Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 54
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 „Helgin hjá mér fer í vinnutörn. Í kvöld er ég að frumsýna verkið Know Thy Yellow Self í Norðurpóln- um. Á laugardaginn eru að hefjast tökur á myndinni Vonarstræti en þar er ég að vinna í framleiðslu- deildinni.“ Vigfús Þormar Gunnarsson kvikmyndagerðar- maður HELGIN Stuttmynd Ásthildar Kjartans- dóttur hlaut aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar Arctic Heat helgina sem leið. Ásthildur var nýkomin heim af Eddunni þegar henni var tilkynnt um sigurinn á Arctic Heat en hátíðin var fyrst haldin árið 1997. „Ég var að koma heim af Edd- unni og þá beið mín póstur þar sem mér var tilkynnt um sigur- inn. Ég var auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Ásthildur. Stutt- myndin ber titilinn Brynhildur og Kjartan og fjallar um eldri hjón sem búa saman í lítilli íbúð. Maðurinn þjáist af Alzheimer og reynir eiginkona hans að takast á við veikindin með honum. „Þetta er vissulega stórt og mikið efni fyrir mynd sem er ekki nema fjórtán mínút- ur að lengd, en það næst samt að draga upp heillega mynd af þeirra aðstæðum.“ Myndirnar sem keppa til verð- launa á Arctic Heat eru í leik- stjórn kvenna og þurfa leikstjór- arnir einnig að hafa ríkisfang í einhverju Norðurlandanna. Alls komast 27 myndir í undanúrslit og velur dómnefnd sigurvegara úr þeim hópi. Sá hlýtur um 85 þúsund krónur að launum. Þegar Ásthildur er innt eftir því hvort kvikmyndahátíð sem þessi sé nauðsynleg í dag telur hún svo vera. „Ætli þetta sé ekki við- bragð við því ástandi sem ríkir innan kvikmyndabransans. Það skiptir engu máli hverjum það er að kenna, svona er þetta og það er ekki gott,“ segir hún að lokum. - sm Ásthildur hlaut aðalverðlaunin Stuttmyndin Brynhildur og Kjartan þótti best á kvikmyndahátíðinni Arctic Heat. FYRSTU VERÐLAUN Ásthildur Kjartansdóttir hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Arctic Heat um helgina fyrir stuttmyndina Brynhildur og Kjartan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við höfum aldrei fengið eins og góða dóma fyrir nokkra sýningu. Ég hef verið spurður hvort við höfum nokkuð borgað fyrir þessa dóma, sem voru eins og sannkölluð ástarbréf frá fjölmiðlum,“ segir Óskar Eiríksson hjá framleiðslufyrirtækinu Thea- termogul, sem á heiðurinn að grínsöngleiknum Silence. Söngleikurinn hefur vakið mikla athygli vestanhafs og hefur hlotið flestar útnefningar á leik- listarverðlaunahátíðinni LA Drama Critics Circle sem fer fram þann 18. mars næstkomandi. Söng- leikurinn er grínleikrit byggt á sögunni um mannæt- una Hannibal Lecter í Silence of the Lambs og hefur gengið fyrir fullu húsi í New York frá frumsýningu í júlí 2011. „Við erum tilnefnd til fimm verðlauna á þessari hátíð, meðal annars fyrir bestu uppfærslu, tónlist og leikstjórn. Þar erum við í hópi með flottum Broadway-sýningum á borð við War Horse og The Book of Mormon, sem eru þær söluhæstu á Broad- way í dag og því er þetta mikill heiður.“ Óskar segir að þau séu nú í viðræðum úti um allan heim um uppsetningu á söngleiknum. Einnig er áhugi fyrir að kvikmynda söngleikinn, en Óskar segist taka þeim fregnum með stakri ró enda sé það best í þessum geira. „Áhuginn er allavega mikill. Þetta ævintýri er rétt að byrja. Það hefur kostað okkur mikinn tíma og fjárfestingu sem lítur nú út fyrir að vera að skila sér.“ - áp Silence með margar útnefningar Hinn íslenskframleiddi söngleikur Silence líklegur til afreka á verðlaunhátíðum. VINSÆLL SÖNGLEIKUR Söngleikurinn Silence er tilnefndur til fimm La Drama Critics Circle-verðlauna við mikla ánægju Óskars Eiríkssonar hjá Theatermogul sem framleiddi söng- leikinn. Hér er hann með systur sinni Signýju Eiríksdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mögnuð klassísk í kilju Inferno eftir August Strindberg er sjálfsævisögulegt verk og fjallar um rithöfund sem yfirgefur fjölskyldu sína til þess að helga sig rannsóknum í efnafræði. Fyrr en varir renna veruleiki og hugarástand saman; höfundurinn fer að sjá ofsóknir og samsæri í hverju horni og upplifir því sannkallað víti – Inferno – innra með sjálfum sér. