Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2008, Side 30
fimmtudagur 19. júní 200830 Síðast en ekki síst DV Sandkorn n Söngkonan Svala Björgvins- dóttir lagði leið sína niður á Austurvöll á lýðveldisdaginn ásamt móð- ur sinni og góðum vina- hópi. Þar fór fram nýstár- leg tískusýn- ing og átti Svala nokkr- ar flíkur á sýningunni. Svala virtist vera í góðu formi en hún og hljómsveitin Steed Lord lentu í hörðu bílslysi í apríl. Einar Egilsson, kærasti Svölu, lét ekki sjá sig í bænum ásamt Svölu en hann slasaðist mjög illa í slysinu og er enn að jafna sig. Svala staldraði þó stutt við í sólarblíðunni og var farin um leið og tískusýningunni lauk. n Söngkonan fallega, Emilí- ana Torrini, sást á röltinu um bæinn á þjóðhátíð- ardaginn. Það þykir sjón að sjá söngkonuna spóka sig um í Reykja- vík þar sem hún er bú- sett í London. Lítið hefur farið fyrir henni undanfarin þrjú ár eða síðan plata hennar Fisher- man‘s Woman kom út. Það vakti þó mesta athygli að söngkon- an var blístrandi á göngu sinni. Kannski var hún að blístra Öxar við ána. n Telma Tómasson frétta- kona er komin á fornar slóðir. Eins og einhverjir hafa tekið eftir hefur Telma lesið fréttir á Stöð 2 undanfarna daga en hún starfaði á fréttastofunni á árum áður. Seinna gekk hún til liðs við Magnús Scheving og félaga hjá Latabæ en síðast starfaði hún hjá Mbl.is þar sem hún las hádegisfréttir af alkunnri snilld og þokka. Gömlu vinnuveitend- unum á Stöð 2 hefur augljóslega líkað það sem þeir sáu því hún er nú mætt þar til starfa að nýju. Hver er konan? „Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona.“ Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp í Breiðholtinu þangað til ég var níu ára en þá flutti ég í Vest- urbæinn. Var einmitt að flytja með manninum mínum í Vesturbæinn aftur, það er voða gott.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleði og húmor.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Ég held ég sé góð í því að láta fólki líða vel.“ Ef þú værir ekki leikkona hvað værir þú þá? „Ætli ég væri ekki í einhverjum at- vinnurekstri. Einu sinni var draum- urinn að opna second hand-búð, og svo ætlaði ég að verða nuddari, en það er liðið. Ég er ánægð með að vera leikkona.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Ég er að fara til Wiesbaden á leiklist- arhátíð þar sem ég leik í Baðstofunni eftir Hugleik Dagsson. Ég verð þar í 4 daga en fer svo í frí til Barcelona. Seinna í sumar fer ég á aðra leiklist- arhátíð því okkur var boðið að sýna Hér og nú í Tampere-leikhúsinu í Helsinki. Ég og Arndís Hrönn Egils- dóttir framleiðum sýninguna undir merkjum Sokkabandsins. Sýningin í Wiesbaden verður á íslensku en Hér og nú verður flutt á ensku.“ Hvernig upplifun var að vera Fjallkonan? „Það var mikil og skemmtileg upplif- un, alveg magnað, frábær dagur og rosa gott veður. Það gladdi mig mest að kynnast Þorsteini frá Hamri sem samdi ljóðið Fjallkonuna af þessu tilefni. Hann er sjötugur og alveg frá- bær.“ Varst þú í skautbúningnum allan daginn? „Nei, nei, bara í svona tvo, þrjá tíma. Eftir ljóðaflutninginn var athöfn í Dómkirkjunni og svo var myndataka í Alþingisgarðinum.“ Átt þú þjóðbúning sjálf? „Nei, ég á ekki þjóðbúning en ég á jakka í svipuðum stíl. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í tilefni kvennadags- ins? „Ég flýg til Wiesbaden í dag.“ Ertu femínisti? „Já, ég myndi segja að ég væri það.“ Hver eru helstu áhugamál þín? „Fara til útlanda, lesa, dansa og að fara í leikhús.“ Hver er uppáhaldsárstíminn þinn? „Núna, vorið er yndislegt.“ Hver er draumurinn? „Að vera hamingjusöm, heil heilsu og að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt. Það eru ákveðin forréttindi.