Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Blaðsíða 22
Sæll, Geir forsætisráðherra. Sem ég var að hlaða sjálfan mig þjóðarstolti og þjóðrækni fyrir há- degi þjóðhátíðardaginn 17. júní kveikti ég á gufunni, Rás 1. Á öldum ljósvakans barst rödd þín þar sem þú hvattir okkur borgarana til þess að bregðast við gríðarlegri hækkun á eldsneytisverði með því að draga úr notkun. Draga úr neyslunni, velja ódýrari samgöngur og gera yfirleitt allt sem gæti dregið úr olíu- og bens- ínnotkun. Um tíma hélt ég að ég væri að hlusta á Steingrím J. Sigfússon, for- mann Vinstri grænna, flytja enn eina eldmessuna um bruðlið og hernað- inn gegn náttúrunni. Nýja forystan Svo datt mér í hug að þú hefðir verið að rifja upp varnaðarorð rúss- neska olíubarónsins Mikhails Khod- orkovskys, sem ritaði grein í tímaritið Economist í upphafi árs 2007. Eins og þú veist heldur Pútín honum í fang- elsi í Síberíu vegna þess að hann var einn af þessum óþekku ólígörkum sem gripu gæsina í tíð Jeltsíns en vildu ekki þýðast vald og áform Pút- íns. Eins og þú veist var árum saman reynt að koma íslenskum ólígörkum bak við lás og slá en yfirvöld voru ekki komin eins langt í skóla leynimakks- ins og valdbeitingarinnar og Pútín til þess að það gæti heppnast. Svo höf- um við bara Kvíabryggju hér á landi en enga Síberíu til þess að geyma sakamenn og á því er mikill munur. Khodorkovsky sagði í Econom- ist að jafnvel þótt voldugustu þjóðir veraldar hæfu aðgerðir á öllum svið- um til þess að afla nýrra orkugjafa og orkan yrði nýtt betur í iðnaði og á heimilum en nú er gert mætti ekki gleyma því að hagkerfi þróunarland- anna mundu halda áfram að vaxa og stækka og verða æ frekari á orkulind- ir jarðar. Það mundi ekki stýra góðri lukku fyrir hin útvöldu Vesturlönd. Khodorkovsky taldi farsælast að halla sér að nýrri forystu í heimsmark- aðskerfinu. Forystu sem væri reiðu- búin að falla frá neyslu- og sóunar- hugarfari en rækta þess í stað lífsgildi sem snúa að huglægum verðmætum og nautnum, en í því felst mikill orku- sparnaður. Khodorkovsky sagði að mann- skepnan væri í eðli sínu íhaldssöm og hefði ríka þörf til þess að slá svo rót- tækum ákvörðunum á frest. En það er ekki hægt. Stefnan hefur verið tekin og nú er ekki aftur snúið segir fanginn í Síberíu. Þetta veist þú, Geir, og ert sam- mála Khodorkovsky. Þess vegna segir þú okkur að hugleiða málið og spara olíu og bensín. Seldu ráðherrabílana Ég hef borið tilmæli þín undir nokkra vini mína. Þeir, eins og ég, segjast vera reiðubúnir að verða við óskum þínum ef ríkisstjórnin gengur á undan með góðu fordæmi. Í fyrsta lagi verður þú að tala við ráðherra þína og láta þá selja alla ráðherrabílana. Fyrir þá fást kannski 70 milljónir króna, en hver þeirra hefur líklega kostað 6 til 7 milljón- ir króna. Árlegur rekstrarkostnað- ur þeirra er sjálfsagt um 10 milljón- ir króna þannig að þarna liggja um 80 milljónir króna af skattfé borgar- anna. Í öðru lagi verður þú að segja upp að minnsta kosti ellefu ráð- herrabílstjórum og telja ráðherrana á að aka sjálfir á milli staða. Við það sparar þú skattborgurunum 40 millj- óna króna útgjöld á heilu ári. Ég segi ellefu vegna þess að ég veit ekki hvort Jóhanna Sigurðardóttir hefur einka- bílstjóra til að keyra Honduna sem hún lét kaupa fyrir andvirði Land- krúsers félagsmálaráðuneytisins en þá lúxuskerru lét hún víst selja þegar hún tók við embætti. Í þriðja lagi verður þú að útvega 12 sparneytna