Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 2
 NEYTENDABLA‹I‹ 4. tbl., 55. árg. – desember 2009 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Bjarnarflag í Mývatnssveit, ljósm. Lára Stefánsdóttir Upplag: 11.800 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: orka12 Leiðari ritstjóra 2 Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3 Meira um myntkörfulánin 4 Fjármálaráðgjöf 5 Norræni svanurinn 6 Efni í raftækjum 7 Hvað gera Neytendasamtökin? 8 Saga stuttermabolsins 10 SMS-lán 12 Frá formanni 13 Gæðakönnun á hrukkukremi 14 Raunmæling á raforku 16 Flóknir orkureikningar 18 Íslamskir bankar 18 Litarefni í mat 20 Enn um orkudrykki 21 Uppþvottavélar á markaði 22 Salt í matvælum 23 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir Óforbetranlegar eyðsluklær? Við Íslendingar höfum kosið að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli en það þýðir m.a. að lántökukostnaður hér er mun hærri en víða annars staðar og að áhættan samfara lántöku er meiri. Hin séríslenska vísitölutenging lána setur svo alla áhættu af verðbólgu á lántakendur, sem væri kannski í lagi ef við gætum treyst því að stjórnvöld réðu við verðbólguna en það hafa þau aldrei gert. Við vorum því kannski full áköf þegar lán í erlendum gjaldmiðlum fóru að bjóðast. Okkur mátti þó vera ljóst að þeim fylgdi töluverð áhætta því krónan okkar hefur alltaf verið einstaklega óstöðugur gjaldmiðill. Í ljósi þess hversu mikil áhætta hefur fylgt lántöku á Íslandi og hversu óhagstæð lánakjör hafa verið er eiginlega alveg með ólíkindum hversu viljug við höfum verið til að skuldsetja okkur. Skuldastaða heimilanna var þegar farin að valda mönnum áhyggjum upp úr aldamótum og þá var ballið samt bara rétt að byrja. En það var ekki bara almenningur sem gerði sér ferð í bankann. Skuldir fyrirtækja jukust gríðarlega og ekki verður sagt að hagsýni og fyrirhyggja hafi einkennt rekstur margra sveitarfélaga eða ríkisins þar sem framúrkeyrsla á fjárlögum var frekar regla en undantekning. Þjóðin taldi sig þó almennt nokkuð skynsama í fjármálum. Til dæmis töldu bankarnir sig búa yfir slíkri fjármálaþekkingu að um útflutningsvöru væri að ræða. Stjórnvöld efuðust aldeilis ekki um eigið ágæti og héldu því fram allt fram á síðasta dag að efnahagslífið væri sterkt og hagstjórnin traust. Almenningur virðist einnig hafa haft fulla trú á eigin getu. Könnun félagsvísindadeildar Háskóla Íslands frá því í mars í fyrra leiddi í ljós að langstærstur hluti aðspurðra, eða 78%, sagðist fylgjast mjög vel eða frekar vel með eyðslu sinni. Heil 90% aðspurðra voru mjög eða frekar ósammála fullyrðingunni „Ef mig langar í eitthvað sem ég hefði ekki efni á tæki ég bara lán“ og þá sögðust 76% ná endum saman um mánaðamót. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því fyrr á þessu ári sögðust svo aðeins 16% aðspurðra hafa eytt um efni fram þegar góðærið var sem mest. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður og koma engan veginn heim og saman við opinberar hagtölur. Bara yfirdráttarlán landsmanna voru 81 milljarður um mitt ár í fyrra. Það verður ekki hjá því komist að álíta að sem þjóð séum við ekki mjög klár þegar kemur að fjármálum og rekstri. Þetta ættum við að horfast í augu við og leitast við að breyta þótt slík naflaskoðun geti vissulega verið sársaukafull. Ég held engu að síður að hún sé nauðsynleg ef við ætlum að kenna komandi kynslóðum að fara betur með peninga en við höfum gert.  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.