Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 4
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða fangelsisdóm yfir Berki Birgissyni, dæmdum ofbeldismanni, fyrir að hrækja á skikkju dóm- ara við Héraðs- dóm Reykja- ness og kalla hann „tussu“. Atvikið átti sér stað þegar verið var að leiða hann fyrir dómara, þegar hann sat í gæsluvarðhaldi, til að krefjast þess að hann yrði látinn afplána eftirstöðvar gamallar refsingar. Börkur var í desember dæmd- ur í sex ára fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir í máli sem kennt var við hann og Annþór Kristján Karlsson. - sh Kallaði dómara „tussu“: Hrákadómur Barkar stendur BÖRKUR BIRGISSON VIÐSKIPTI Bensínverð hækkaði um 2,50 krónur að jafnaði á þriðjudag, á sama tíma og heimsmarkaðsverð lækkaði um sem nemur tæpum 10 krónum á lítrann. Þetta kemur fram í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). „Þetta hlýtur að teljast í meira lagi dularfullt og skýring á þessu undri ekki vel sjáanleg,“ segir á vef FÍB. Bent er á að á miðvikudag hafi heimsmarkaðsverð á bensíni lækkað enn frekar, um sem nemur tveimur krónum á lítra. Engar breytingar hafi orðið á bensínverði hér, þvert á hækkanir fyrr í mán- uðinum, strax í kjölfar hækkana á heimsmarkaðsverði. - óká Olíufélögin hækka verð: Bregðast ekki við lækkun á heimsmarkaði KJARAMÁL Alls hafa 46 geislafræðingar á Landspítalanum (LSH) sagt upp störf- um, þar af eru 42 á myndgreiningardeild og fjórir á geisla- og meðferðardeild. Um 80 slíkir sérfræðingar eru á spítalanum í dag, þó ekki allir í fullu starfi. Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir hópinn hafa óskað eftir fundi með forsvarsmönnum spítal- ans á mánudag en ekki hafa fengið svör enn. „Fyrst og fremst þarf að viðurkenna störfin formlega sem slík. Það þarf að koma inn á ýmsar skipulagsbreytingar og að menn fái framgang við faglega þekk- ingu,“ segir hún. „En það á alveg eftir að ræða þetta.“ Engar fastar kröfur varðandi laun hafa enn komið frá geislafræðingum og Katrín undirstrikar að forsendur þeirra séu afar ólíkar þeim er komu frá hjúkr- unarfræðingum. „Mínir félagar eru mjög þreyttir og hafa verið lengi. En þetta er á öðrum for- sendum en deila hjúkrunarfræðinganna og það er allt annað í gangi hjá okkur,“ segir hún. „Það þarf að breyta fyrir- komulaginu.“ - sv Meirihluti geislafræðinga hefur sagt upp störfum á Landspítalanum og bíður eftir fundi: Geislafræðingar bíða eftir svari forstjórans KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Af 80 starfandi geislafræðingum á LSH eru þrír karlar. Að sögn Katrínar eru þeir ráðnir tímabundið svo ólíklegt verði að teljast að þeir hafi sagt upp störfum. „En þessir ungu menn endast nú yfirleitt ekki lengi í faginu,“ segir Katrín. Ungir menn endast illa í faginu ATVINNULÍF Flutningafyrirtækið Samskip tekur í þessum mánuði upp nýja siglingaleið frá Vest- fjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlands Evrópu. Útflytjendur og innflytjendur á landsbyggðinni komast með þessu í beint samband við markaðssvæði sín í Evrópu. Nýja siglingaleiðin mun draga úr landflutningum með tilheyrandi olíusparnaði og minna álagi á vegakerfið. Mikið hagræði, segir fiskútflytjandi á Ísafirði. Um nýja hringleið í flutningum er að ræða. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til Ísa- fjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarð- ar og þaðan til Immingham í Bret- landi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam fer skip félagsins aftur til Reykjavíkur og leggur af stað í nýja hringferð daginn eftir heimkomu. Viðkomustöðum verður hugsanlega fjölgað í framtíðinni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Sam- skipa, segir í tilkynningu að verið sé að svara þörf fyrir beinar sigl- ingar frá Vestfjörðum og Norður- landi, ekki síst með sjávarafurðir inn á helstu markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ólafur B. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Ísfangs á Ísafirði, telur augljóst að ný siglingaleið Samskipa verði styrkur fyrir sitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki í útflutningi á svæðinu. „Eins og landið liggur í dag þurfum við að flytja okkar sjávarafurðir land- leiðis fyrir skip í Reykjavík með tilheyrandi kostnaði,“ segir Ólaf- ur sem efast ekki um að um mikið hagræði sé að ræða. „Hættan er hins vegar sú, hugsa ég, að Eim- skip byrji á þessu líka. Þá drepa þeir hvor annan og hætta báðir jafnt,“ segir Ólafur sem segir sög- una geyma viðlíka dæmi. „Kakan er einfaldlega ekki svo stór að hún sé til skiptanna.“ Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir mjög jákvætt að Ísafjörður sé aftur orðinn útflutn- ingshöfn. „Ég bind miklar vonir við þetta og tel að samkeppnis- staða fyrirtækja hér í kring styrk- ist mjög við þetta,“ segir Daníel. Í sama streng tekur Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hún segir nýja sigl- ingaleið styrkja stöðu Norðurlands til mikilla muna, bæði hvað varð- ar flutninga til og frá höfuðborgar- svæðinu og ekki síður við Evrópu. svavar@frettabladid.is Mikið hagræði með nýrri hringleið á sjó Samskip taka upp siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Evrópu. Fisk- útflytjandi á Ísafirði segir mikinn styrk felast í þjónustunni fyrir landsbyggðina. NÝ HRINGLEIÐ Flutningar á sjó hafa lengi verið í umræðunni sem hagsmunamál landsbyggðarinnar. Því er nú svarað með nýrri hringleið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÓFLUTNINGAR AF LANDSBYGGÐ- INNI Skipið verður um hálfan mánuð að fara hringinn. MYND/SAMSKIP 232,7147 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,73 130,35 197,27 198,23 170,8 171,76 22,893 23,027 22,757 22,891 20,125 20,243 1,3917 1,3999 196,53 197,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 21.02.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is DÓMSMÁL Jón Snorri Snorrason, fyrrverandi stjórnarformaður Sigurplasts og lektor í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands, var í gær dæmdur í hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir skilasvik. Hann er fundinn sekur um að hafa veðsett hlut eignarhalds- félags síns í Sigurplasti til trygg- ingar á láni frá Sparisjóði Mýra- sýslu, þótt hluturinn hafi þegar verið veðsettur SPRON. Jón Snorri bar því við hann hefði fengið leyfi frá útlánastjóra SPRON fyrir þessu, en sá kann- aðist ekkert við málið og sagði skýringuna fráleita. - sh Dæmdur fyrir skilasvik: Jón Snorri á hálfs árs skilorð STJÓRNMÁL Pétur Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokks, ræddi á Alþingi í gær um umfjöllun Ríkis sjónvarpsins um kvikmynd- ina XL í leikstjórn Ólafs Darra Ólafssonar. Umfjöllunin hafi verið afar mikil. „Hversu mikils virði er svona auglýsing og var hún ein- hvern veginn borguð? Fékk ríkisútvarpið greitt eða fékk einhver starfsmaður greitt eða hvernig var þetta allt saman?“ spurði Pétur sem taldi verðmæt- ið hlaupa á milljónum og jafnvel tugmilljónum króna. Óvíst væri hvort aðrar kvikmyndir nytu þess sama. Benti Pétur sérstak- lega á að fram hefði komið að XL fjallaði um drykkfelldan alþingis- mann og væri sannsöguleg. - gar Pétur Blöndal á Alþingi: Hver fékk greitt fyrir XL-fréttir? PÉTUR BLÖNDAL Veðurspá Sunnudagur 10-15 m/s MILT UM HELGINA Helgin að ganga í garð með vætu um S- og V-vert landið en mildu veðri um allt land. Sólin ætti að leika um Norðlendinga og Austfirðinga á morgun en dregur fyrir fram á sunnudag. Hvessir SA-lands á sunnudagskvöld. 5° 9 m/s 6° 11 m/s 8° 11 m/s 7° 12 m/s Á morgun 5-15 m/s hvassast SV-til Gildistími korta er um hádegi 7° 5° 5° 4° 4° Alicante Basel Berlín 21° 2° -1° Billund Frankfurt Friedrichshafen 0° 1° -4° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -2° -2° 21° London Mallorca New York 3° 16° 4° Orlando Ósló París 28° 1° 2° San Francisco Stokkhólmur 15° -4° 6° 5 m/s 7° 4 m/s 6° 5 m/s 5° 4 m/s 7° 5 m/s 8° 9 m/s 3° 10 m/s 7° 5° 5° 4° 4° Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.