bíla sem ganga fyrir annarri orku en bensíni og olíu. Bíl- unum getur þú fækkað með því að fækka ráðherrum en við það sparast ógrynni fjár. Með þessu móti gæfir þú og rík- isstjórn þín afar gott fordæmi sem tekið yrði eftir um allan heim því allt mannkynið þekkir vandann. Þú mátt vera viss um að allir heimsins þjóð- arleiðtogar vildu þessa Lilju kveðið hafa þegar upp verður staðið. Hugsaðu þér að geta sagt við sjálf- an þig eftir tæp þrjú ár, þegar annar hver bíll verður ekki lengur knúinn bensíni og olíu hér á landi: „Þetta er að mestu leyti mér að þakka og besta verkið sem ég vann í ríkisstjórn minni sem nú bíður örlaga sinna í þingkosningunum framundan.“ fimmtudagur 19. júní 200822 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson, janus@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Geir yrði heimsfræGur Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Svo virðist sem flest vandamál komi utan frá í augum Geirs og fæst á hans ábyrgð. Alheimsvandi Geirs Leiðari Geir H. Haarde sagði orðrétt í þjóðhátíðarræðu á Austur-velli 17. júní: „Ég hvet almenning til að skoða vandlega allar færar leiðir í þessum efnum. Þjóðin verður að breyta neyslumynstri sínu og framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling en einnig heildina.“ Geir skorar á þjóðina að breyta venjum sínum í átt til sparnaðar á eldsneyti, en tekur sjálfur upp þá nýjung að fljúga hvert á land sem er í einkaflugvél til að spara sér tíma. Í apríl síðastliðnum birt- ist frétt í DV um ferðatilhögun forsætisráðherra á landi. Þar greindi frá því að Geir lét einkabílstjóra sinn skutla sér liðlega 300 metra leið frá Stjórnarráðinu að Hafnarhúsinu í miðbænum, 680 metra ökuleið. Hann fór á margmilljóna króna bensínháki, sem er í flokki þeirra eyðslumestu sem völ er á. Það tekur skemmri tíma að ganga þessa leið. Í þjóðhátíðarræðunni veitti Geir okkur innsýn í athyglisverða heimssýn sína. Hann talaði um utanaðkomandi aðstæður, sem yllu efnahagsþrengingum hér, og hinn „nýja alheimsvanda“. Hann notar orðið alheimsvandi til að tryggja að engum detti í hug að krefjast þess af honum að hann leysi vandann. Hann leysir ekki al- heimsvandann. Veruleikinn er annar. Efnahagsvandræði Íslendinga nú eru fyrst og fremst vegna hruns krónunnar. Hún veldur hækkandi verði á mat- vælum og öllu öðru innfluttu og hún hækkar lán okkar í gegnum verðbólgu. Í öllum alheimsvandanum falla ekki allir gjaldmiðlar, heldur fyrst og fremst íslenska krónan. Evran sem kostaði 90 krón- ur í fyrra kostar nú 127 krónur. Það er ekki alheimsvandi. Það er Íslandsvandi. Svo virðist sem flest vandamál komi utan frá í augum Geirs og fæst á hans ábyrgð. Hann leggur krók á leið sína til að fullvissa okkur um að ábyrgðin og vandinn komi utan frá. Það er ósköp mannlegt viðbragð. Ef honum tekst að fullvissa okkur um það, nær hann um leið að fullvissa okkur um að hann geti ekki gert neitt í vandanum og beri ekki ábyrgð á honum. Í kjölfarið bendir hann á okkur og segir okkur að stunda vistvænan akstur. Geir var ekki kosinn til þess að segja okkur hvað við eigum að gera. Hann var kosinn til að gera það sem við viljum að hann geri. En í staðinn hegðar hann sér ýmist eins og ölvaður maður á AA-fundi eða syndaselur í predikunarstól. Við ættum hins vegar ekki að tileinka okkur hugarfar Geirs. Við ættum ekki að kenna honum um þetta. Þetta er í raun okkur að kenna. Náttúruverndarsinnaði umhverfisráðherrann okkar flýgur um á einkaþotu, lætur skjóta ísbirni og fórnar höndum andspænis nýjum álverum. Og forsætisráðherrann flýgur um á einkaþotum og kallar menn dóna fyrir að spyrja hann út í efnahagsvandann. Það er kominn tími til að við gerum meiri kröfur til stjórnmála- mannanna okkar. DómstóLL götunnar Hvernig finnst þér ríkisstjórnin Hafa staðið sig? „mér finnst hún hafa staðið sig mjög vel, ég lifði þá sem var á undan og þessi er betri. Þess vegna er ég ánægður með hana þótt ég sé ekki íhaldsmaður.