Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 10
fimmtudagur 19. júní 200810 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Seinni umferð kosninga til embættis forseta Simbabve verður 27. júní. Robert Mugabe, forseti landsins, er vígreifur og hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki virða úrslit kosninganna verði þau honum í óhag. Ofbeldi gegn andstæðingum hans hefur aukist og tekið á sig ískyggilegri mynd. Atkvæði eðA kúlA Kolbeinn þoRsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Senn líður að endurkosningum til embættis forseta í Afríkurík- inu Simbabve. Morgan Tsvang- irai, helsti andstæðingur Roberts Mugabe sitjandi forseta, hafði sig- ur í kosningunum í mars, en sam- kvæmt opinberum niðurstöðum, sem margir bera brigður á, skorti hann upp á þau fimmtíu prósent sem hefðu tryggt honum forseta- embættið. Síðan þá hefur ástand í Simb- abve verið eldfimt og hafa stuðn- ingsmenn Mugabes farið mikinn í landinu og sífellt berast frásagnir af ofbeldi og óðdæðisverkum þeirra. Um tíma dvaldi Morgan Tsvangirai utan Simbabve því hann óttaðist um líf sitt og limi og kosningabar- átta stjórnarandstöðunnar fer að mestu fram í skjóli nætur vegna að- gerða fylgismanna Mugabes. Robert Mugabe er vígreifur sem aldrei fyrr og fyrr í vikunni lýsti hann því yfir að hann myndi ekki láta af völdum þótt hann tapaði í væntan- legum kosningum. Þetta er skýlaus- asta yfirlýsing sem hann hefur sent frá sér þess eðlis að hann hyggist ekki virða úrslit kosninganna. Andstæðingar barðir á götum úti Her landsins og vopnaðir hóp- ar hafa undanfarið verið iðnir við kolann við að vara almenning við því að greiða atkvæði öðrum en Mugabe, og stjórnmálaskýrendur telja að Mugabe óttist nú að hafa ekki gert nóg til að tryggja eigið kjör. „Við börðumst fyrir landið, og miklu blóði var úthellt. Við hyggj- umst ekki gefa land okkar eft- ir vegna einfalds X. Hvernig get- ur penni barist gegn byssu?“ sagði Mugabe við stuðningsmenn sína. Stuðningsmenn létu ekki segja sér það tvisvar og hótunum Mugabes fylgdi aukið ofbeldi í nágrenni Har- are þegar hundruð ungra stuðn- ingsmanna hans gengu um götur, sungu stríðssöngva, og drógu and- stæðinga forsetans út úr húsum og börðu með kylfum, járnstöngum og öxum. Hingað til hefur ofbeldið að- allega verið bundið við dreifbýlið þar sem vopnaðir hópar hafa sett á ferðabann og með því komið í veg fyrir að starfsmenn hjálparsamtaka og aðrir utanaðkomandi verði vitni að því sem þar fer fram. Atkvæði eða kúla Chris McGreal, blaðamaður breska dagblaðsins Guardian, lýs- ir ástandinu í Simbabve með þess- um orðum: „Hermenn og vopnað- ir stuðningsmenn smöluðu íbúum Rusape inn á opið svæði á bak við íþróttahús staðarins og komu skila- boðum sínum á framfæri kristal- tært. „Atkvæði þitt er kúlan þín,“ sagði hermaður við skelfdan hóp- inn. Allir vissu hvað hann átti við.“ Þegar rökkva tekur koma ung- ir menn vopnaðir kylfum, spjótum og eggvopnum akandi inn í Rusape, sem er í Manicalandi, reiðubúnir til að ganga hús úr húsi í leit að fólki sem með einhverjum hætti tengist stjórnarandstöðunni. Myndbirt- ing ofbeldisins hefur breyst síðustu daga og þar sem barsmíðar voru látnar duga áður hafa tekið við að- ferðir sem draga dám af beinum hernaði. Mannrán og morð á stuðnings- mönnum stjórnarandstöðuflokks- ins, MDC, hafa færst í aukana og talið er að um eitt hundrað manns hafi verið drepnir og á þriðja hundrað hafa horfið. Þúsundir hafa sætt slæmum barsmíðum og einnig berast fréttir af nauðgunum og öðru kynferðislegu ofbeldi gegn konum. Chris McGreal segir þó að ekki sé á hreinu hvort umrætt ofbeldi sé þáttur í ógnarherferð hers landsins. Kenna stjórnarandstöðunni um ofbeldið Áhyggjur alþjóðasamfélagsins vegna komandi kosninga hafa auk- ist verulega, enda ekki talið að hið ofbeldismettaða andrúmsloft sé til þess fallið að tryggja frjálsar og sanngjarnar kosningar. Leiðtogar annarra Afríkuríkja hafa verið tregir til að gagnrýna Robert Mugabe, en hann býr enn að orðspori sem frelsishetja í huga margra. Einhverra breytinga gæti þó verið að vænta