Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 19
Bankar sem starfa eftir íslömskum lögum en eru staðsettir á Vestur- löndum hafa vakið athygli fyrir að standa fjármálakreppuna mun betur af sér en vestrænir bankar. Í nýjasta tölublaði Con- sumer Choice, írska neytendablaðsins, er fjallað um íslamska fjár- málakerfið og hvort það geti verið valkostur fyrir neytendur á Vesturlöndum sem hafa misst traust á bönkum sínum og leita eftir stöðugleika í fjármálaþjónustu. Snýst ekki bara um trú Kenningar Múhameðs spámanns eru yfirleitt víðs fjarri þegar rætt er um fjármál Vesturlanda enda hefur íslömsku gildunum oftar verið stillt upp sem andstæðu við þá veraldarhyggju sem einkennir vest- ræn gildi. Íslam snýst hins vegar ekki bara um trúariðkun, heldur er það kerfi um hugmyndir og athafnir, byggt á lögum Sharia. Finna má fólk sem aðhyllist íslam um allan heim, í vestrænum jafnt sem austrænum ríkjum. Það þarf líka að nota peninga, rétt eins og við hin, og til þess notar það banka. Vextir eru bannaðir Í reynd er helsti munurinn á íslömskum bönkum og þeim vestrænu sá að þeir fyrrnefndu leggja ekki vexti (riba á arabísku) á inn- og útlán og það skýrir, að hluta, góða frammistöðu þeirra í fjármála- kreppunni. Samkvæmt kennisetningum íslamstrúar skal nota pen- inga til að skiptast á verðmætum eða geyma þau. Það að græða peninga á peningum einum saman án nokkurrar fyrirhafnar er hins vegar bannað samkvæmt Sharialögum en þar segir að auðæfi geti aðeins orðið til með lögmætri verslun eða fjárfestingu. Fjárfestingar Þá gilda einnig ákveðnar grunnreglur þegar fjárfest er samkvæmt íslömskum sið, sem fellur undir svokallaða siðræna fjárfestingu eða samfélagslega ábyrgð. Að mati Standard & Poors er heildarvirði slíkra fjárfestinga á heimsvísu um 700 milljarðar dollara. Þessar fjár- festingar eru viðurkenndar og flokkaðar sérstaklega á markaði sem íslömsk fjármálastarfsemi. Hagnast samt Þó engir séu vextirnir á innlánum þýðir það ekki að enginn sé hagn- aðurinn. Bankareikningar eru byggðir á áhættuhlutdeild og frum- kvöðlastarfi. Í staðinn fyrir að greiða vexti deila bankarnir hluta af hagnaðinum með viðskiptavinum sínum samkvæmt fyrirfram ákveðnu hlutfalli. Dæmi: Viðskiptavinur leggur inn 2000€ á innlánsreikning með 50% hagnaðarhlutdeild til handhafa. Bankinn notar upphæðina til að fjárfesta í starfsemi sem fellur undir Sharialög. Ef fjár- festingin skilar 50€ í hagnað fara 25€ til bankans og 25€ til viðskiptavinarins. Þegar tap er af fjárfestingu skilar innistæðan engum hagnaði en upphafleg upphæð hennar skerðist þó ekki. Íbúðarlán Íslamskir bankar fjármagna einnig íbúðakaup en þeir gera það þó ekki með veðlánum eins og við þekkjum heldur eru íbúðir keyptar með kaupleigu og eignaraðild. Þannig kaupir bankinn eignina með viðskiptavininum og leigir honum sinn hluta þar til höfuðstóllinn er greiddur upp. Mánaðarlegar greiðslur eru reiknaðar upp eftir leigu- hlutfallinu og kaupandinn getur alltaf greitt inn á hlut bankans eða greitt hann upp án þess að það kosti hann nokkuð aukalega. Almenn bankaþjónusta Það er vel hægt að fá önnur lán, eins og neytendalán, í íslömskum banka. Í stað þess að innheimta vexti selur bankinn kröfuna og hagnast á viðskiptunum. Hlaupareikningar þekkjast einnig en á þeim eru engir vextir og ekki möguleiki á yfirdrætti. Heimabanki, tékkhefti og kort eru fáanleg. Í stað innlánsvaxta fjárfestir bankinn fyrir innistæður og skilar hluta hagnaðarins til viðskiptavinarins. Krafa neytenda Í Bretlandi hafa bankar eins og Islamic Bank of Britain og Lloyds TSB lagað þjónustu sína að breskum múslimum, sem eru allt að 2 milljónir. Væntanlega mun bankastarfsemi af þessum toga einnig bjóðast öðrum Vesturlandabúum en eftir að traust á bönkum gufaði upp í einu vetfangi síðasta haust verður æ háværari sú krafa neyt- enda að bankarnir sýni samfélagslega og siðræna ábyrgð í verki. ÞH Þýtt úr Consumer choice, nóvember 2009 Getum við lært af Íslam? 19 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.