Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 8
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF. VERÐUR HALDINN FÖSTUDAGINN 15. MARS 2013 KL. 9:00 AÐ GRJÓTHÁLSI 5, REYKJAVÍK ○○ WWW.OSSUR.COM A. DRÖG AÐ DAGSKRÁ 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2012. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 4. Skýrsla stjórnar félagsins um starfskjör. 5. Ákvörðun um starfskjarastefnu. 6. Ákvörðun um stjórnarlaun fyrir árið 2013. B. REGLUR UM ÞÁTTTÖKU HLUTHAFA OG ATKVÆÐAGREIÐSLU Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skrifl egum eða rafrænum hætti, uns endanleg dagskrá og tillögur eru birtar föstudaginn 1. mars 2013. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að fi nna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar, sem ekki sækja aðalfundinn, geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skrifl egum eða rafrænum hætti, eða b) veitt umboð. Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og þeir geta einnig vitjað atkvæðaseðla í höfuðstöðvum félagsins og greitt þar atkvæði alla virka daga á skrifstofutíma. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta annaðhvort veitt skrifleg eða rafræn umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum sem fram koma á vefsíðu félagsins. Rafræn umboð þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað. Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að fi nna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm C. AÐRAR UPPLÝSINGAR Aðalfundurinn fer fram á ensku. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2012 og ársskýrsla fyrir árið 2012, auk ályktunartillagna og athugasemda við hvert dagskrármál er að fi nna á ensku á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Hluthafar geta einnig nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, alla virka daga á skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar föstudaginn 1. mars 2013. Hluthöfum er hins vegar bent á að samkvæmt grein 63 a. í hlutafélagalögum nr. 2/1995 er hægt að tilkynna um framboð til stjórnar skrifl ega skemmst 5 dögum fyrir aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar kunngerðar eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 8:30 á aðalfundardag. Aðalfundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00. Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að fi nna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm Reykjavík, 21. febrúar 2013, Stjórn Össurar hf. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Kosning endurskoðenda. 9. Tillaga um heimild til að kaupa eigin hluti. 10. Önnur mál sem borin hafa verið löglega fram eða aðalfundur hefur samþykkt að taka til meðferðar. SJÁVARÚTVEGUR Fyrir tveimur ára- tugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir til- stilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður- Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópu- sambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiði- lögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríll- inn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðar- legt magn. Til samanburðar sé sam- anlagður lífmassi íslenska laxastofns- ins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslend- inga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að kom- ast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu,“ segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður.“ Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag nátt- úruverndarhópa, þar sem einkaaðil- ar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxa- stofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríl- deilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusamband- inu og stjórnmálamönnum hefur mis- tekist að leysa þessa deilu,“ segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál.“ Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmuna- aðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu,“ segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálf- bærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í stað- inn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoð- uð eftir nokkur ár.“ trausti@frettabladid.is Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir ljóst að stjórnmálamönnum hafi mistekist að leysa makríldeiluna. Tími sé kominn til að hleypa hagsmunaaðilum að samningaborðinu. Laxastofninum í N-Atlantshafi var bjargað frá hruni með einkaframtakinu. THE SCOTTISH TIMES Orri Vigfússon skrifaði nýlega opnugrein um makríldeiluna í dagblaðið The Scottish Times. Þeir sem stunda ósjálf- bærar makrílveiðar eiga að hætta því og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Orri Vigfússon formaður NASF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.