í þeim efnum og sá sem reið á vaðið var Raila Od- inga, forsætisráðherra Kenía, en hann hvatti Mugabe til að láta af völdum. Þrátt fyrir að fáir velkist í vafa um undan hvers rifjum ofbeldið í Simbabve er sprottið fullyrðir Patr- ick Chinamasa að MDC-flokkurinn beri ábyrgð á því. „Í raun er hér um að ræða ofbeldi MDC gegn flokks- mönnum Zanu-flokksins og skot- mörkin eru uppgjafahermenn og einnig stuðningsmenn Zanu,“ sagði hann. Dvínandi fylgi vegna efnahagsástands Víða þar sem áður voru helstu vígi stuðnings við Mugabe hefur orðið veruleg breyting á. Þar ber helst að nefna Manicaland, Mash- onaland og Miðlöndin, þar sem löngum hefur verið hefð fyrir stuðn- ingi við Mugabe. Í kjölfar ört hrakandi efnahags- ástands, óðaverðbólgu, vaxandi at- vinnuleysis og matarskorts hefur fylgið hrunið af forseta landsins. Þessi héruð eru helstu skotmörk vopnaðra fylgismanna stjórnar- innar og Mugabes og fólki hald- ið í heljargreipum óttans. Í breska dagblaðinu Guardian segir að hús þingmanna MDC-flokksins hafi verið brennd og þeir neyddir til að flýja. Kennurum, sem gjarna hafa verið í hlutverki óvilhallra eftirlits- manna í kosningum í landinu, hef- ur verið ógnað og hermenn settir í þeirra stað sem eftirlitsmenn. Tugir þúsunda hafa verið rekn- ir af heimilum sínum, eða skilríki þeirra eyðilögð svo viðkomandi geti ekki greitt atkvæði í kosning- unum sem eiga að fara fram 27. júní. Margir Simbabvar hafa brugð- ið á það ráð að flýja til nærliggjandi landa eins og Suður-Afríku. Vestrænum eftirlitsmönnum verður ekki leyft að fylgjast með framgangi kosninganna, einungis aðilum frá Afríkusambandinu og suður-afrísku þróunarstofnuninni, sem hvorugt hefur gagnrýnt kosn- ingar í Simbabve þrátt fyrir áhöld um framkvæmd þeirra allt frá árinu 2002. Morgan tsvangirai Stuðningsmenn hans hafa sætt ofsóknum og ofbeldi undanfarið. Robert Mugabe Segist reiðbúinn til að fara í stríð tapi hann komandi kosningum. til suður-Afríku margir Simbabvar hafa kosið þann kost að flýja land. Mannskaði í flóðum í kína Lítið lát er á hörmungum í Kína. Flóð í kjölfar versta óveð- urs í áratugi hafa eyðilagt tugi þúsunda heimila í Sichuan-hér- aði og stór svæði ræktarlands liggja undir vatni. Rúmlega ein og hálf milljón manns hefur, síðastliðna tíu daga, verið flutt af þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Hækkandi vatnsborð við ósa Perluár í Suður-Kína er ógn við milljónir manns, en hátt í tvö hundruð manns hafa látist og rúmlega fimmtíu er saknað vegna flóða það sem af er ári. Þar af hefur fimmtíu og einn lát- ist síðan 6. júní. vopnahlé á Gaza Nú sér kannski fyrir end- ann á margra mánaða átökum Ísraela og Hamas á Gaza-svæð- inu. Samningar hafa náðst um vopnahlé milli stríðandi aðila. Vopnahléið tekur gildi í dag og með því verður dregið úr herkví Ísraela um svæðið og flýtt fyrir samningaviðræðum um lausn á ísraelskum hermanni sem er í haldi Hamas. Ákvörðunin um vopnahléið kemur í kjölfar fundar Ísraels- manna með Egyptum í Kaíró fyrr í þessum mánuði. Áætl- að er að opnað verði aftur fyrir vöruflutninga milli Rafah og Egyptalands og að Ísraelsmenn dragi almennt úr efnahags- þvingunum á svæðið. Stjórnvöld í Ísrael vona að sama skapi að eldflaugaárásum frá Gaza muni hætta og auðvelda mannúðar- starf á svæðinu. Höfða mál gegn Hollandi Hollenskur dómstóll veltir nú fyrir sér hvort hægt sé að sækja Sameinuðu þjóðirnar til saka fyrir að hafa mistekist að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebren- ica árið 1995. Þá voru þúsundir múslíma, karlmenn og drengir, drepnir eftir að hafa leitað skjóls á griðasvæði undir stjórn hol- lenskra friðargæsluliða. Um sex þúsund ættingj- ar þeirra sem voru myrtir hafa höfðað mál á hendur Samein- uðu þjóðunum og ríkisstjórn Hollands vegna morðanna sem framin voru af serbneskum her- mönnum á vikutímabili í júlí 1995. Mannrán og morð á stuðningsmönnum stjórnarandstöðu- flokksins, MdC, hafa færst í aukana og talið er að um eitt hundr- að manns hafi ver- ið drepnir og á þriðja hundrað hafa horfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.