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina og ritar eftirmála. „Það er háspenna lífshætta í bókinni …“ Hermann Stefánsson / Morgunblaðið „… yfirburðir Strindbergs þegar honum tekst upp tilheyra sviði þar sem ekki eru aðrir til samanburðar.“ Halldór Laxness / Úngur ég var „Hver sem er getur lært loftfim- leika ef áhugi er til staðar. Fim- leikafólk fer léttara með þetta en margir aðrir því það hefur verið pínt til að klifra upp kaðal frá því það byrjaði að æfa. Svo eru aðrir sem hafa aldrei klifrað upp kaðal á ævinni en það er engin þörf á að vera í ofurformi til að prófa þetta,“ segir Katla Þórarinsdóttir, loftfim- leikakona og nútímadansari. Katla var lengi einn af höfuð- paurum Sirkuss Íslands en sagði skilið við hópinn um áramótin og er farin af stað á eigin vegum. Hún er nú aðallega að einbeita sér að loftfimleikum, bæði að kenna þá og sýna. „Yfirleitt eru námskeiðin hjá mér um sex vikur en það er þó allur gangur á því. Þegar um nýliða er að ræða tek ég í mesta lagi sex manns í einu en annars fer ég upp í níu manna hópa,“ segir Katla sem býður líka upp á einstaklings- kennslu. Sérstakt silki er notað í íþróttinni sem er fest upp í loftið. „Það skiptir auðvitað öllu máli að festingarnar séu traustar þar sem það er ekkert grín að detta niður í miðri æfingu,“ segir hún. Hver tími byrjar á upp- hitun á gólfinu þar sem unnið er að því að styrkja líkamann. Í fram- haldi er svo farið upp í silkið og Katla segir algengt að það taki fólk nokkra tíma að ná tækninni við að klifra upp, áður en það getur byrjað að gera æfingar. „Oft ætlar heilinn sér miklu meira en líkaminn getur fyrst um sinn og fólk verður oft pirrað á því. Það gerir það samt að verkum að fólk reynir enn meira á sig og það er skemmtilegt að fylgj- ast með þegar erfiðið fer að bera árangur,“ segir hún. Mismunandi ástæður liggja að baki þess að fólk prófar íþrótt- ina og nefnir Katla dæmi um einn nemanda sem kom til hennar til að vinna bug á lofthræðslu. „Sú hefur tekið gríðarlegum framförum frá því hún mætti í fyrsta tímann og átti bágt með að halda sér nokkr- um sentímetrum frá gólfinu,“ segir hún. tinnaros@frettabladid.is Hver sem er getur lært loft fi mleika Katla Þórarinsdóttir er vön því að sýna listir hangandi í silki úr loft inu. Nú er hún farin að kenna öðrum að gera hið sama og hefur fengið góðar viðtökur. HANGIR Í SILKI Í loftfimleikunum notar Katla sérstakt silki sem hún festir í loftið og gerir svo ýmsar æfingar í. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það eru fjögur ár síðan að Katla byrjaði að fikra sig áfram í loftfimleikum og er nú mikið bókuð til að sýna listir sínar. „Oftast er ég fengin til að vera með atriði á viðburðum en svo er ég stundum ráðin til að sveima um loftið tímunum saman í mismunandi stellingum. Ég hef til dæmis hangið yfir bar í veislum og einu sinni var ég hengd í stigapall í heimahúsi. Erfiðasta, skemmtilegasta og magnaðasta sýningin sem Katla hefur tekið þátt í hingað til var þegar hún tók þátt í tískusýningu fyrir elítukúnna Helly Hansen, sem framleiðir útivistarfatnað. Sýningin var haldin í litlum bæ miðsvegar í fjallinu Mont Blanc í Frakklandi. „Þar var ég að sýna undirfata- línuna og mér var skellt upp í silkið á ullarnærfötunum einum fata í átta stiga frosti. Það versta var samt að silkið mitt hafði frosið yfir daginn svo þegar ég gerði æfingarnar skárust ísnálar alls staðar inn í mig. Þetta var því virkilega vont en á sama tíma var þetta ein magnaðasta upplifun lífs míns, að vera þarna í þunnu loftinu, nístingsfrosti og með mánann skínandi rétt fyrir ofan mig. Það var alveg toppurinn,“ segir hún. Sýndi í ullarnærfötum á Mont Blanc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.