Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2013 | SKOÐUN | 15 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusög- um eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson. Nú þurfti að hugsa: Bókin hafði kostað minna í Hagkaupum. Ég gat því fengið meiri pening fyrir að skila eintakinu sem keypt var í Eymundsson. Aftur móti var fjöl- breyttara vöruúrval í Hag kaupum, en reyndar ekki þegar kom að bókum. Og kannski langaði mig mest í aðra bók hvort sem er? Ég skilaði bókinni í bókabúðina. Veit reyndar ekki hvar nótan er niðurkomin. Hún hlýtur að finnast. Bland.is hagfræði Krónan hefur stundum verið kölluð nöfnum á borð við „Mata- dor-peningar“ af andstæðingum hennar (ég er þar meðtalinn). Það er auðvitað ekki fullkomlega sanngjarn samanburður. Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innanlands“. Fyrir inneignarnótu í Hagkaupum er hægt að kaupa leikföng, föt og mat. Það sama gildir um íslensku krónuna. En hvorki inneignar- nótan né íslenska krónan eru alvörugjaldmiðlar sem nýtast til fulls í viðskiptum manna á milli. Inneignarnótan í Hagkaupum er gagnslítil utan Hagkaupa, íslenska krónan, utan Íslands. Fimm þúsund króna gjafabréf í Kringlunni er minna virði en fimm þúsund króna seðill. Hve mikið minna? Markaðurinn getur svarað þessari spurningu. Sögur fóru af því fyrir nokkrum árum að gjafabréf í Bónus sem mæðra- styrksnefnd úthlutaði seldust á um það bil hálfvirði. Sumir hneyksl- uðust á þessu og vildu fleiri og flóknari reglur til að hindra þetta. Menn vildu sem sagt setja höft á gjafir. Það er rugl. Menn tapa ekki réttinum til að ráðstafa gjöfum þótt þeir séu tímabundið fátækir. Með því að skoða bland.is má sjá að það er alvanalegt að gjafabréf gangi kaupum og sölum: „Inneignarnóta í Cintanami á 35.000: verð 25.000. 10 þús. kr. inneign í Kiss í Kringlunni til sölu á 7 þús. Gjafabréf hjá Icelandair 75.000 kr. til sölu á 65.000 kr.“ Og þetta er bara það verð sem seljendur vilja fá. Endanlega sölu- verðið er væntanlega lægra. Glötuð tækifæri kosta Þessi þáttur gjaldeyrishaftanna fer ekki nógu hátt. Það er ljóst að peningar lækka í verði þegar tækifærum til að eyða þeim er fækkað. Króna bundin við Ísland er minna virði en króna sem nota má alls staðar. Kannski langar mig í íbúð á Spáni eftir þrjátíu ár. Á ég að veðja á sparnað og fjár- festingar í krónum og treysta á að hún verði skiptanleg þegar ég verð sextugur? Það væri, í sögu- legu samhengi, mjög vont veðmál. Krónan hefur verið í höftum meira og minna frá því hún varð til með örfárra ára undantekn- ingu. Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig lappa megi upp á hana en flestar þeirra eiga við þann vanda að etja að stjórnvöld munu auðveldlega geta bakkað út úr þeim þegar eitt- hvað bjátar á. Og eitthvað mun bjáta á. Upptaka annars gjald- miðils, hvort sem er í gegnum ESB eða eftir öðrum leiðum, virðist varanlegri lausn. Ég neita því ekki að mér finnst frelsi til að geta stundað viðskipti og keypt sér hluti í útlöndum eiga að vera ansi hátt á forgangslist- anum. Mér finnst ekki að það eigi bara að vera eitthvað sem við „fáum að gera“ þegar „réttar að stæður skapast“. Og ef það er ekki tíma- bært að ræða það nú hvernig við ætlum að tryggja það frelsi til langframa, hvenær þá? Eftir fjögur ár? Eftir átta ár? Þegar efnahagslífið réttir (tímabundið) úr kútnum? Kannski vilja margir stjórnmálamenn beinlínis hafa höft. Höftin færa þeim, jú, völd. Þeir sem nú segja að við „ sitjum uppi með krónuna hvort sem okkur líkar það betur eða verr“ eiga kannski bara við að það sé ástand sem þeim sjálfum líkar betur. En ekki verr. Inneignarnóta innanlands Krónan er mun nær því að vera einhvers konar „inneignarnóta innan- lands“. Vasklegt þingmanns- efni, Teitur Björn Einars- son, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mis- taka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var