Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 24
fimmtudagur 19. júní 200824 Dagskrá DV NÆST Á DAGSKRÁ Tannlækna- sápuópera? í kvöld verður bein útsending frá leik Portúgala og Þjóðverja úr milliriðli Evrópumótsins í fótbolta sem fram fer í austurríki og Sviss um þessar mundir. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45 en útsending byrjar klukkan 18.25. að venju verður upphitun fyrir leikinn klukkan 17.30 þar sem Þorsteinn j. spáir í spilin með áhugafólki um fótbolta. nú er að sjá hvernig Cristiano ronaldo gengur að koma boltanum í netið hjá jens Lehmann. í kvöld endursýnir SkjárEinn tvo þætti af Style Her famous. í þáttunum hjálpar stjörnustílistinn jay manuel úr þáttunum america’s next top model venjulegum konum að líta út eins og stjörnurnar í Hollywood. Hann sýnir þeim réttu taktana og hvernig á að greiða sér, mála sig, dressa sig upp og haga sér eins og uppáhaldsstjörnurnar þeirra. Spurning hvort jay sé jafngagnrýninn við heimavinnandi húsmæður eins og hann er við þátttakendurna í americ’as next top model. í kvöld verður sýndur sjöundi þáttur af þrettán um parið andrew og Lauren sem reyna að ákveða hvort það sé kominn tími til að fjölga mannkyninu eða ekki. Þau fá litla hjálp frá fjölskyld- unni við þessa ákvörðunartöku enda laglega skrítinn hópur þar á ferð. Þau láta á endanum slag standa en komast þá að því að það er ekki leikur einn að reyna að eignast barn. Hver sagði að barneignir væru barnaleikur? Aðdáendur breskra gamanþátta mega ekki láta The IT Crowd fram hjá sér fara. SkjárEinn hefur í kvöld sýningar á þessum vinsæla sjónvarpsþætti sem er í anda the Office. Þættirnir gerast í tölvudeild þar sem nördarnir Moss og Roy ráða ríkjum. Þeir eru þó ekki ýkja vinsælir meðal vinnu- félaganna og þykja best geymdir í kjallar- anum. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar kona, Jen, er ráðin sem yfirmaður tölvu- deildarinnar. Vinirnir Moss og Roy vita ekk- ert hvernig þeir eiga að haga sér þar sem þeir eiga ekki mikil samskipti við kvenfólk og upp kemur einnig mikill pirringur þar sem yfirmaðurinn nýi kann ekkert á tölvur. The IT Crowd hefur heldur betur slegið í gegn um víða veröld og hefur þáttaröðin unnið til fjölda verðlauna. Íslendingar eiga án efa eftir að taka þessum þætti vel þar sem breskur húmor fellur ávallt vel í kramið hjá landanum. The IT Crowd hefst í kvöld klukkan 20.35. NoTeS FRom The UNDeRbelly STÖÐ 2 KL. 20.45 STyle heR FAmoUS SKjáreinn KL. 19.45 Ég lenti í því nýlega að þurfa að taka mér sjúkrafrí frá vinnu í heila viku. Ástæðan var skurðaðgerð til að fjarlægja tvo endajaxla. Ástand mitt bauð upp á fátt annað en að detta í sófakartöfluna og horfa á sjónvarpið. Þar sem ég skipti á milli RÚV og SkjásEins byrjuðu vonbrigði mín að láta á sér kræla. Óstöðvandi tónlist og kyrr mynd af dagskrá RÚV er það eina sem býðst lasarusum sem horfa á sjónvarp um hábjartan dag. Hvers vegna er ekki hægt að endursýna þáttarað- ir sem hafa vakið lukku í gegnum tíðina, eins og ER? Sem betur fer kemur tæknin afþreyingarþyrstum aumingjum til bjargar. Skjárinn, Netið og DVD-safn meðaljónsins ættu að duga til að hafa ofan af fyr- ir fullorðnum börnum með sjálfs- vorkunnarþörf. Eftir ígrundaða ákvörðun var stefnan sett á að skella sér á fullt í Grey‘s Anatomy frá upphafi. Hvað væri líka meira viðeigandi en að horfa á skurðlæknanema munda hnífinn og skera skurði sem létu mína eigin aðgerð líta út eins og smá skeinu? Horfa á sjúklinga þjást og vorkenna öðrum, ekki sjálfri mér. Sú varð ekki raunin því bati sjúklinganna í þáttunum var alveg merkilega fjótlegur og góður. Þeir vöknuðu upp frá heilaskurð- aðgerð eins og ekkert hefði í skor- ist og fóru að spjalla við fjölskyldu og vandamenn. Ég