Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 55

Læknablaðið - 15.06.2001, Side 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKNASTÉTT Sigríður Björnsdóttir og Hulda María Einarsdóttir. Opinberlega eru allir vegir færir Hvað finnst ykkur um það sem sagt hefur verið, að komtr og karlar velji ólíkar sérgreinar og sér- greinarnar sem konur velji séu oft minna metnar? Hefltr það einhver áhrif á ykkttr og eru einhverjar áþreifanlegar eða óáþreifanlegar hindranir í veginum? Sigríður: „Fólk verður fyrst og fremst að fara í þá sérgrein sem það hefur áhuga á. Það skiptir sköpum. Það er hægt að leggja á sig ótrúlega mikla vinnu ef það sem maður er að gera er nógu skemmtilegt." Hulda: „Það verður fyrst og fremst að kynna sérgreinarnar vel svo auðveldara sé að velja. Opinberlega eru manni allir vegir færir, en það eru ákveðin fög sem konur virðast síður fara í, eins og þvagfæraskurðlækningar og bæklunarskurðlækn- ingar, sem mögulega skýrist af líkamlegum burðum. En varðandi afstöðu til einstakra sérgreina, þá held ég að það sé auðveldlega hægt að hafa áhrif á hana með málefnalegri umræðu. Það er til dæmis allt of ríkjandi neikvæð umræða um heimilislækningar og heilsugæslu inni á spítölunum." Takið þið þátt í þeirri umrceðu sem er um konur í lceknastétt? Hulda: „Ég var fyrir tilviljun dregin með á framsækninámskeið sem Félag kvenna í læknastétt á íslandi hélt og fannst það mjög skemmtilegt. Þá sá ég nýja hlið á málunum, en áður var ég eiginlega alger anti-feministi.“ Sigríður: „Félagið er mjög góður vettvangur til að ræða málin okkar á milli, en við erum ekkert að segja: Við erum svona og þeir svona, það er einfaldlega leiðinlegt. Umræðan innan félagsins er hins vegar mjög gagnleg, við sem erum ungar og á leið í framhaldsnám fáum ráðleggingar hjá þeim eldri og reyndari. Ég fór að starfa með Félagi kvenna í læknastétt á Islandi í tengslum við framsækninám- skeiðið, en ég ásamt tveimur öðrum sá um skipulag og undirbúning námskeiðsins." Hvenær kemur læknirinn? Námskeiðið vakti mikla athygli starfsfélaga þeirra Sigríðar og Huldu á spítalanum. Karlmönnunum sem unnu með þeim fannst mjög fyndið að þær væru á því sem þeir kölluðu „sjálfsstyrkingarnámskeið“. Þær létu það lítil áhrif hafa á sig, kannski helst að þær ræddu það lítið á vinnustaðnum en þeim mun meira sín á milli. Námskeiðið var að þeirra mati mjög Læknablaðið 2001/87 555

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.