marg- boðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008. Teiti finnst flokkurinn hafa það sér til afbötunar að hafa þó unnið úr málunum – eftir á. Hann hafi mætt brottför hersins með því að setja upp Varnarmálastofnun – og sett neyðarlögin eftir hrunið. Gott og vel. Á sínum tíma var Björn Bjarna- son, hugmyndafræðingur flokksins, á móti Varnarmála stofnun. Hann hafði rétt fyrir sér. Eitt af fyrstu verkum mínum var því að leggja hana niður. Öll störf hennar eru nú unnin af öðrum stofnunum – og hundruð milljóna hafa sparast. Hitt er hárrétt hjá Teiti, að neyðarlögin hafa reynst helsta haldreipi Íslend- inga í eftirleik hrunsins. Nú er að sönnu óvíst hvort réttlæti sé yfir- höfuð til í stjórnmálum, en sé svo, þá á sagan eftir að endurmeta bæði hlutverk og arfleifð tveggja stjórn- málamanna sem verðskulda þar mestan heiður, Björgvins G. Sig- urðssonar og Geirs H. Haarde. Það breytir þó engu um óraunsæi Sjálfstæðisflokksins, sem missti af lokum kalda stríðsins. Hann var algerlega óviðbúinn þegar Banda- ríkjamenn kipptu burt hernum. Í stað þess að skilgreina blákalda hagsmuni, og semja í samræmi við raunverulegar öryggis þarfir Íslendinga varðandi siglingar, leit og björgun, norðurslóðir, nýja háska gagnvart borgaralegu sam- félagi, og auðlindanýtingu undir hafsbotni, snerist slagurinn um að ríghalda í fjórar orrustuþotur. Lang- lægsta punktinum var svo náð þegar forysta flokksins bauð stuðning Íslands við árásina á Írak til að skapa sér stöðu í samningunum. Sá díll var skandall. Sama óraunsæi birtist þegar Seðlabankinn undir for- ystu Sjálfstæðismanna daufheyrðist fram eftir ári 2008 við viðvörunum margra seðla- banka um að leita til AGS. Höfuðið var svo bitið af skömminni þegar Seðlabankinn hafði Ísland að ginn- ingarfífli með órum um stórlán frá stórveldi sem sagan kennir ekki að sé þekkt að ókeypis örlæti í garð smáþjóða. Jafnvel rétt eftir hrun, meðan Íslandi blæddi, stritaðist Seðlabankinn gegn aðstoð AGS í heilan mánuð. Þessum dæmum ætti Teitur og landsfundur Sjálfstæðis- flokksins að velta fyrir sér. Meðan flokkurinn sigldi kreddulaust eftir áttavita blákaldra hags- muna Íslands tók hann sporið með Gylfa Þ. Gíslasyni inn í EFTA og þorði með jafnaðarmönnum í EES. Önfirska þingmannsefnið segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir alþjóðlegt samstarf og viðskipta- frelsi. En leiðin þangað liggur ekki í að leyfa lokuðum, inn múruðum valdaklíkum, sem hvergi eru kosnar á pall, að læsa Ísland inni í gjaldeyrishöftum. Þeim á ekki að leyfast að loka á þann möguleika að blákalt hagsmunamat geti leitt til þess að Ísland telji sér betur borgið með evruna –en án hennar. Það væri andstætt hagsmunum Íslands, og þar með Sjálfstæðis- flokksins. Mistök Sjálfstæðisfl okks UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra EcoFuel-tæknin nýtir bensín og metangas og sparar þannig allt að 46% af eldsneytis- kostnaði. Metanbílar eru umhverfisvænir og bera því engin aðflutningsgjöld. Þeir sem kaupa verksmiðjuframleiddan Volkswagen Passat metanbíl í febrúar fá frítt metangas í eitt ár*. Að auki fá eigendur Passat EcoFuel frítt í stæði í Reykjavík ásamt því að njóta hagstæðari kjara á lánum hjá fjármögnunarfyrirtækjum. Passat Variant kostar aðeins frá 4.690.000 kr. Passat Variant EcoFuel Comfortline Plus, 150 hestafla, beinskiptur. www.volkswagen.is Lækkaðu eldsneytiskostnaðinn um allt að 46% Metan 9.843 kr. Dísil 13.801 kr. Bensín 18.242 kr. **Miðast við eldsneytisverð eins og skráð er hjá Olís og Metan 31. janúar 2013. Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1.000 km** *Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var meðalakstur fólksbíla 12.255 km árið 2011. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat EcoFuel er árlegur eldsneytiskostnaður því 120.000 kr. miðað við verð á metani 31. janúar 2013. Tilboð í febrúar. Frítt metan í eitt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.