Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 8
fimmtudagur 19. júní 20088 Fréttir DV Það hallar á konur í stjórnunar- stöðum fyrirtækja. Færri konur en karlar sitja á þingi. Hefðbund- in kvennastörf eru verr launuð en karlastörf, og konur fá jafnvel lægri laun en karlar sem vinna þeim við hlið. Sumir halda því fram að þetta sé allt konunum sjálfum að kenna. Viðmælendur DV eru þó ekki þeirrar skoðunar og benda á að ekki sé hægt að skella skuldinni vegna misréttis á þá sem fyrir misréttinu verða. Tugþúsundir kvenna söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur fyrir þremur árum til að minnast þess að þrjátíu ár voru liðin frá kvennafrí- deginum 24. október 1975 og krefj- ast launajafnréttis kynjanna. Í kjölfar kvennaársins 1975 var gerð könnun á launamun kynjanna sem sýndi að konur í þéttbýli fengu að með- altali 45 prósent af launum karla. Nú, rúmum þremur áratugum síðar, hafa konur innan við sjötíu prósent af launum karla. Með þessu áfram- haldi verða íslenskar konur með sömu laun og karlar árið 2070. Samkvæmt könnun Capac- ent frá 2006 var kynbundinn launa- munur 15,7 prósent. Þá er búið að taka tillit til allra áhrifaþátta og eftir stend- ur að karlar eru með rúmlega fimmt- án prósentum hærri laun en konur af því að þeir eru karlar. Engum af þeim fjórum konum sem DV ræddi við telur að jafnrétti kynj- anna sé náð á Íslandi. Þar ber launa- misréttið hæst. Kynbundið ofbeldi gegn konum er önnur birtingarmynd íslensks raun- veruleika og klámvæðingin teygir sig inn í sífellt fleiri kima samfélagsins. IngIbjörg Sólrún gíSla- dóttIr, utanríkISráð- herra og formaður SamfylkIngarInnar konur hafa aðra sýn „Möguleikar kvenna til starfs- frama eru aðrir en karla. Hlutur kvenna er rýr í stjórnum fyrir- tækja. Konur eru ennþá talsvert færri en karlar, bæði á Alþingi og í ríkisstjórn,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanrikisráð- herra og formaður Samfylking- arinnar. Hún telur það skipta máli að konur séu í áhrifastöðum í þjóðfé- laginu til jafns við karla. „Ein kona á stangli hér og þar breytir ekki miklu nema sem fyrirmynd. Það þarf ákveðinn fjölda kvenna til að það fari að skipta máli,“ segir hún og þykir miður að þeim fjölda sé ekki náð hér á landi. „Konur og karlar hafa mismunandi sýn og reynslu. Það verður of mikil einsýni í stjórnun samfélagsins ef konur sitja þar ekki við sama borð og karlar.“ Að mati Ingibjargar Sól- rúnar hefur formlegu jafn- rétti kynjanna verið náð á Íslandi en þó vantar upp á að það náist í raun. Hún segir jafnréttisbaráttuna ekki aðeins til góða fyr- ir konur heldur einnig karla. „Jafn- rétti eykur svigrúm og frelsi karla til að lifa á eigin forsendum í stað þess að vera niðurnjörvaðir í ákveðnum hlutverkum. Jöfn réttindi kynjanna og jöfn tækifæri skapa réttlátara og lýðræðislegra samfélag, sem er betra samfélag.“ Ingibjörg Sólrún segir jafnrétt- isbaráttuna vera áherslumál í ut- anríkismálum. „Þó enn vanti upp á jafnrétti kynjanna hér á landi þá er himinn og haf sem skilur að konur og karla í mörgum okkar samstarfs- landa, sérstaklega í þróunarríkj- unum. Þar höfum við heilmiklu að miðla, ekki síst því sem lýtur að pól- itískri stöðu kvenna og stöðu þeirra í efnahagsmálum.“ Í dag undirritar Ingibjörg Sól- rún og forsvarsmenn Háskóla Ís- lands viljayfirlýsingu um að koma þar á jafnréttisskóla. Hann gæti haft svipaða stöðu og jarðhitaskóli Sam- einuðu þjóðanna sem hér er starf- ræktur, sem og sjávarútvegsskól- inn. „Þetta er beinlínis hugsað til að hjálpa konum að vinna að mark- miðum sínum.“ Jarðhitaskólinn hefur boðið erlendum nemendum hingað til að læra og hið sama gæti jafnréttisskólinn gert. gyða margrét PéturS- dóttIr, doktorSnemI í kynjafræðI líkaminn gengur kaupum og sölum „Markaðssetning á kvenlíkam- anum er ein birtingarmynd klám- væðingarinnar. Þar er líkaminn aðskilinn frá sálinni, og líkaminn gengur kaupum og sölum,“ segir Gyða Margrét Pétursdóttir, doktors- nemi í kynjafræðum. Hún segir því fjarri að jafnrétti kynjanna sé náð og helst megi greina það í kynbundnu ofbeldi sem konur verða fyrir sem og launamuni kynjanna. „Kynbundið ofbeldi er mæli- kvarði á ástand jafnréttismála í hverju landi fyrir sig. Tíðni þess er meiri hér en annars staðar á Norð- urlöndum,“ segir Gyða og því ljóst að við stöndum verr að vígi en frænd- þjóðir okkar. Gyða vill að karlmenn taki virk- ari þátt í jafnréttisbaráttu kynj- anna. „Þeir eru oft fljótir að hlaupa í vörn, fara í fórnarlambshlutverk- ið og segja: Við höfum það heldur ekkert gott.“ Að hennar mati væri göfugmannlegra af þeim að gang- ast við forréttindum sínum. Hvað varðar launamisréttið gætu þeir þannig komið að baráttunni með því að taka þátt í þeirri umræðu á opinberum vettvangi. „Staða karla á vinnumarkaði er mun sterkari en kvenna. Kannski skiptir minnstu að konur ræði launin sín á milli. Karl- ar og konur þurfa að ræða saman um laun. Aðeins þannig geta konur gert sér grein fyrir hver viðmiðin eru þegar þær sækja um launahækkun.“ auður eIr VIlhjálmS- dóttIr PreStur umönnun illa metin „Launamunur kynjanna er stað- reynd sem við verðum að breyta,“ segir Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur. „Á meðan vinnuafl kvenna er verðlagt á ólíkan máta er jafnrétti kynjanna ekki náð,“ segir hún og lýs- ir eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Auður bendir á að í stjórnarsáttmálanum segi að þetta sé eitt af verkefnunum en hún hef- ur ekki séð þær hugmyndir í verki. „Nú er lag. Samningar eru lausir og kvennastéttir órólegar, samanber hjúkrunarfræðinga. Þess má geta að norska ríkisstjórnin ákvað nýverið erla hlynSdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is LANGT Í JAFNRÉTTI KYNJANNA „Ein kona á stangli hér og þar breytir ekki miklu“ Í dag er einn helsti hátíðisdagur íslenskrar jafnréttisbaráttu en 93 ár eru síðan konur fengu kosningarrétt. Af þessu tilefni leitaði DV til nokkurra kvenna og spurði hvort jafnrétti kynj- anna væri náð. Engin þeirra telur að svo sé. karlmenn í vörn gyða margrét Pétursdóttir vill að karlar hætti að fara í vörn þegar jafnréttismál ber á góma og taki virkan þátt í baráttunni. kvennastörf minna metin auður Eir Vilhjálmsdóttir segir að kvenna- störf séu ekki metin að verðleikum og að fyrir umönnun eigi að greiða mun meira en raun ber vitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.