í bíómyndum, sjónvarpi og útvarpi. Ég lít ekki á þetta sem hark heldur gjöf, að fá tækifæri til að vinna á svona fjölbreytt- um vettvangi. Það verða fæstir ríkir af veraldlegum gæðum sem starfa í listum en ég hef aldrei misst úr máltíð og er bara nokkuð sátt við það sem ég hef. Hvernig hefur gengið að ala upp börn og sinna fjölskyldulíf- inu samhliða starfinu? Ég á tvö uppkomin og frábær börn. Þau eru lifandi sönnun þess að tekist hafi vel upp. Auðvitað hefst þetta ekki nema allir leggist á eitt. Ég á góða að, frábæra fjölskyldu og eiginmann sem hefur sjálfur starfað við leikhús og vissi alveg að hverju hann gekk þegar hann bað mig um að giftast sér. Er erfitt fyrir konur að eld- ast í leiklistinni, verður erfiðara að fá hlutverk með árunum eða er nóg af verkefnum hér á landi? Líf leikarans er mjög sérstakt. Hann þarf að ganga í gegnum ótal aldurssíur á lífsleiðinni. Margir detta út og snúa sér að öðru. En hlutverkin verða bita- stæðari með aldrinum og reynsl- an gerir mann dýrmætari. Mig hefur ekki skort verkefni, ég er lánsöm hvað það varðar, er til dæmis að leika magnað hlutverk í Gullregni eftir Ragnar Braga- son um þessar mundir. Áttu þér eitthvert uppáhalds- hlutverk þegar þú lítur yfir feril- inn eða hlutverk sem þú ert stolt- ari af en öðru? Nei, ég get ekki nefnt neitt eitt fram yfir önnur. Hlutverkin sem maður skilar eru svolítið eins og börnin manns, manni þykir vænt um þau öll hvert á sinn hátt. En áttu þér eitthvað drauma- hlutverk eða -verkefni? Nei, nei. En að nýjasta verkefninu. Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is FÖSTUDAGSKVÖLD 20:10 SPURNINGABOMBAN Frumlegustu spurningarnar, fyndnustu keppendurnir og fáránlegustu svörin, nú loksins sjáanleg aftur! SN ÝR AF TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.