Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 18
fimmtudagur 19. júní 200818 Bílar DV Arctic trucks og toyotA kynnA breyttAn LAnd cruiser 200 í dAg: „Við viljum halda því fram að þetta sé tímamótabreyting,“ seg- ir Hjalti Hjaltason, framleiðslustjóri Arctic Trucks, um breytinguna á Toy- ota Land Cruiser 200 sem fyrirtækið ætlar að kynna jeppaáhugamönnum í dag. Breytingin kallast 35“ breyting og er unnin í sameiningu af Arctic Trucks og Toyota á Íslandi. Brettakantarnir úr ABS-plasti Einn helsti þáttur hennar er að brettakantarnir eru úr endurnýjan- legu ABS-plastefni sem hefur sam- bærilega eiginleika og efnið í stuð- urunum. „Það heldur sér alltaf eins og við erum að fá sömu gæði og bíla- framleiðendur,“ segir Hjalti. „Áður fyrr var þetta alltaf gert úr trefjaplasti sem bauð upp á að það gætu kom- ið holur og annað í það. Við getum hreinlega ekki tekið séns á því þeg- ar við erum að afgreiða bíla á svona stórum mörkuðum eins og í Rúss- landi,“ segir Hjalti en Arctic Trucks horfir nú hýru auga til Rússlands. Í undirbúningi er meðal annars að opna útibú þar, jafnvel seinna á þessu ári, sem og í Bretlandi. Breyt- ingin var líka fyrst kynnt í Moskvu fyrir tveimur vikum. Nýr, stafrænn hraðamælabreytir var sérhannaður fyrir bílinn og eru allir íhlutir sérstaklega framleiddir fyrir þessa breytingu. „Þessir bílar, eins og svo margir í dag, eru útbún- ir svokölluðu CanBus-tölvukerfi,“ segir Hjalti. „Þetta er stafrænn bún- aður sem tekur hraðamælamerki frá hverju hjóli. Til þess að breyta merk- inu, svo tölvan fatti að það séu komin stærri hjól undir bílinn, þarf að taka merki frá öllum fjórum hjólunum og breyta þeim rétt. Þetta er nauðsyn- legt til að hraðamælirinn sýni rétt, skiptingin virki rétt og allt fjöðrunar- kerfi virki rétt í bílnum. Þetta er þró- unarvinna sem hefur verið í gangi hjá okkur og fyrirtæki sem heitir Næmi síðan í janúar á þessu ári.“ Fjöðrunin alveg sú sama Varðandi fjöðrunarmöguleika bílsins, sem Hjalti segir að hafi verið gríðarlega miklir, var mark- miðið að hefta þá ekki á nokkurn hátt með breytingunni. „Við höfð- um að leiðarljósi að bíllinn gæti alltaf fjaðrað jafnmikið og hann gerði áður,“ segir hann. Til þess atarna voru hjólgötin til að mynda opnuð meira en venjulega er gert til að útbúa pláss fyrir dekkin. Að sögn Hjalta eru allir íhlutir sérstaklega framleiddir fyrir þessa breytingu. Toyota-íhlutir eru líka notaðir alls staðar þar sem því er komið við til að viðhalda gæða- kröfum Toyota. Niðurstaðan sé ný kynslóð breytinga þar sem not- ast sé við aðferðafræði sem ekki hafi verið fylgt við jeppabreyting- ar áður. Biðin eftir að breyting- um ljúki eftir að bíllinn er kominn í hús hjá Artic er um það bil tvær vikur. Kynningin fer fram hjá Arc- tic Trucks að Kletthálsi 3 á milli klukkan 18 og 20 í kvöld. kristjanh@dv.is TímamóTa-breyTing á Land Cruiser sjöTTa kynsLóð vænTanLeg Í haust kemur á markað sjötta kynslóðin af Volkswagen Golf: Framleiðslan á Volkswagen Golf hófst fyr- ir þrjátíu og fjórum árum og hefur bíllinn ver- ið einn alvinsælasti bíll Evrópu frá því að fram- leiðslan hófst. Sjötta kynslóðin af Volkswagen Golf er væntanleg á markað í haust og fullyrðir fyrir- tækið að með nýju skipulagi í framleiðslu og hagræðingu hafi tekist að lækka framleiðslu- kostnaðinn á hverju eintaki um tæplega eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur. Þetta þýðir þó ekki að bíllinn verði ódýrari í kaup- um en fimmta kynslóðin þar sem framleið- endur ætla sér að nýta peninginn sem sparast í þróunar- og rannsóknarvinnu. Peningunum verður sérstaklega varið í þá þróun að mæta hertari kröfum um útblástur og mengun frá bílum. Hagnaðurinn af framleiðslu fimmtu kyn- slóðar Golfsins olli töluverðum vonbrigðum en arðurinn fór ekki að verða sýnilegur fyrr en tveimur árum eftir að bíllinn kom á markað. Nú er hins vegar búist við því að framleiðslan á sjöttu kynslóðinni fari að skila hagnaði frá fyrsta framleiðsludegi. Þessi sjötta kynslóð verður frumsýnd al- menningi á bílasýningunni í París í haust en um svipað leyti verður hann kynntur völdum hópi evrópskra blaðamanna sem boðið verð- ur að reynsluaka bílnum. Samkvæmt óstaðfestum heimildum FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, mun sú kynning fara fram á Íslandi síðsumars en fyr- ir fáeinum árum fór samskonar kynning fram hérlendis á Mercedes Benz GI jeppanum. Volkswagen golf Vinsælasti bíll Evrópu síðan framleiðsla hófst. Sama fjöðrun „Við höfðum að leiðarljósi að bíllinn gæti alltaf fjaðrað jafnmikið og hann gerði áður,“ segir Hjalti Hjaltason, framleiðslustjóri arctic trucks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.