spjallaði ekki við neinn, nema þá helst við félaga mína Izzie og George sem höfðu ekki minnsta áhuga á tannlækn- ingum. En hvernig væri það? Tann- læknadrama. Tilhugsunin ein fær hárin til að rísa. Doctor C fer hamförum með töngina á meðan Nurse White sér um blóðið með soginu. Aðstoðarkonan Linda huggar sjúklinginn um leið og hún strýkur Doctor C blíðlega um lær- ið. Sjúklingurinn reynir í sífelldu að svara spurningum tannlækn- isins með galopinn munninn og deyfða tungu. Skyndilega kemur í ljós að tanntakan dugar ekki til heldur þarf skurðaðgerð og spang- ir í þokkabót. Ég er viss um að fólk hefði áhuga á hryllingnum, blóð- inu, spennunni og framhjáhald- inu, það klikkar aldrei. Lilja Guðmundsdóttir er hrifin af læknaþáttum pReSSAN The IT Crowd: Í kvöld hefst ný bresk þáttaröð á SkjáEinum um tvo tölvunörda og kvenkyns yfirmann sem kann ekkert á tölvur. Þættirnir eru í anda The Office og hafa farið sigurför um heiminn. Senn líður að lokum þriðju seríu af þáttaröðinni um trúðinn seinheppna. í kvöld sýnir sjónvarpið níunda þátt af tíu um uppistandarann frank Hvam og líf hans. Höfundar þáttanna eru þeir frank Hvam og Casper Christensen sem hafa verið helstu grínleikarar dana um nokkurra ára skeið. Þættirnir njóta mikilla vinsælda í danmörku og hafa einnig fengið nokkra umræðu hér á íslandi. tekið skal fram að atriði úr þáttunum eru ekki við hæfi barna. KlovN SjÓnVArPiÐ KL. 21.30 em 2008 SjÓnVArPiÐ KL. 18.45 16.35 Leiðarljós Guiding Light 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 EM 2008 - Upphitun 18.00 Fréttir 18.23 Veður 18.25 EM 2008 - Upphitun 18.45 EM í fótbolta 2008 Bein útsending frá leik Portúgala og Þjóðverja í átta liða úrslitum. 20.45 Hvað um Brian? What About Brian? (8:24) Bandarísk þáttaröð um Brian O’Hara og vini hans. Brian er eini einhleypingurinn í hópnum en hann heldur enn í vonina um að hann verði ástfanginn. 21.30 Trúður Klovn III (9:10) Dönsk gamanþáttaröð um uppistandarann Frank Hvam og líf hans. Höfundar og aðal- leikarar þáttanna eru þeir Frank Hvam og Casper Christensen sem hafa verið meðal vinsælustu grínara Dana undanfarin ár. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 22.00 Tíufréttir 22.35 EM 2008 - Samantekt 23.05 Aðþrengdar eiginkonur Desperate Housewives IV 23.50 Draugasveitin The Ghost Squad (7:8) Bresk spennuþáttaröð um sveit sem rann- sakar spillingu innan lögreglunnar. Meðal leikenda eru Elaine Cassidy, Emma Fielding, Jonas Armstrong og James Weber-Brown. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. 00.40 Dagskrárlok 07:15 Rachael Ray (e) 08:00 Dr. Phil (e) 08:45 Dynasty (e) 09:30 Vörutorg 10:30 Óstöðvandi tónlist 15:00 Vörutorg 16:00 How to Look Good Naked (e) 16:30 Girlfriends. 17:00 Rachael Ray 17:45 Dr. Phil 18:30 Dynasty 19:20 Style Her Famous (e) 19:45 Style Her Famous (e) 20:10 Everybody Hates Chris (18:22) 20:35 The IT Crowd - NÝTT 21:00 The King of Queens - NÝTT. 21:50 Law & Order: Criminal Intent (9:22) 22:40 Jay Leno 23:30 Age of Love (e) Bandarísk raunveruleikasería þar sem ástin er í aðalhlutverki. Mark Philippoussis er þrítug tennisstjarna frá Ástralíu sem er að leita að stóru ástinni. Í upphafi er piparsveinninn kynntur fyrir hópi kvenna. Það kemur honum í opna skjöldu þegar þær reynast allar vera á fimmtugsaldri. Þær eru nýbyrjaðar að berjast um athygli hans þegar fleiri stúlkur eru kyn- ntar til leiks. Skemmtilegur gamanþáttur um vinkonur í blíðu og stríðu. Háðfuglinn Kelsey Grammer er aðalframleiðandi þáttanna. 00:45 Vörutorg 01:45 Óstöðvandi tónlist 07:00 Undankeppni HM 2010 Útsending frá leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2010. 16:00 PGA Tour 2008 - Hápunktar Farið er yfir það helsta sem er að gerast á PGA mótaröðinni í golfi. 