Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 4
fimmtudagur 19. júní 20084 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Unglingar í forn- leifauppgreftri Á næstu mánuðum fá súð- vískir vinnuskólakrakkar að kynnast fornleifauppgreftri. Fimmtán krakkar eru í vinnu- skóla Súðavíkur og verður farið með þá til Vatnsfjarðar í Ísafjarð- ardjúpi til að aðstoða fornleifa- fræðinga við sín störf. Í ferðinni fá krakkarnir að kynnast starf- seminni, þeim verður sýnt hvað verið sé að gera og hvers konar gripir hafi fundist þar. Áætlað er að eftir daginn verði þeim boðið upp á pylsur og sundferð. Því verður þetta skemmtun, fræðsla og vinna á sama degi. Kreppa í Reykjavík Á síðasta fundi borgar- stjórnar áætlaði Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri Reykjavíkur, að mikil um- skipti í ytra efnahagsum- hverfi borgarinnar verði til þess að Reykjavík verði af hálfum milljarði króna í skatttekjur. Þá segir hann jafnframt að verðbólga mælist nú margföld á við forsendur fjárhagsáætlunar ársins sem hann vill meina að fjárheimildir sviðanna innan borgarinnar muni hrökkva fyrir mun minni að- fangakaupum en áætlað var. Nýtt bjálkahús Nýtt bjálkahús rís við golfvöll- inn og fótboltavöllinn á Skelja- víkurgrundum við Hólmavík. Er húsinu ætlað að vera aðstöðu- hús fyrir golfið og fótboltann, þar verður salernis- og kaffiaðstaða og batnar öll aðstaðan á völlun- um við þetta. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið fyrir Hamingjudaga sem verða í lok mánaðarins. Ef það tekst ekki í ár verður það allavega tilbúið fyrir Hamingjudaga á næsta ári. Gervihnöttur á tjaldsvæði Hollendingar sem dvöldu á tjaldsvæði við Tálkna- fjörð höfðu vaðið fyrir neð- an sig vegna Evrópumóts í knattspyrnu en þeir tóku gervihnattadisk með sér svo þeir gætu fylgst með hinum sigursælu Hollendingum á Evrópumótinu. Samkvæmt fréttavef Tálknafjarðar nutu Hollendingar þess að horfa á sigurleik þjóðar sinnar í gær þegar landsliðið sigr- aði Rúmena með tveimur mörkum. Hollenska parið ætlar að dvelja hér á landi í allt sumar en landar þeirra, annað par, hyggjast hjóla um landið. „Það mætti halda að þetta sé orð- ið persónuleg herferð hjá innheimtu- stjóra STEF,“ segir Ólafur Thorodd- sen hæstaréttalögmaður, en hann er lögmaður veitingahússins Þjóðhild- ar 2 ehf. sem flestir þekkja sem Gull- hamra. Veitingahúsið hefur stefnt STEF, sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, vegna einkennilegra vinnubragða við rukkun stefgjalda. „Þeir geta ekki farið í fýlu eins og smá- strákar vegna andmæla á reikning- um,“ segir Ólafur. Málið hófst fyrir tveimur árum þeg- ar STEF sendi veitingahúsinu Gull- hömrum reikninga, sem í kjölfarið var andmælt af forsvarsmönnum fyr- irtækisins. Því dró STEF reikningana til baka, en sendi síðan aðra hærri reikninga nokkru síðar. Sama mál kom aftur upp í apríl þegar STEF sendi þeim reikninga fyrir árið 2007. „Þeim er óheimilt að afturkalla út- gefna reikninga,“ segir Ólafur og seg- ir að það sé ekki leyfilegt að hækka reikninga eins og þeim þóknast. Ól- afur nefnir að þeir séu ekki þeir einu sem hafa lent í þessu. „Þetta snýst ekki um peninga heldur hvort þeir geti gert allt eftir sínu höfði. Okkur finnst þetta ekki rétt vinnubrögð og því fórum við út í þetta mál,“ segir Ól- afur. Þungamiðjan í málinu er hvort STEF geti sent reikninga á fyrirtæki og dregið þá til baka og sent aðra hærri reikninga aftur. Lögmaður STEF, Ragnar Tómas Árnason, er farinn í sumarfrí og ekki fengust svör vegna málsins þegar eft- ir því var leitað hjá STEF í gær. Málið verður tekið fyrir á morgun. Það hefst með frávísunarkröfu STEF. Lögmaður veitingahúss segir STEF rukka eftir eigin höfði: Gullhamrar rukkaðir um hærri gjöld Héraðsdómur StEf hefur verið