“ MAÐUR DAGSINS Mikil upplifun að vera fjallkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona var fjallkonan í reykjavík 17. júní síðastliðinn. í sumar leikur hún í Þýskalandi og finnlandi en fer í frí til Spánar. BókStAfleGA „Ég á mann þannig að þessi yndislega stúlka á þrjá ástríka foreldra sem hafa beðið lengi eftir því að fá að kynnast henni.“ n agnar jón Egilsson, leikstjóri og framkvæmdastjóri Leynileikhússins, í nýjasta Séð og heyrt. Hann eignaðist nýlega dóttur með eiginmanni sínum, en vinkona agnars, Sara Pétursdóttir, gekk með barnið. „Maður leiðrétt- ir ekki Clint Eastwood.“ n Björgvin franz gíslason bað Clint Eastwood um að kalla sig „franz“ við tökur á flags of our fathers, en honum misheyrðist og kallaði hann upp frá því „Hanz“. – Vikan „Já, að sjálfsögðu fékk ég gel frá Loga. Ég er áskrif- andi að því og það virkar ekkert smá vel. Maður lítur miklu betur út með gelið frá Loga.“ n aron Pálmason handboltakappi fékk afnot af heimatilbúnu hárgeli frá Loga geirssyni. - 24 stundir. „Ég hafði nú ekki bein- línis séð það fyrir mér að ég gæti verið Fjallkona. Maður hefur svolítið staðlaðar hugmyndir um hvernig Fjallkonan á að vera og mér fannst ég kannski ekki alveg falla undir þær.“ n Sólveig arnarsdóttir lýsir þeirri undrun sem greip hana þegar hún var valin fjallkonan. - 24 stundir „Þær eru eflaust ófáar sem væru ekki til í að eignast svona glæsikerru.“ n myndatexti í nýjasta Séð og heyrt við mynd af range rover- bíl sem grétar rafn Steinsson knattspyrnukappi gaf eiginkonu sinni, manúelu Ósk Harðardóttur, nýverið. Sem sagt, fáar stúlkur vilja eignast range rover? Hmmm ... „Það er snúið að vera Akureyringur í þessum bransa en ekki brenni- merktur Reykjavík. Við upplifum okkur utan- garðs hér fyrir norðan.“ n Óli g. jóhannsson, listmálari og akureyringur - fbl. „Ég fór út í svakalegt ofát og át á mig um 25 kíló. Matarfíknin er líklega erf- iðasta fíknin sem ég hef þurft að takast á við ...“ n anna Sigríður Ólafsdóttir í viðtali við Vikuna. Hljómsveitin Hraun hélt útgáfutónleika á Rúbín síðastliðið föstudagskvöld: Getum ættleitt tíu geitur „Það er ótrúlega mikilvægt að hlúa að því sem er okkur næst og þótt hljómsveitarmeðlimir styðji vissu- lega við málefni eins og Unicef, Uni- fem og SOS-barnaþorpin er líka mik- ilvægt að líta sér nær og varðveita það sem við höfum hér,“ segir Svavar Knútur, söngvari hljómsveitarinnar Hrauns. Síðastliðið föstudagskvöld hélt hljómsveitin útgáfutónleika nýju plötunnar sinnar „Silent treat- ment“ á Rúbín. Allur ágóði tónleik- anna rennur til styrktar íslenska geitastofninum sem hefur undan- farna áratugi verið nokkuð afskipt- ur. Reiknast hljómsveitarmeðlim- um til að sveitin geti nú ættleitt allt að 10 geitur næsta árið. „Ein besta leiðin til að fyrirbyggja fordóma og útlendingafæð, er að standa tryggari á menningarlegum stoðum okkar, svo við séum örugg um okkar eigið. Enginn getur verið útlendingahatari sem hvílir sáttur og öruggur í eigin menningu og þjóðarhefð. Þess vegna viljum við hlúa að íslensku geitinni, því ef við missum hana, missum við hluta af sjálfum okkur,“ segir Svavar. Nokkrum bændum hefur tekist að halda lífi í stofninum og Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi í Háafelli á Hvítársíðu, fer þar fremst í flokki. Íslenski geitastofninn kom til lands- ins með landnámsmönnum fyrir ell- efu hundruð árum og hefur síðan þá lifað einangruðu lífi. Stofninn inni- heldur í dag aðeins um 400 fullorðin dýr og er trúlega einn minnsti geita- stofn í heimi. Stofninn hefur tvisvar farið niður fyrir 100 dýr síðan land byggðist svo það er nánast kraftaverk að hann hafi lifað af. Svavar Knútur Sést hér gefa kiðlingi pela.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.