Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGInnheimta & ráðgjöf FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s.512-5432Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Ekki lenda í skuldafeni Til að komast hjá skuldasöfnun þarf að eyða minna. Þetta reyn- ist hins vegar fæstum eins auðvelt og það hljómar. Sumum tekst þó að sleppa undan því að safna skuldum með því að fara eftir nokkrum einföldum reglum. 1. Eyddu minna. Tilboðin freista margra og fá þá til að kaupa hluti sem þeir hafa ekki efni á. Gullna reglan er að kaupa aldrei neitt nema vera viss um að maður hafi efni á því. Gerðu fjárhags- áætlun svo þú vitir hve miklu þú mátt eyða og í hvað. 2. Staðgreiddu með peningum. Debetkortin eru handhæg en gera það að verkum að fólk eyðir meira en það myndi gera ef það er með seðlana í höndunum. 3. Ekki láta glepjast af kreditkortum. Notaðu kreditkortin aðeins í neyðartilfellum. Háir vextir á afborgunum gera lítið til að bæta skuldastöðuna. 4. Borgaðu kreditkortaskuldir sem fyrst. Háir reikningar í bland við háa vexti eru slæm blanda. 5. Farðu á útsölur. Ekki borga fullt verð fyrir hlutina heldur kauptu nauðsynjar þegar þær bjóðast á tilboði. 6. Vertu raunsæ/r. Við lifum í neysluþjóðfélagi. Ekki láta glepjast. Ef þú þarft ekki á hlutnum að halda, ekki kaupa hann. Sjálfsagt þykir fáum skemmtilegt að eyða löngum tíma í skipulag á fjár-málum heimilisins. Margir Íslending- ar hafa lent í greiðsluerfiðleikum undanfar- in ár í kjölfar bankahrunsins og afleiðinga þess. Skipulag á fjármálum heimilisins er engu að síður afar nauðsynlegt en að mati Svanborgar Sigmarsdóttur, upplýsingafull- trúa hjá umboðsmanni skuldara, er þó enn of algengt að fólk lendi í greiðsluerfiðleikum vegna þess að það heldur að hlutirnir redd- ist einhvern veginn á endanum. „Við hjá um- boðsmanni skuldara verðum sérstaklega vör það að margir vita ekki hvernig hægt er að bregðast við greiðsluvanda og hvaða úrræði eru í boði. Einnig er það of algengt að fólk sé feimið við að tala við bankann sinn og fá einhverja aðstoð þaðan. Greiðsluerfiðleikar eru því enn svolítið feimnismál og því miður stóla of margir á að þetta muni allt bjargast og gera jafnvel ekkert í sínum málum fyrr en það er orðið of seint.“ Huga þarf að stórum útgjaldaliðum Greiðsluerfiðleikar eiga sér ýmsar orsakir. At- vinnuleysi hefur þar eðlilega mikil áhrif auk þess sem launalækkun getur sett strik í reikn- inginn. Langvarandi veikindi eiga einnig þátt í greiðsluerfiðleikum og ábyrgðarskuld- bindingar þar sem viðkomandi hefur geng- ist í ábyrgð fyrir skuld annars aðila. „Það eru einnig of algeng mistök að vita af stórum út- gjöldum fram undan en í stað þess að leggja fyrir jafnt og þétt til að mæta þeim þá er reynt að borga allt í einu. Einnig getur verið afdrifa- ríkt að taka dýr lán, t.d. yfirdrátt, til að brúa eitthvað bil þegar það getur verið margfalt ódýrara að leggja fyrir í skamman tíma og sleppa um leið dýra láninu. Svo snýst þetta líka oft bara um klaufaskap þegar ekki er borgað á réttum tíma og þá þarf auðvitað að greiða dráttarvexti og áfallinn kostnað.“ Til að forðast greiðsluerfiðleika eða byggja upp fjármálin eftir greiðsluerfiðleikaaðstoð er gott að hafa nokkur atriði í huga, segir Svan- borg. Fyrst ber að nefna mikilvægi þess að fá raunverulega yfirsýn yfir útgjöld og tekjur heimilisins. „Hér skiptir miklu máli að gera sér grein fyrir hverjar útborgaðar tekjur eru og þá þarf líka að taka tillit til húsaleigubóta, vaxtabóta og meðlagsgreiðslna. Um leið þarf að liggja fyrir hversu mikið er greitt af lánum, dagvistun barna og öðrum föstum liðum. Ef framfærslukostnaður liggur fyrir má byrja að einblína á þá útgjaldaliði sem má lækka og þannig setja sér framfærslumarkmið fyrir næstu mánuði.