Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 12
fimmtudagur 19. júní 200812 Neytendur DV Lof&Last n Lofið fær barinn gullöldin í grafar- vogi fyrir að selja kryddbrauð. Krydd- brauðið var á mat- seðli Pizzabæjar í mosfellsbæ, en sá staður var keyptur af Hróa hetti. mosfellingar tóku ástfóstri við krydd- brauðið á Pizzabæ en sagan segir að bakarinn af Pizzabæ sé nú kominn á gullöldina. n Lastið fær Strætó fyrir slaka þjónustu. Viðskiptavinur hefur ítrekað reynt að kaupa strætókort hjá þeim en hefur alltaf fengið þau svör að ekki sé hægt að kaupa hjá viðkomandi aðila. Svo virðist sem Strætó sé með kerfi í þremur bæjarfélögum og ekki er hægt að kaupa nema á ákveðnum stöðum. Ekki góð og áreiðanleg þjónusta. Fjórir hlutir ættu alltaf að vera í bílnum í ferðalaginu: Skemmtileg og ódýr bílferð Nú eru ferðalögin að byrja og fólk farið að streyma út á þjóðvegina. Þar sem innanlandsflugið er orðið mjög dýrt er skárri kostur að keyra, þrátt fyrir hátt eldsneytisverð. Hvernig er best að gera ferðina sem hagstæð- asta? Sniðugt getur verið að smyrja nesti frekar en að kaupa það á bens- ínstöðvunum og taka með vatn í staðinn fyrir að kaupa gosdrykki. Gott er að taka með ávexti í staðinn fyrir að kaupa nammi, krökkunum verður ekki illt í maganum og þau verða ekki jafnpirruð. Margt er hægt að gera til að gera ferðina skemmtilegri, gott er að taka með skemmtilega geisladiska eða hljóðbækur. Það er líka sniðugt að lesa upp þjóðsögur sem tengjast þeim stöðum sem keyrt er fram hjá. Krossgátur og sudoku stytta stund- irnar og svo er leikurinn „Hver er maðurinn?“ ódauðlegur. Þá hugsar einn sér einhverja fræga persónu og hinir spyrja spurninga til að reyna að komast að því hver manneskjan er. Sá sem er spurður má bara segja já eða nei. Það er sniðugt að taka með sér lesefni, bækur eða blöð í staðinn fyr- ir að kaupa eitthvað á leiðinni. Svo má ekki gleyma koddum og tepp- um ef farþegarnir verða þreyttir. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að bíl- stjórinn haldi sér vakandi og hlusti á tónlist, drekki vatn og borði ávexti. Gullinbrú 170,40 186,80 Bensín dísel Bíldshöfða 168,70 185.20 Bensín dísel Laugavegi 173,40 189,80 Bensín dísel Klettagörðum 168,60 185,10 Bensín dísel Arnarsmára 168,70 185,10 Bensín dísel Smáralind 168,70 185,20 Bensín dísel Lækjargötu 173,40 189,80 Bensín díselel d sn ey t i Það er þekkt dæmi í bakaríum landsins að kaupa innflutta frosna vöru og klára að baka hana á staðnum. Það er gert í hagræðingarskyni og til að auka úrval fyrir við- skiptavini. Bensínstöðvar bjóða eingöngu upp á brauð sem flutt er inn frosið og bakað á staðnum. „Ég held það sé gott að fólk viti af því hvað það er að kaupa,“ segir Páll Líndal, vörustjóri hjá N1. Frosið selt sem Ferskt Í bÍlnum: taka með nesti og vatn lesa þjóðsögur upphátt Hlusta á tónlist og hljóðbækur Ávextir frekar en nammi „Þetta selst vel og við erum að bjóða það sem kúnninn vill,“ segir Stein- þór Jónsson, eigandi Björnsbakarís. Fjórar tegundir af sætabrauði væru innfluttar frosnar og seldar sem nýj- ar í Bakararameistaranum. Stein- þór segir þetta tíðkast í bakaríum og eingöngu gert í hagræðingarskyni. Brauð og rúnnstykki eru bökuð frá grunni og ávallt fersk. Nokkrar