16:55 Inside the PGA 17:20 Landsbankamörkin 2008 18:20 Undankeppni HM 2010 20:00 F1: Við rásmarkið 20:40 Arnold Schwarzenegger mótið 20 21:10 World’s Strongest Man 22:10 Man. Utd. - Real Madrid 23:50 Heimsmótaröðin í póker 2007 Á Heimsmótaröðinni í póker setjast snjöl- lustu pókerspilarar heimsins að spilaborðinu og keppa um stórar fjárhæðir. 16:00 Hollyoaks 16:30 Hollyoaks 17:00 Seinfeld 17:30 Talk Show With Spike Feresten Spike Feresten er einn höfunda Seinfeld og Simpson. Þessi frábæri þáttastjórnandi fær til sín öll stóru nöfnin í Hollywood þar sem þeir taka meðal annars þátt í alls kyns grínatriðum sem eru oftar en ekki ansi langt úti. 18:00 Pussycat Dolls Present: Girlicious 19:00 Hollyoaks 19:30 Hollyoaks 20:00 Seinfeld 20:30 Talk Show With Spike Feresten 21:00 Pussycat Dolls Present: Girlicious Hljómsveitin Pussycat Dolls er vinsæl úti um allan heim og fyrri þáttaröð sló rækilega í gegn þar sem leitað var að nýjum meðlimi í hljómsveitina. Að þessu sinni er þó um annað að ræða því nú á að stofna systrahljómsveit Pussycat Dolls og hún á að heita Girlicious og hún mun samanstanda af þremur hæfileikaríkum og að sjálfsögðu gullfallegum stúlkum. 15 Stúlkur af þeim þúsundum sem sóttu um munu keppa um þessi þrjú eftirsóttu pláss og án efa verður mikið um harða keppni, slúður, prímadon- nustæla og önnur eins skemmtilegheit. 22:00 Cashmere Mafia 22:45 Medium 23:30 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV 07:00 Firehouse Tales 07:25 Dexter´s Laboratory 07:45 Camp Lazlo 08:10 Oprah 08:50 Kalli kanína og félagar 08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful Glæstar vonir 09:30 La Fea Más Bella Ljóta Lety (87:300) 10:15 ´Til Death Til dauðadags (3:22) 10:40 My Name Is Earl Ég heiti Earl (3:22) 11:10 Homefront Heimavöllur (8:18) (e) 12:00 Hádegisfréttir Fréttir, íþróttir, veður og Markaðurinn. 12:45 Neighbours Nágrannar 13:10 Wings of Love Á vængjum ástarinnar (105:120) 13:55 Wings of Love (106:120) 14:40 Friends Vinir (19:24) 15:05 Amazing Race (13:13) 15:55 Sabrina - Unglingsnornin 16:18 Tutenstein 16:43 Nornafélagið 17:08 Doddi litli og Eyrnastór 17:18 Þorlákur 17:28 Bold and the Beautiful Glæstar vonir 17:53 Neighbours Nágrannar 18:18 Markaðurinn og veður 18:30 Fréttir Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:54 Ísland í dag 19:30 The Simpsons (4:22) 19:55 Friends Vinir (9:23) 20:20 The New Adventures of Old Chr 20:45 Notes From the Underbelly Meðgönguraunir (7:13) 21:10 Bones Bein (12:15) 21:55 Moonlight Mánaskin (4:16) 22:40 ReGenesis Genaglæpir (2:13) 23:25 Dreaming of Joseph Lee 00:55 Fallen: The Destiny Fallinn: Örlögin 02:15 Saved Bjargað (9:13) 03:00 Bones Bein (12:15) 03:45 ´Til Death Til dauðadags (3:22) 04:10 The New Adventures of Old Chr 04:30 Notes From the Underbelly Meðgönguraunir (7:13) 04:55 Bones Bein (12:15) 05:40 Fréttir og Ísland í dag Fréttir og Ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 06:35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SJÓNVARPIð 08:00 Barbershop 2: Back in Buisness 10:00 Bride & Prejudice 12:00 Rumor Has It 14:00 Barbershop 2: Back in Buisness 16:00 Bride & Prejudice 18:00 Rumor Has It 20:00 Something the Lord Made 22:00 The Riverman 00:00 Iron Jawed Angels 02:00 Dream Lover 04:00 The Riverman 06:00 Deuce Bigalow: European Gigolo SKJáREINN 17:50 EM 4 4 2 18:20 Bestu leikirnir 20:05 Football Rivalries 21:00 EM 4 4 2 21:30 PL Classic Matches 22:00 1001 Goals Bestu mörk úrvalsdeildarinnar frá upphafi. 22:55 Premier League World 23:25 PL Classic Matches 23:55 EM 4 4 2 STöð 2 SPORT STöð 2 SPORT 2 STöð 2 BÍÓ STöð 2 STöð 2 ExTRA TÖLVUnÖrDArnir í KjALLArAnUm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.