Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 87

Læknablaðið - 15.06.2001, Qupperneq 87
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 16 Bjarni Jónasson Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið, Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfasíma 564 4106 eða á netfang: bjarn i.jonasson @ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Af sondu og brjóstamjólk Magasonda Bandarískur læknir starfandi á Íslandi var að kenna læknanemum hvernig magasonda var þrædd ofan í sjúkling. Læknirinn talaði góða íslensku og var auðskilinn, en orðalagið átti til að vekja athygli. Læknanemarnir fylgdust með af miklum áhuga hvernig læknirinn bar sig að. Það runnu hins vegar á þá tvær grímur og þeir litu hver á annan, þegar læknirinn snaraði hugsun sinni („if the tube does not go the right way you may kill the patient“) og sagði: „Ef slangan fer ekki rétta leið máttu drepa sjúklinginn." Yfir og undir Röntgenlæknir í Domus hafði samband við Broshornið. Eftir lestur óteljandi beiðna um röntgenrannsóknir veltir hann fyrir sér hvernig fólk geti haft „svima yfir höfði“ og „verk undir ilinni“! í reykbindindi Aslaug kom til heimilislæknisins, sem hún þekkti vel, og sagði sigri hrósandi: „Jæja, nú hef ég ekki reykt eina einustu sígarettu í þrjá mánuði og ekki bóndinn minn heldur.“ „Og hvernig hefur svo gengið,“ spurði læknirinn. „Bara vel. Við erum svo hugguleg, borðum saman og tútnum út bæði tvö.“ Einn að westan Læknirinn: „Þú átt aðeins eftir að lifa í sex mánuði.“ Sjúklingurinn: „Ég get ekki borgað reikninginn." Læknirinn: „Gott og vel, þá færðu sex mánuði í viðbót.“ Læknaneminn og brjóstamjólkin Lúðvík átti sér þann draum æðstan að verða læknir. Hann hafði stundað námið af samviskusemi og kveið í engu munnlega prófinu sem í vændum var, enda maðurinn vel lesinn. Þegar stundin rann upp átti hann að svara spurningunni: „Hveijir eru fjórir helstu kostirnir við brjóstamjólk?" An þess að hika svaraði hann: „í fyrsta lagi inniheldur hún bestu blöndu næringarefna, sem völ er á fyrir barnið. í öðru og þriðja lagi er hún varin fyrir sýklum í brjóstum móðurinnar og svo örvar mjólkin ónæmiskerfi barnsins.“ Þegar hér var komið fraus allt fast hjá lækna- nemanum. Hann gat með engu móti fundið fjórða atriðið sem á vantaði. Hann fann svitann spretta fram á enninu og honum varð kalt á tánum. Loks fékk hann hugljómun mitt í angistinni og sagði: „Og svo kemur hún í svo flottum umbúðum.“ í veiðitúr Skurðlæknirinn hringdi í konu sína frá spítalanum og sagði: „Sæl, elsku hjartað mitt. Það kom dálítið óvænt upp á. Ég hef fengið eitt af tækifærum lífsins. Mér er boðið í veiðitúr, sem tekur eina viku. Við veiði- félagarnir þurfum að fara alveg í einum grænum. Viltu vera svo elskuleg og taka fram veiðidótið mitt og pakka fötunum mínum. Ég vil gjarnan hafa bláu silkináttfötin með í ferðinni. Svo kem ég við heima eftir klukkutíma og kippi draslinu með mér.“ Nokkru síðar renndi læknirinn við heima hjá sér, kippti farangrinum út í bílinn, kyssti spúsu sína á kinnina og rauk af stað. Viku síðar kom læknirinn til baka. „Var þetta góð ferð hjá ykkur félögunum, elskan mín?“ „Já hún var alveg frábær, en þú gleymdir að pakka niður bláu silkináttfötunum mínum, eins og ég hafði beðið þig um.“ Konan brosti og sagði: „O nei, elsku krúttið mitt. Ég setti þau í veiðiboxið þitt.“ Ég man þá tíð Úr endurminningum barnalœknis: „Stundum lá við að ég fengi mig fullsaddan á barnalækningunum. Þá var engu líkara en ég væri að stunda dýralækningar. Það var ákaflega algengt að sjúklingurinn gæti ekkert sagt mér. Oft og iðulega fylgdu sjúklingnum tveir yfirspenntir og óútreiknan- legir foreldrar, sem hötuðu læknanema og gengu berserksgang ef ég þurfti að draga blóð úr barninu eða setja upp vökva." Ur endurminningum heimilislceknisins: „Ef maður kynnist fjölskyldum náið verður uppskeran ríkuleg. Manneskjurnar hleypa lækninum inn í líf sitt og stundum alveg inn á gafl. Þannig lærir maður oft hvernig best er að haga sínu eigin lífi. Þessi tengsl hafa gagnast mér betur og betur með hverju ári. Þau koma hreinlega í veg fyrir að ég brenni út og eru ein aðalástæðan fyrir því að ég hef haldið það út að vera heimilislæknir." Læknablaðið 2001/87 587
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.