Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 5

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR 540 Af sjónarhóli stjórnar: Af gagnagrunnum Jón Snœdal 541 Formannaráðstefna LÍ Birna Þórðardóttir 542 Málþing lækna og lögmanna: Endurupptaka á Alþingi eina raunhæfa leiðin Birna Þórðardóttir 544 Heimilislæknirinn og gagnagrunnurinn Friðrik Vagn Guðjónsson 54Q Læknar eru ekki einkynja Rætt við Ingibjörgu Hinriksdóttur Anna Ólafsdóttir Björnsson 552 sótt málþing Félags kvenna í læknastétt á íslandi Anna Ólafsdóttir Björnsson Framsæknar, ungar og í skemmtilegu starfi Rætt við Huldu Maríu Einarsdóttur og Sigríði Björnsdóttur Anna Ólafsdóttir Björnsson 556 Læknatalið, áminning Forsíðumynd, leiðrétting Ragnheiður Guðmundsdóttir heiðursfélagi FKLÍ Anna Ólafsdóttir Björnsson 561 Heimilislæknar, út úr öngstrætinu! Pétur Pétursson 567 Gjaldskrárkerfi sem stýringartæki hcilbrigðisyfirvalda Guðmundur Pálsson Fundir Comité Permanente í desember 2000 oe aprfl 2001 Katrín Fjeldsted 575 Fundur Alþjóðafélags lækna í Divonne-Ies Bains, Frakklandi Jón Snœldal, Sigurbjörn Sveinsson, Tómas Zo 'éga 577 Tæpitungulaust. Góði hirðirinn Árni Björnsson 5§1 Klínískar leiðbeiningar 1. Neyðargetnaðarvörn 583 íðorðasafn lækna 134. Vala Jóhann Heiðar Jóhannsson 585 Faraldsfræði 8. Sjúklingasamanburðar- rannsóknir 1. María Heimisdóttir 586 Lyfjamál 95 587 Broshornið 16. Af sondu og brjóstamjólk Bjarni Jónasson 588 Lausarstöður 589 Styrkir 592 Okkar á milli 594 Minnisblaðið Sumarlokun Læknablaðsins Skrifstofa Læknablaösins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 9. júlí til og með föstudeginum 3. ágúst. Hulda Hákon er þekktust fyrir iágmyndir sínar sem oft eru til þess gerðar að vekja tilfinningu fyrir undrum hins hversdagslega, fyrir sögunum sem leynast allt í kringum okkur en enginn segir. I verkum hennar finna þessar sögur sér sögumann: Dýrin í miðbæ Reykjavíkur segja frá ævintýrum sínum, hversdagslega fólkið veltir fyrir sér tilverunni og jafnvel skrýmslin í sjónum fá að segja frá sér. Verkið sem prýðir forsíðu blaðsins er hins vegar gert fyrir sýningu á Þingvöllum í tilefni af því að þúsund ár voru liðin frá því kristni var lögfest á íslandi. Viðfangsefni sýningarinnar var dyggðir og var leitast við kanna hvaða dyggðir stæðu nútíma íslendingum næst, hvaða eiginleika í fari og framkomu fólks þeir mætu mest. Verk Huldu nefnist Hreinskilni og túlkar upplifun hennar á þessu margræða hugtaki. Er hreinskilni dyggð? Á maður að segja frá öllu sem maður veit eða er kannski réttara að halda sumu leyndu, að segja ekki allan sannleikann? Verki Huldu var komið fyrir í sjálfum Öxarárfossi og var höfuð steypt í málm og þannig gert að vatnið sem braut á hnakkanum flóði jafnóðum aftur út um opinn munninn. Þannig sér Hulda fyrir sér að hreinskilnin sé í raun tvöföld, dyggð og löstur. Sá sem segir satt og rétt frá er dyggðugur en sá sem lætur allt flakka og ekki er trúandi fyrir leyndarmálum er það ekki. Þannig má segja að Hulda snúi upp á viðfangsefnið og bendi á þá tvíræðni sem einkennir allar reglur. Ekkert er alveg rétt og ekkert er heldur alltaf rangt. Hverri reglu tilheyra undantekningar sem geta jafnvel stundum verið áhugaverðari en reglan sjálf. Með verki sínu tekst Huldu að virkja náttúruna til að túlka hið huglæga og nýta þær sterku tilvísanir sem staðurinn hefur í íslenska sögu og þjóðarkennd til að koma ögrandi og umhugsunarverðum skilaboðum til áhorfenda sinna. Jón Proppé Læknablaðið 2001/87 505

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.