Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Page 9
DV Fréttir fimmtudagur 19. júní 2008 9 GOLF & GAMAN Golfvísur og gamanmál frá Kristjáni Hreinssyni, eins og honum einum er lagið. „Frumleg, fyndin og frábær skemmtun” - Guðmundur Arnarsson, ritstjóri Golfblaðsins „Það mun sitthvað þessu líkt um þjóðlíf hafa flogið Hér er sjálfsagt eitthvað ýkt en engu mun þó logið“ - Kristján Hreinsson „Fyndin og frábær lýsing á gleðinni sem golfið geymir.” - Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands        HPI Savage XL fjarstýrður bensín torfærutrukkur, sá stærsti og öflugasti til þessa. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is SAVAGE XL Nýkominn H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is LANGT Í JAFNRÉTTI KYNJANNA að láta 43 milljarða norskra króna í að jafna launakjör kynjanna,“ seg- ir Auður og telur að íslenska ríkis- stjórnin þurfi að herða sig. „Launamunur kynjanna er hér meiri en víðast hvar í Evrópu og meiri en á Norðurlöndunum. Það fer þó eftir því hvernig reiknað er hversu mikill munurinn er. Það er þó ljóst að við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna.“ Auður blæs á þá gagnrýni að kon- ur geti sjálfum sér um kennt að þær fái lægri laun en karlar: „Þær sækja ekki í störf sem eru lægra launuð. Þær sækja í störf sem þeim hugnast. Umönnunarstörf eiga að vera vel launuð. Hver ætti að sinna þessum störfum ef konur gerðu það ekki?“ spyr hún. „Það er ekki hægt að skella skuldinni á hverja og eina konu og segja: Þú skalt bara sækja um launa- hækkun. Margar þeirra vinna sam- kvæmt taxta. Við þurfum öll að taka okkur saman og eyða þessu vanda- máli. Það er nú eða aldrei.“ Jóhanna K. EyJólfsdóttir, framKvæmdastJóri ÍslandsdEildar amnEsty intErnational launaleyndin slæm „Til að eyða mis- rétti kynjanna þurfum við að vera meðvitaðri um hvaða þættir það eru sem veikja stöðu kvenna,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslands- deildar Amnesty Int- ernational. „Það er sérkennilegt að tug- um ára eftir að jafn- réttislög eru sam- þykkt, og tugum ára eftir að talað var um sömu laun fyr- ir sömu vinnu, að það sé enn tals- verður launamunur á milli karla og kvenna í sömu störfum.“ Jóhanna segir að lagalega séð hafi jafnrétti verið náð. Hins vegar þarf að koma til viðhorfsbreyting til að jafnrétti náist í raun. Hún telur mikilvægt að karlmenn verði virk- ari í baráttunni. „Jafnrétti kynjanna snertir okkur öll,“ segir hún. „Það er ekki hægt að gera þann sem verður fyrir mismunun ábyrg- an fyrir henni,“ segir Jóhanna um launamisrétti kynjanna en sumir hafa haldið því fram að sökin sé hjá konunum sjálfum og að þær leiti ekki nógu mikið eftir hærri launum. „Það er mikil einföldun,“ segir hún. „Ég held að þessi stefna um launa- leynd sé mjög slæm. Ég held að launaleynd- in hreinlega ýti undir mismuninn. Á meðan hún er við lýði er erfitt að átta sig á hvaða laun eru greidd fyrir ákveðin störf.“ Mansal er vandamál á alþjóða- vettvangi. Jóhanna segir skorta rannsóknir á umfangi mansals hér á landi en talið er að Ísland fari vart varhluta af því frekar en önnur lönd. „Eðli málsins samkvæmt eru mjög fáir sem þora að koma fram og tjá sig.“ Að hennar mati er afar mikil- vægt að íslensk stjórnvöld fullgildi Evrópuráðssamning um aðgerðir gegn mansali. Þegar hafa verið tek- in fyrstu skrefin að því að fullgilda samninginn en eitt aðalmarkmið hans er að tryggja vernd fyrir fórn- arlömb mansals. fleiri konur í stjórnir ingibjörg Sólrún gísladóttir segir mikilvægt að fjölga konum á þingi og í stjórnum fyrirtækja. Án jafnrar aðkomu kvenna að stjórnun samfélaga verður útkoman heldur einsleit. Áratugum á eftir jóhanna K. Eyjólfsdóttir segir sérkennilegt að launajafnrétti hafi ekki verið náð þegar áratugir eru síðan lög þess efnis voru samþykkt. of langt í land Launajafnrétti kynjanna er eitt helsta baráttumál íslenskra kvenna. Á kvennafrídaginn í október 2005 söfnuðust tugþúsundir kvenna saman í miðbæ reykjavík- ur og kröfðust launa til jafns við karla. Ef fer sem horfir næst það markmið eftir sextíu og tvö ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.