Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 14
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megin- tillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndar- manna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeig- enda í viðauka við skýrslu nefndarinnar. Ein sameiginleg tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að nú þegar verði ákveð- in viðmið og grundvallarreglur höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku vegna framkvæmda í flutningskerfinu. Í þessu felst að á ákveðnum svæðum skal flutn- ingsfyrirtæki ávallt bera saman áhrif þess að leggja loftlínu eða jarðstreng þrátt fyrir að við samanburð á kostnaði komi í ljós að jarðstrengur sé umtals- vert dýrari en loftlína. Þessi svæði eru m.a. náttúruverndarsvæði og svæði sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, við flugvelli þar sem sýnt er að loftlína getur haft áhrif á flugöryggi og svæði þar sem veður- álag er mikið og jarðstrengur gæti aukið afhendingaröryggi. Þá leggur nefndin til að leggja skuli jarðstrengi svo sem kostur er meðfram núliggjandi vegum. Fulltrúi Landsnets stóð að þessari tillögu og því ekkert eðlilegra en að fyrirtækið fari nú þegar að vinna eftir henni. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem framkvæmdir eru komnar á leyfis- veitingastig, t.d. við Suðurnesjalínu 2 og Blöndulínu 3, geta einnig litið til þess- ara viðmiða og grundvallarreglna við ákvarðanatöku sína. Í ljósi niðurstöðu nefndarinnar, sem Landsnet stóð að, ætti fyrirtækið að vera fylgjandi því að taka til endurskoðunar afstöðu sína gagn- vart jarðstrengslögn á slíkum viðmið- unarsvæðum á línuleið þessara tveggja lína, m.a. á náttúruverndarsvæðum, við flugvelli og þar sem veðurálag er mikið. Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefnd- arinnar eru gerðar opinberar. Fer Landsnet að eigin tillögum? RAFORKU- FLUTNINGAR Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar ➜ Krafa Landsnets um eignarnám á landi við fyrirhugaða Suðurnes- jalínu 2 á Reykjanesskaga vekur því óneitanlega ugg í brjósti, sama dag og tillögur nefndarinnar eru gerðar opinberar. Hefði verið núllað út Þór Saari vill að Alþingi samþykki vantraust á ríkisstjórnina. Sú skoðun hans er bundin í tíma, og rúmi reyndar líka, við þriðjudaginn. Hann vill sem sagt að þá verði greidd atkvæði um vantraust, en ekki í gær. Rökstuðningur hans gengur út á það að stuðningsmenn vantrauststillög- unnar hafi verið í minnihluta á þingi í gær, þar sem svo margir þingmenn hafi verið í útlöndum eða fjarverandi. Hefð hefur skapast um það á Alþingi að núlla út ef þingmenn eru fjar- verandi í embætt- iserindum þegar greitt er atkvæði um mikilvæg mál. Ef stjórnarand- stæðingur er fjarverandi, mætir einn stjórnarliði ekki og öfugt. Hugsunin er sú að jafnvægið í þinginu megi ekki raskast við þátttöku í alþjóða- starfi og engin ástæða er til að ætla að sú hefði ekki orðið raunin í þessu tilviki. Braut Þór þingsköp? Annars er athyglisvert í skýringum Þórs á afturköllun tillögu um van- traust. Hann segir að hefði verið kosið í gær hefðu þingsköp verið brotin, þar sem frumvörp verði að liggja frammi í að minnsta kosti tvær nætur. Nú gera þingsköp reyndar ráð fyrir því að hægt sé að veita afbrigði og falla frá þeirri reglu. Þór hefur sjálfur gert það, samþykkti slík afbrigði um stjórnarskrármál 21. mars í fyrra. Og braut þá væntanlega þingsköp að eigin mati. Óheppileg samlíking Læknar á Landspítalanum segja stjórnvöld vera að „taka af lífi Land- spítala og heilbrigðiskerfi Íslands á hægan og kvalafullan hátt“. Spurð að því í Speglinum hvort þetta væri ekki fullvel í lagt, svaraði Anna Gunnars- dóttir, formaður læknaráðs spítalans, þessu: „Við kannski notumst við þessa samlíkingu svolítið, sem er okkur nærtæk á spítalanum.