vörur eru þó fluttar inn erlendis frá, líkt og kom fram á Vísir.is fyrir skemmstu. Dýr tæki Í öllum bakaríum landsins er flestallt bakað frá grunni. Kleinu- hringir, hnetuvínarbrauð og muff- inskökur eru dæmi um vörur sem þekkt er að bakarí kaupi frosin að utan og klára að baka hjá sér. Stein- þór segist kaupa inn frosin hnetu- vínarbrauð og kleinuhringi frá Dan- ól en þeir flytja þau inn óbökuð og frosin og segir aðra bakara gera hið sama. „Það er mjög dýrt að kaupa tæki til að búa til svona ameríska kleinu- hringi. Það þarf að kaupa tækin og það er afar dýrt fyrir hvern og einn,“ segir Steinþór. „Við erum að framleiða vöruna, kaupa hveiti og sykur og framleið- um sjálf. Ég hef engan áhuga á því að flytja inn brauð,“ segir Steinþór. Lítill hluti Uppljóstranir um að boðið sé upp á forunna vöru hafa komið sér illa fyrir bakara. Þeir tóku því illa að vera sakaðir um að bjóða ekki upp á fersk- vöru. Í samtali við bakarameistara sem ekki vill láta nafns síns getið tek- ur hann undir að það tíðkist í bakarí- um að kaupa frosið og er aðeins um 5 prósent vörunnar að ræða. Það sé gert til að auka úrvalið. Fólk veit hverju það gengur að og getur valið að kaupa sér aðra vöru sem bökuð er frá grunni. Eru það öll brauð, rúnnstykki, snúðar, vín- arbrauð, tebollur, kökur og alls kyns smástykki. Það eru því um 95 prósent vörunnar sem bökuð er frá grunni. Bensín og brauð Páll Líndal, vörustjóri hjá N1, segir að þau hafi verið með Bake- off, eins og það kallast, í nokkur ár og reynst vel. „Það vita flestir sem eru að versla við okkur að þetta er frystivara,“ segir Páll. Hann segir þetta vera hluta af þjónustu bensín- stöðvarinnar að bjóða upp á nýbak- að bakkelsi og er þetta eina leiðin. Stöðugt fleiri staldra við og kaupa sér nýbakað brauð. Páll heldur því einnig fram að umræðan undanfar- ið hafi verið nauðsynleg því hann telur fólk ekki hafa áttað sig á því að það er að kaupa frosna vöru í bak- aríum. „Við erum með sömu gæði á sumum vörutegundum og í bakarí- um,“ segir Páll. „Okkar viðskiptavin- ir vita af þessu og líkar vel.“ HLýLegt kaffiHús Þóra Karítas Árnadóttir leikkona er afar ánægð með nýtt kaffihús í miðbænum. „Ég er nýbúin að upp- götva nýlenduvöruverslun Hemma og Valda, þar sem Kaffi Hljómalind var. Þar er einstaklega gott kaffi og möffins. andrúmsloftið er mjög hlýlegt og það er mjög gott að sitja þarna, mjög bjart og fallegt. tón- listin er líka notaleg, seinast þegar ég fór var verið að spila KK og magga Eiríks. Þar er líka hægt að skrifa hugleiðingar sínar í bækur á staðnum.“ neytendur@dv.is umSjón: ÁSdíS björg jóHannESdóttir asdisbjorg@dv.is Neyte ur Vinningshafar dagsins Vinningshafar dagsins 16. júní. Þeir hlutu í verðlaun tíu þúsund króna inneign í bónus. dV óskar þeim innilega til hamingju. auður Mjöll friðgeirsdóttir Björn einarsson egill Þorláksson Jóhanna kristinsdóttir sólveig erna sigurvinsdóttir ÁsDÍs BJÖRg JÓHaNNesDÓttiR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is „Okkar viðskiptavinir vita af þessu og líkar vel“ kleinuhringir flest bakarí kaupa innflutta og frosna kleinuhringi frá útlöndum og selja sem nýja. athugið að myndin er ekki tekin í tengslum við greinina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.