stefnt fyrir héraðsdóm vegna hækkunar á rukkun til veitingastaðar. „Ég þakka fyrir viðleitnina til að bjarga honum. Það er til fyrirmynd- ar að íslensk stjórnvöld reyni að bjarga birninum og koma honum til sinna náttúrulegu heimkynna í stað þess að fella hann eða láta hann verja síðustu stundum ævi sinnar í dýragarði. Það hefðu orðið ömurleg örlög fyrir þetta vesalings dýr. Því miður getum við ekki lífgað það aft- ur við og yfirvöld gera það sem þau vilja,“ segir Bardot. Mikill viðbúnaður DV spurði Bardot álits á til- raunum íslenskra stjórnvalda til að bjarga hvítabirninum sem gekk á land á Skaga á mánudag og örlögum hans. Sem kunnugt er var mikill við- búnaður í Skagafirði hjá lögreglunni Sauðárkróki og Umhverfisstofnun þegar hvítabjörninn gekk á land. Leitað var aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björn- inn. Sérfræðingur frá dýragarðinum var sendur hingað til lands og kom hann til landsins í fyrradag með við- eigandi búnað til að deyfa björninn auk búrs fyrir hann. Varðskip beið svo átekta úti fyrir Skaga reiðubúið að taka við birninum og flytja hann til Austur-Grænlands, þar sem stóð til að honum yrði sleppt. Sérfræðingurinn komst aldrei nógu nálægt birninum til að skjóta deyfilyfjum í hann og þegar björn- inn lagði leið sína í átt til sjávar var sú ákvörðun tekin að fella hann. Reyndist þetta vera særð og horuð eldri birna. Samkvæmt upplýsing- um frá Umhverfisstofnun hefði hún líklega ekki þolað svæfingu. Annar björninn Í byrjun þessa mánaðar kom annar hvítabjörn til landsins sem einnig var felldur. Sá var mun inn- ar á Skaga, nánar tiltekið við Þver- árfjall. Hann var felldur einung- is tveimur klukkustundum eftir að fyrst sást til hans. Var hann þá tal- inn ógna mannfólki og óttuðust lög- reglumenn að þeir væru að missa sjónar af honum inn í þoku sem var á svæðinu. Bardot fordæmdi þá ákvörð- un þegar björninn var tekinn af lífi í byrjun mánaðarins og talaði um morð. „Þvílíkt hneyksli! Þetta er smánarlegt! Þetta er örvænting! Hvert sem vandamálið virðist vera hefur maðurinn aðeins eina lausn á því. Að drepa! Drepa! Drepa! Þessi heilaga regla um að hafa öryggið í fyrirrúmi er orðin að afsökun fyrir því að útrýma öllu því sem er hreint og fagurt á jörðinni. Aumingja jörð- in er að deyja jafnt og þétt og við með henni,“ sagði leikkonan við DV í byrjun þessa mánaðar. Umdeildar skoðanir Bardot er þekkt fyrir störf sín í skemmtanabransanum, en hún lagði upp laupana á þeim vettvangi að mestu á áttunda áratug síðustu aldar. Hún markaði sér sess ásamt Marilyn Monroe sem ein kynþokka- fyllsta leikkona á sínum tíma. Er Bar- dot nú forsvarsmaður dýraverndun- arsamtakanna Foundation Brigitte Bardot í Frakklandi. Skoðanir hennar hafa löngum verið umdeildar og hefur hún verið dæmd fimm sinnum fyrir meiðyrði í garð samfélags múslíma. Í byrjun þessa mánaðar var hún til að mynda dæmd til að greiða 1,8 milljónir í skaðabætur vegna ummæla sinna um múslíma. Þá sagði hún að þeir væru að eyðileggja Frakkland með því að þröngva siðum sínum upp á franska menningu. Brigitte Bardot, leikkona, söngkona og fyrrverandi fyrirsæta, gleðst yfir tilraun ís- lenskra stjórnvalda til að bjarga hvítabirni sem gekk á land á Skaga á mánudag. Hún segir óheppilegt að hann hafi verið skotinn í fyrradag. „Sem betur fer endaði hann líf sitt frjáls en ekki í dýragarði. Það hefðu verið ömurleg örlög fyrir þetta vesalings dýr,“ segir Bardot við DV. Betri daUðUr eN í dýragarði róBert HlynUr BAldUrsson blaðamaður skrifar: roberthb@dv.is „Því miður getum við ekki lífgað það aftur við og yfir- völd gera það sem þau vilja.“ Þakklát fyrir viðleitnina Brigitte Bardot segir óheppilegt hvernig máli hvítabjarnarins á Skaga lyktaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.