“ Það er sem sagt nærtækt að taka einhvern af lífi á hægan og kvalafullan hátt á Landspítalanum? kolbeinn@frettabladid.is Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyris- sjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einka- bankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar. Þetta er kunnuglegur inngangur að viðskiptafrétt. Í fréttum og tilkynningum af svona kaupum segir oftast að „hópur fjárfesta undir forystu lífeyrissjóða er að eignast …“. Lífeyrissjóðir eru iðulega hafðir í forgrunni flestra stórra viðskipta sem verið er að gera. Það mýkir ásýnd þeirra og dregur úr áhyggjum almennings vegna þeirra. Með í þessum fjárfestahópum eru þó iðulega einstaklingar og eignastýringasjóðir banka. Slíkir sjóðir eru í eðli sínu ekkert ólíkir hinum erlendu vogunarsjóðum, sem iðulega eru ekki kallaðir annað en hrægammasjóðir hjá ákveðnum kreðsum. Andlitslausir fjárfestar sem setja peningana sína í sjóði sem síðar kaupa eignir í þeim tilgangi að græða peninga. Án þess að nokkur fái að vita hversu mikla. Hugmyndin um bankakaupin virðist ganga út á að þessir fjár- festar fái að kaupa bankana tvo á mjög niðursettu verði. Fjárfest- arnir eru sagðir tilbúnir að greiða fyrir að hluta til eða öllu leyti með gjaldeyri sem þeir eiga erlendis. Röksemdafærslan er sú að þá eigi allir að vinna. Erlendir kröfuhafar komist út úr Íslandi en íslensku fjárfestarnir fái gríðarlega mikilvæg fyrirtæki með miklum afslætti. Margir þeirra sem hafa verið að fjárfesta mikið á Íslandi eftir hrun voru nefnilega í aðstöðu til að sjá fyrir vandræði á góðæris- árunum. Þeir pössuðu sig því á að flytja mikla fjármuni úr landi. Fall krónunnar um tæp fimmtíu prósent, gjaldeyrishöft og auka- afsláttur fjárfestingaleiðar Seðlabankans gerir þessum aðilum kleift að versla á brunaútsölu á Íslandi. Og það hefur verið eftir miklu að slægjast á Íslandi fyrir þessa aðila. Eftir hrun fór enda stór hluti þjóðhagslegra mikilvægra fyrir- tækja til banka eða annarra kröfuhafa sem ætla sér ekki að vera langtímaeigendur þeirra. Þetta voru meðal annars tryggingafélög, fjarskiptafyrirtæki, smásölurisar, fjölmiðlar, bílaumboð og auðvit- að fjármálafyrirtæki. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um málið, sem gefin var út í fyrra, sagði að 46 prósent þeirra 120 fyrirtækja sem flokkast stór á Íslandi hefðu verið í ráðandi eign fjármálafyrir- tækja í byrjun árs 2011. Á því ári voru tuttugu slík seld og enn fleiri í fyrra. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið seld í íslenskum krónum með þeim margfalda afslætti sem felst í því að gera við- skipti í þeirri mynt. En trompin í spilastokki endurskipulagningarinnar eru bank- arnir. Þeir sem ráða þeim eru með örlög atvinnulífsins í höndum sér. Sérstaklega á meðan höftin eru í gildi. Það er hagur þeirra sem vilja eignast þá að tala niður krónuna og festa höftin í sessi. Þá fá þeir enga alþjóðlega samkeppni um þau fyrirtæki sem þeir vilja eignast. Þá sitja þeir einir að kökunni og geta dundað sér við að prútta við bakarann áður en þeir éta hana. Það er vert að hafa þetta í huga þegar stjórnmálamenn, sjálf- skipaðir sérfræðingar eða stórir leikendur úr viðskiptalífinu tala upp krónuna eða niður raunhæfa möguleika um upptöku annarra gjaldmiðla. Það stendur yfir barátta um valdataumana á Íslandi. Að henni koma margir og úr öllum áttum. Og sem stendur er krónan að tryggja að margir þeirra sem áttu eignir fyrir hrun eignist þær aftur. Barátta er um að eignast Ísland með afslætti: Vopnið krónan Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.