“ Skýr markmið og eftirfylgni þeirra Þegar tekjur og útgjöld liggja fyrir er gott að fylla út fjárhagsyfirlit til að fá skýra mynd af stöðunni eins og hún er. „Um leið og staðan er skýr verður miklu auðveldara að setja sér skýr markmið og fylgja þeim eftir. Í því sam- bandi er gott að greina á milli útgjalda sem erfitt er að lækka, eins og húsaleigu og af- borgana húsnæðislána og útgjaldaliða sem hægt er að minnka, til dæmis í tengslum við afþreyingu og áskriftarkostnað.“ Um leið gefur skýrt fjárhagsyfirlit betri mynd af þeim lánum sem skynsamlegra er að greiða niður sé þess kostur. Ólík lánsform bera misháa vexti og í því sambandi er yfirleitt skynsam- legast að greiða niður vanskil, yfirdrátt og rað- og greiðsludreifingar á greiðslukortum. Svanborg bendir einnig á mikilvægi þess að semja strax við kröfuhafa. Þannig sé oft hægt að semja um frestun greiðslna eða skil- málabreytingar lána. „Ef greiðsluvandinn er hins vegar viðvarandi er hægt að fá ráðgjöf hjá okkur sem getur leitt til tillagna að úr- lausnum.“ Hvort Íslendingar séu verri en aðrir þjóðir þegar kemur að skipulagi fjármála heimilis- ins segir Svanborg að erfitt sé að segja til um það. Rannsóknir hafi þó sýnt að Íslending- ar hafi ekki gott fjármálalæsi og bæta megi verulega úr því. „Þennan þátt má bæta til dæmis í skólakerfinu þar sem kenna má ung- lingum um sparnað og hvernig hægt er að leggja til hliðar en ekki síður að kenna þeim að skilja kostnaðinn við lántöku og um leið hvað það kostar raunverulega að taka lán.“ Greiðsluerfiðleikar eru enn þá svolítið feimnismál Miklu máli skiptir að skipuleggja vel fjármál heimilisins. Margir hafa lent í greiðsluerfiðleikum undanfarin ár en til eru ýmsar leiðir til að fyrirbyggja slíka erfiðleika. Raunveruleg yfirsýn yfir útgjöld og tekjur skipta þar miklu máli. „Því miður stóla of margir á að þetta muni allt bjargast og gera jafnvel ekkert í sínum málum fyrr en það er orðið of seint,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir,“ upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara. MYND/STEFÁN CODEX INNHEIMTUÞJÓNUSTA Codex ehf. er innheimtuþjónusta á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Codex ehf. býður upp á alhliða milliinnheimtuþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á skjóta og persónulega þjónustu auk þess sem öguð og vönduð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Codex ehf. starfar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök auk þjónustu við einstaklinga. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 8.00 til 16.30. Símatími skrifstofunnar er frá 9 –12 og 13–16 alla virka daga. Síminn er 511 3090 og auk þess er unnt að senda fyrirspurn á codex@codex.is til að fá frekari upplýsingar. www.codex.is LÖGMÁL Lögmál ehf. er lögfræðistofa á Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. Lögmál býður upp á alla almenna lögfræðiþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á skjóta og persónulega þjónustu auk þess sem öguð og vönduð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Lögmál starfar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök auk þjónustu við einstaklinga. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9.00 til 16.30. Síminn er 511-2000. Símatími skrifstofunnar er frá 9 til 12 og 13 til 16 alla virka daga. www.logmal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.