“ Finnur Björnsson, 80 ára aflagður flugvirki „illa, því mér finnst hún ekki gera neitt og ekki hlusta á fólkið.“ Sigurveig Guðmundsdóttir, 78 ára eftirlaunaþegi „mér finnst hún hafa staðið sig illa því hún stendur sig hvorki í peningamál- um né á öðrum sviðum.“ Sigurður Björnsson, 57 ára verktaki „er stórt er spurt er oft fátt um svör. Hún hefur staðið sig vel að mörgu leyti en það er líka margt sem þarf að laga.“ Ásgeir Magnússon, 83 ára eftirlaunaþegi sanDkorn n Annar ísbjörn sumarsins þótti svo hættulegur þegar hann flúði undan bílum í átt til sjávar að nauðsyn- legt þótti að drepa hann, kannski áður en hann næði að ógna möguleg- um sund- mönnum eða koma á land og hremma baðstrandargesti á Skaga. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra situr eftir í súpunni, enda hafði lítið verið brugðist við eftir fyrri ísbjarnar- heimsóknina. Hún gerði sjálfri sér bjarnargreiða með því að mæta á svæðið á einkaþotu, á sama tíma og Geir Haarde forsætisráðherra hvatti til eldsneytissparnaðar og minnkun gróðurhúsalofttegunda í hátíðarræðu. Þórunn verst nú á öllum vígstöðvum. n Meira að segja samflokksmaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, iðnaðarráðherrann Össur Skarp- héðinsson, setur fram undirliggj- andi gagnrýni á ísbjarnardrápið, enda átti hann stóran þátt í því að friða ísbirni sem umhverfisráð- herra á sín- um tíma. Og samfylking- armálgagnið Herðubreið ræðst á Þór- unni og Fagra Ísland undir fyrirsögninni Magra Ísland. Orðið á götunni segir að hún víki líklegast fyrir Gunnari Svavars- syni þegar Sturla Böðvarsson stígur úr stóli forseta Alþingis á næsta ári. Á móti er spurt hvers vegna er varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson ekki ráðherra? n Þórarinn Eldjárn hefur verið sæmdur titlinum borgarlistamað- ur Reykjavíkur. Þetta var í annað skiptið sem Þórarni var tilkynnt að honum hefði hlotnast þessi heiður. Í fyrra var haft samband við hann eftir tilkynninguna og honum sagt að hann yrði ekki borg- arlistamað- ur þrátt fyrir allt. Skipun hefði kom- ið að ofan og úr orðið að Ragnar Bjarnason söngvari hreppti hnossið. n Fram kom í sandkorni á mánu- dag að komið hefði verið upp peningarauf í kaffivél í mötuneyti húsnæðis 365 við Lyngháls. Téð kaffivél er á vegum mötuneyt- is sem er í sjálfstæðum rekstri og er raufin á þess vegum. Ástæða raufarinnar er sú að 365 hefur fram að þessu borgað fyrir kaffibaunir sem óskyldir aðilar nýta. Stærstur hluti starfsmanna 365 verður ekki af nýmöluðu baunakaffi, þrátt fyrir raufina á Lynghálsi. Í höfuðstöðv- um fyrirtækisins í Skaftahlíð má nefnilega finna baunavélar sem mala sem aldrei fyrr, ósnertar af baunateljurum. JóhaNN haukSSoN blaðamaður skrifar „Ég hef borið tilmæli þín undir nokkra vini mína. Þeir, eins og ég, segjast vera reiðubúnir að verða við óskum þínum ef ríkisstjórn- in gengur á undan með góðu fordæmi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.