Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 51

Læknablaðið - 15.06.2001, Síða 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKNASTÉTT og í mismunandi stöðum, frá aðstoðarlæknum til yfirlækna, gátu notfært sér það sem kennt var á námskeiðinu. Þarna var fjallað um ýmislegt sem maður veit af undir niðri en hefur ekki lifað eftir, eins og að setja sér föst og ákveðin markmið, standa upp og tala og vera sýnilegur. Og ekki síst það að mynda tengsl við aðrar konur. Það er ýmislegt sem tengir okkur, flestar erum við á vinnustöðum þar sem er ríkjandi fjöldi karlmanna. Á mínum vinnustað eru til dæmis starfandi 10 sérfræðingar og ég er eina konan. Þannig að stundum finnst manni léttir að hitta konur. Umræðan í kvennahópum er öðru vísi en í karlahópum. Fjölskyldan og hvernig hægt að raða öllum skyldum saman er til dæmis eitt af því sem oft er til umræðu." Er ekki rœtt um að dreifa henni eitthvað á milli foreldra til dœmis? „Jú, við hjónin ræddum um það og ég hef hitt margar konur sem gera það og virkar ágætlega. En ég held að það séu ákveðnir hlutir sem mæður vilja taka að sér. Mig langar til dæmis að njóta þess að vera með dóttur minni og gefa mér tíma til þess.“ Finnst þér það vera raunverulegt val? „Sérfræðingar á spítölum eiga auðvitað val um að vera í hlutastarfi og flestir eru það, en þá yfirleitt með stofu. Ég ákvað að hætta með stofuna alla vega tímabundið þegar ég eignaðist dóttur mína.“ Sveigjanlegur vinnutími og pappírsvinnuna heim Bjóða launakjörin upp á það? „Það þarf auðvitað að breyta launum og launakerfi sjúkrahúslækna en ég veit ekki hvort það sem nú er í umræðunni leysir þessi mál. Á málþingi Félags kvenna í læknastétt á Islandi nýlega sagði Sigurbjörn Sveinsson að flest af því sem konur vilja lagfæra sé hægt að gera gegnum kjarasamninga og ég held að það sé alveg rétt. Meðal þess sem þarf að taka á er að bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Þannig geta foreldrar til dæmis samræmt vinnutíma sinn með þarfir barnanna í huga. Mörg fyrirtæki gera þetta. Svo er spurning hvort sjúkrahúsin geta ekki gefið fólki kost á að vinna heima að hluta, til dæmis pappírsvinnu og annað sem allt eins og hægt að gera heima. Þetta er hagsmunamál fyrir bæði kynin. Ungir karlmenn hafa aðra sýn en margir hinna eldri og þeir vilja ekki þennan langa vinnudag og þessa miklu vinnubyrði. Þeir vilja geta sinnt börnunum og oft eru þeir giftir konur sem eru líka á framabraut og þeir einfaldlega verða að taka þátt í heimilishaldinu ef þeir vilja halda fjölskyldunni. Maður vonar að þeir sem halda í stjórnar- taumana núna séu þess megnugir að sjá og skilja þessar hugmyndir. Við lifum í samfélagi sem breytist mjög hratt og það er ekki lengur þannig að meirihluti kvenna sé tilbúinn að vera heima. Ekki viljum við hætta að eiga börn? Áður sinntu konur því starfi að vera læknisfrúr og þær höfðu veigamikið hlutverk og gerðu karlinum mögulegt að helga sig starfinu algerlega. Vissulega eru konur enn í dag sem gera það og reyndar karlmenn líka, ég veit um dæmi þess að karlmaður helgi sig heimilinu til að konan geti helgað sig starfinu. En þetta eru undantekningartilfelli." Karlar með bumbu og konur á túr Efþú mœttir breyta einhverju, hverju gœtir þú hugsað þér að breyta? „Mér finnst mikilvægt að það komi kvensér- fræðingar á allar deildir stærsta sjúkrahússins í landinu. Sjúklingar eiga rétt á að ráða til hvors kynsins þeir leita. Mér finnst líka mikilvægt að sjónarmið kvenna komi fram á deildunum. Þannig að ég vildi sjá alla yfirlækna ráða til sín kven- sérfræðinga, ég held að deildirnar yrðu ríkari á því að hafa bæði kynin í starfi. Þetta gildir reyndar líka um hjúkrunarfræðinga, það er mjög æskilegt að bæði konur og karlar séu hjúkrunarfræðingar á deildunum. Við höfum ólík viðhorf og sjáum hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Svo mætti bæta vinnuaðstöðu á spítölunum. Það virðist vera gert ráð fyrir því að læknar séu einkynja, því oft er ekki boðið upp á sér búningsherbergi fyrir konur og karla. Karlar með bumbu og konur á túr eða óléttar skipta um föt hvert innan um annað. Ég veit að mörgum konum finnst þetta mjög óþægilegt, kannski finnst körlunum það líka, ég veit það ekki því ég hef ekki spurt þá. Flins vegar hef ég heyrt maka sumra kvenna geta athugasemd. Þeim líkar þetta ekki.“ Hvernig er hœgt að koma breytingum á? „Fjölgun kvenna í stéttinni hefur áhrif og félagið okkar án efa líka. Það er svo skemmtilegt á fundunum að mætingin er iðulega frá 40 og upp í 70 konur, sem er mikið í samanburði við önnur félög lækna. En auðvitað höfum við ýmsa farvegi, meðal annars í gegnum Læknafélagið. Ef við fjölmenntum þar á fundi, þá gætum við auðvitað fengið ýmislegt í gegn. En við höfum ekki enn farið þá leið og ég veit ekki hvort það er rétt leið. Málþingið sem nýlega var haldið um stöðu kvenna í læknastétt er gott verkfæri ef það hefur vakið þá ráðamenn sem þar voru til umhugsunar. Þá er miklum árangri náð.“ aób Læknablaðið 2001/87 551
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.