Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 24

Læknablaðið - 15.06.2001, Page 24
FRÆÐIGREINAR / ÖNDUNARVÉLARMEÐFERÐ Table I. Patients on home ventilatory treatment in lceland in spring 1999. Mean values and standard deviation. Díagnosis Number Gender M/F Age (mean) BMI (kg/m2 Treatment time (months) Status post TBC Status post polio and 9 4/5 74(4) 23.2 (2.4) 42 (27) idiop. kyphoscoliosis Neuromuscular diseases and 6 5/1 67(9) 33.0 (7.0) 64 (39) degenerative diseases 11 8/3 48 (27) 26.6 (13.7) 29 (31) SDB with COPD 21 11/10 57 (16) 38.8 (12.9) 41 (35) Cheyne Stoke breathing 7 5/2 71(9) 35.7 (4.9) 38 (27) All 54 33/21 61 (19) 32.5 (12.1) 41 (33) SDB: sleep disordered breathing. COPD: chronic obstructive pulmonary disease. BMI: body mass index Table II. Patients on home ventiiatory treatment and ventilatory parameters. FVC FEVl Blood gases (mmHg) Diagnosis (% predicted, mean (SD)) P02 Mean (SD) PC02 Mean (SD) LOT Status post TBC Status post polio and 28(8) 24 (9) 62 (13) 52(6) 5 idiop. kyphoscoliosis Neuromuscular diseases and 38 (25) 45 (33) 53 (10) 64 (21) 1 degenerative diseases 41 (21) 46 (24) 64 (13) 50 (6) 4 SDB with COPD 56 (19) 50 (27) 60 (12) 47(8) 5 Cheyne Stoke breathing 82 (24) 79(26) 70 (17) 45(7) 1 All 49 (24) 47 (28) 61 (13) 50 (12) 16 SDB: sleep disordered breathing. COPD: chronic obstructive pulmonary disease. LOT: longterm oxygen therapy. FEVl: forced expiratory volume in one second. FVC: forced vital capacity. minnkaður styrkur öndunarvöðva. Hjá þeim níu sem báru merki berkla var einnig oft um að ræða aflögun á brjóstkassa vegna þess að þeir höfðu verið höggnir. Samtals voru sjö sjúklingar með öndunarmynstur sem kennt hefur verið við Cheyne og Stoke. Allir voru þeir með hjartabilun. í öllum hópunum, nema hjá þeim sem þjáðist af afleiðingum berkla, var líkamsþyngdarstuðull fyrir ofan eðlileg gildi. Hann var langhæstur hjá þeim sem höfðu kæfisvefn og langvinna lungateppu. Meðferðartíminn var stystur hjá hópnum með tauga- og/eða . Allir hóparnir voru með blástursgildi sem voru óeðlileg nema þeir sem höfðu hjartabilun (tafla II). Að meðaltali var fráblásturinn skertur sem nam 50% eða meira af viðmiðunargildum. Súrefnisþrýstingur í blóði var að jafnaði lágur, en var þó hæstur í hópnum sem hafði hjartabilun. Þrýstingur koltvísýrings í blóði var einnig aukinn. Þriðjungur hópsins eða 16 talsins notuðu súrefni í heimahúsi til viðbótar öndunarvélunum. Umræða Meðferð með öndunarvélum í heimahúsum á íslandi hjá 54 einstaklingum, eða tæplega 20 af 100.000 íbúum, lætur nærri að vera tvöfalt meiri notkun en miðgildi í löndum Evrópu, sem í nýlegri saman- burðarathugun reyndist vera 10 af 100.000 (11). Rétt er þó að benda á að meðal þeirra sem við viljum helst bera okkur saman við, svo sem í umhverfi háskóla- sjúkrahúsa á Norðurlöndum, var notkunin svipuð og hjá okkur (11). Meðferðin á Islandi er öll á einum stað, lungnadeild Landspítala Vífilsstöðum, þar sem öll þjónusta fyrir þessa sjúklinga er veitt af þverfaglegum hópi. A Islandi er þessi sjúklingahópur að fá öndunar- vélarmeðferð með grímu en ekki með barkaskurði. Aður var slfkt forsenda þess að hægt var að veita öndunarvélarmeðferð í heimahúsi (4). Það veitir mun meiri lífsgæði að þurfa ekki að fá barkaskurð þar sem hægt er að borða og tala eðlilega. Þá er venjulega byrjað mun fyrr á meðferð þegar notuð er gríma en við barkaskurð (4,5). Mælitæknin er orðin svo einföld að ef grunur er um öndunartruflanir í svefni, ætti skilyrðislaust að gera næturmælingu og athuga blóðgös. Óvíst er hvenær best er að hefja slíka meðferð hjá sumum þeirra sem til greina koma. Þar sem hér er um að ræða fremur nýjan meðferðarmöguleika vantar fleiri vel gerðar rannsóknir um notagildi hennar og tímasetningu. Munu slíkar rannsóknir vafalaust birtast á næstu misserum. I rannsókn okkar reyndust þeir sem eru með vöðva- og taugasjúkdóma vera yngstir og hafa notað öndunarvélamar styst. Þetta stafar af því að margir þessir sjúkdómar eru meðfæddir eða koma fram snemma á ævinni og draga sjúklingana til dauða á tiltölulega stuttum tíma. Enn er nokkur fjöldi sjúklinga sem ber menjar berkla, bæði eftirstöðvar sýkingar með bandvefs- myndun og kölkun, og hefur farið í aðgerð sem leitt hefur til afmyndunar á brjóstkassa. Þessum hópi er hætt við að fá hækkun á koltvísýringi í svefni og þarf að gera svefnrannsókn hjá þeim sem hafa einkenni sem bent geta til slíks. Sjúklingum með langvinna lungnateppu án kæfisvefns gagnast að jafnaði ekki öndunarvélarmeðferð í heimahúsi til lengri tíma, nema um sé að ræða kæfisvefn eða aðrar svefnháðar öndunartruflanir til viðbótar (8,9). Oft er unnt að þekkja úr þá sem gætu haft gagn af slíkri meðferð, því þeir eru með háan líkamsþyngdarstuðul og eru því verulega of feitir eins og kemur fram í þessari rannsókn. Þeir eru líka gjarna með lungnateppu á miðlungs eða háu stigi eins og sést af blásturprófum hjá þessum sjúklingahópi. Sjúklingar með hjartabilun á lokastigi eru oft með öndunartruflanir í svefni (12). Oftast er um að ræða blöndu af kæfisvefni og miðlægum öndunarhléum. Þetta veldur því oft að einkenni um hjartabilun versna endurtekið og lífsgæði skerðast (13). Þá sjúklinga sem hafa hjartabilunareinkenni á næturna og dagsyfju og dagþreytu ætti að rannsaka með næturmælingu. Einnig þá sem hafa mikil einkenni um hjartabilun og versnar þrálátt þrátt fyrir lyfja- meðferð (14). 524 Læknablaðið 2001/87

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.