Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 20
Það fer fátt meira í taugarnar á mér en þegar sök á bankahruninu er eignuð heimilum sem keyptu sér flatskjái á tímum góðærisins. Það hefur ekkert með flatskjái að gera að bankarnir hrundu. Það mætti kannski skella skuldinni á þá sem keyptu neysluvarning eins og gullflögur á eftirréttinn eða þetta apakúkakaffi sem seldist hér eitt góðárið á fáranlega háu verði, það var nú meira pjattið. Flatskjáir eru hins vegar bara hluti af nútíma tækniþróun og allir sem kaupa sér sjónvarp í dag kaupa flatskjá. Það væri nú lítið vit í að grafa upp ónotað lampatæki þegar gamla tækið deyr, enda sjálfsagt ófáanlegt. Hættið að tengja flatskjái við hrunið. Nöldrari Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur haft nokkur umdeild litarefni til skoðunar en um þessi efni hefur ítrekað verið fjallað hér í Neytendablaðinu. Niðurstöður könnunar sem birtist árið 2007 gaf til kynna að litarefnin gætu, í bland við algengt rotvarnarefni, valdið ofvirkni í börnum. Því var lögð sérstök áhersla á að skoða hvort að svokallað daglegt neyslugildi þessara litarefna væri of hátt. Daglegt neyslugildi lækkað Nú liggur niðurstaðan fyrir og var ákveðið að lækka daglegt neyslugildi fyrir efnin E104, E110 og E124. Það þótti hætta á að inntaka þessara efna gæti verið meiri en neyslugildið segir til um. Ekki var talin ástæða til að lækka daglegt neyslugildi á efnunum E102, E122 og E129. Talið var að einungis þau börn sem neyta mikils matar og drykkjar sem innihalda þessi efni gætu farið yfir daglegt neyslugildi þeirra. Hvað gera íslenskir framleiðendur? Neytendasamtökin sendu Samtökum iðnaðarins bréf þar sem þau hvöttu íslenska framleiðendur til að hætta notkun efnanna og voru viðbrögð samtakanna jákvæð. Hins vegar virðist lítið hafa gerst því þessi efni er víða að finna í íslenskum vörum. Matvæli með efnunum sérstaklega merkt Á næsta ári ganga í gildi lög sem skylda framleiðendur til að merkja sérstaklega matvæli sem innihalda eitthvert þessara sex efna. Skal það gert með setningunni „(heiti efnis eða E-númer) getur haft neikvæð áhrif á virkni og athygli í börnum.” Mikilvægt mál en lítil umræða Neytendasamtökin harma hversu lítil umræða hefur verið um þessi mál hér á landi en í nágrannaríkjum okkar hafa framleiðendur skipt efnunum út fyrir önnur öruggari. Það er í raun óskiljanlegt að umræðan hér sé ekki háværari í ljósi þess að hagsmunir barna eru í húfi. Íslensk börn drekka mikið gos og borða mikið sælgæti en þessi efni eru einmitt algeng í slíkum vörum, sem og í frostpinnum, kaffibrauði og eftirréttum. Því ætti þetta að vera okkur sérstakt áhyggjuefni og til mikils að vinna að koma þessum efnum úr umferð. Lesa má meira um litarefnin á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is og á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is Umdeild litarefni í matvælum - Sérfræðingar mæla með að daglegt neyslugildi verði lækkað Gervilitarefni sem stundum eru flokkuð sem asó-litarefni eru vinsæl í matvælaframleiðslu þar sem þau eru stöðug (þola vel suðu og frystingu og dofna lítið þótt varan eldist) Efnin eru: E104 kínólíngult, E110 Sunset Yellow FCF, E124 Ponceau 4R, E102 Tartrasín, E122 Asórúbín og E129 Allúra rautt. 0 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.