Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Síða 5
Stjórnendur Landspítala hafa enn ekki ákveðið hvernig brugðist verð- ur við ef hjúkrunarfræðingar sam- þykkja yfirvinnubann á sjúkrahúsinu. Atkvæðagreiðsla hjúkrunarfræðinga stendur nú yfir og verða úrslit ljós í byrjun næstu viku. Ljóst er að það dregur úr starfsemi sjúkrahússins ef yfirvinnubannið verður að veruleika. Samningar í biðstöðu Kjarasamningar við hjúkrunar- fræðinga eru í biðstöðu að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags hjúkrunarfræðinga. Í síðustu viku var efnt til atkvæðagreiðslu vegna yfir- vinnubannsins og liggur niðurstað- an fyrir næsta mánudag. „Ég vona að þátttakan verði góð. Það myndi sýna góða samstöðu hjúkrunarfræðinga,“ segir Elsa. „Atkvæðagreiðslan hef- ur farið vel af stað og ég á ekki von á öðru en að yfirvinnubannið verði samþykkt.“ Nefnd að störfum Yfirmenn á Landspítala eru ekki búnir að skipuleggja hvernig brugð- ist verði við stöðunni sem kemur upp ef hjúkrunarfræðingar samþykkja yf- irvinnubannið. Til þess að bannið verði samþykkt verður svarhlutfall- ið í atkvæðagreiðslunni að vera yfir fimmtíu prósent. „Við ætlum að bíða eftir niðurstöðum úr atkvæðagreiðsl- unni,“ segir Guðlaug Rakel, staðgeng- ill hjúkrunarforstjóra Landspítalans. Nefnd hefur verið sett á laggirn- ar til þess að kortleggja hvernig starfsemin verður skipulögð þegar eða ef að þessu kemur. „Búið er að kortleggja nokkurn veg- inn hvernig ástandið á eftir að verða en ekki er búið að skipuleggja hvern- ig starfsemi spítalans verður háttað,“ segir Guðlaug Rakel. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort þurfi að loka deildum. „Það er engin deild í hættu. Starfið verður skipulagt þannig að við drögum úr starfsemi þar sem hægt er að draga úr og reynum að styrkja það sem þarf,“ segir Guðlaug Rakel. Missa fólk annað „Launin eru hvað stærsti þáttur- inn í því hversu erfiðlega gengur að halda starfsfólki. Við erum að missa fólk úr hjúkruninni í önnur störf sem eru betur launuð og hafa betri vinnu- tíma,“ segir Elsa. „Erfitt er að keppa við önnur störf þar sem þetta starf er ekki mjög fjölskylduvænt, vaktavinna að stærstum hluta og launin eru alltof lág eftir fjögurra ára háskólanám. Við viljum breytingar og það sem fyrst, áður en hjúkrunarfræðingarnir flýja í burtu.“ DV Fréttir fimmtudagur 19. júní 2008 5 BERGLIND BjaRNaDóttIR blaðamaður skrifar berglindb@dv.is Mikil óvissa Óvissuástand ríkir á meðal hjúkrunarfræð- inga og spítalanna. Seinni tíma vandamál Ákvarðanir verða teknar um framhaldið á spítölunum eftir að niðurstaða úr atkvæðagreiðslunni verður ljós. Yfirvinnubann Yfirvofandi „Atkvæðagreiðslan hef-ur farið vel af stað og ég á ekki von á öðru en að yfirvinnubannið verði samþykkt.“ Atkvæðagreiðsla hjúkrunarfræðinga um yfirvinnubann hefur staðið yfir í nokkra daga. Landspítalinn er ekki kominn með áætlun um hvernig brugðist verður við stöðunni sem kann að koma upp samþykki hjúkr- unarfræðingar yfirvinnubann. Lögmaður veitingahúss segir STEF rukka eftir eigin höfði: Gullhamrar rukkaðir um hærri gjöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.