Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 7
Raftækjaúrgangur hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og er sá flokkur úrgangs sem vex hraðast í heiminum. Raftækjaúrgangur í Evrópu var á bilinu 8,3 til 9,1 milljón tonn árið 2005 en áætlað er að hann verði 12,3 milljón tonn árið 2020. Talið er að töluverður hluti raftækjaúrgangs sé urðaður með venjulegu heimilisrusli eða á ólöglegan hátt. Þá er sífellt meira magn raftækjaúrgangs sent til þróunarlanda þar sem förg- unaraðferðir eru frumstæðar. Ótal efni í raftækjum Þúsundir efna og efnasambanda eru notaðar við framleiðslu á raftækjum og veldur útbreidd notkun bróm- og klórefnasambanda sérstökum áhyggjum. Þessi efnasambönd eru notuð til að hefta útbreiðslu elds ef kviknar í tækjum og eru þau kölluð eldtefjarar. Efnin losna hins vegar út í andrúmsloftið úr raftækjunum og geta haft skaðleg áhrif á heilsuna. Það er því ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að lofta vel út þegar ný raftæki eru tekin í notkun. Mengunin sem verður til við förgun tækjanna er ekki síður áhyggjuefni. Skaðleg efni myndast við bruna Áætlað er að hundruð ólíkra eldtefjandi efna sem innihalda klór- og brómefnasambönd séu á markaði. Þegar raftæki sem innihalda þessi efni eru brennd geta myndast skaðleg efni eins og díoxín og fúran. Bæði þessi efni hafa fundist í brjóstamjólk. Á Guiyu-svæðinu í Kína, sem er alræmt fyrir frjálslegar endurvinnsluaðferðir á raftækjum, er áætlað að ungbörn innbyrði ellefu- til tuttuguogfimmfalt það magn díoxíns og fúrans sem viðmiðunarmörk segja til um. Hvergi í heiminum hefur mælst hærra hlutfall díoxíns og fúrans í andrúmslofti en á þessu svæði. Framleiðendur bregðast við Nokkrir framleiðendur hafa stigið skref til að minnka eða draga alfarið úr notkun bróm- og klórefna. Apple er á meðal þessara framleiðenda og í dag er m.a. hægt að fá iPod shuffle, nano og touch, og iPhone án brómeraðra eldtefjara og PVC, auk þess sem blý og arsenik er ekki lengur að finna í skjám. Til að ná þessum markmiðum gerði fyrirtækið m.a. ríkar kröfur til birgja sinna. Sony Ericson hefur frá upphafi unnið að því að útiloka halógenefni í símum og fyrsti síminn án brómeraðra eldtefjara kom á markað árið 1999. Í dag eru 99,9% af Sony Ericson símum án halógenefna og öll hleðslutæki nema eitt eru án PVC. Fyrirtækið stefnir að því að öll framleiðsla þess verði algerlega laus við PVC í lok þessa árs. Fyrirtækið er auk þess með aðgengilega lista á heimasíðu sinni yfir varasöm efni sem fyrirtækið notar ekki við framleiðslu sína og efni sem notuð eru í mjög takmörkuðum mæli. Í júní sl. kynnti fyrirtækið til sögunnar svo kallaða GreenHeart hugmyndafræði sem á að tryggja neytendum að vörurnar séu algerlega lausar við bróm og klór. Aðrir framleiðendur, svo sem sumir framleiðendur plasts og íhluta í raftæki, hafa einnig náð góðum árangri Umfjöllunin er byggð á skýrslunni Greening Consumer Electronics – moving away from bromine and chlorine. Skýrsluna má lesa í heild á heimasíðu NS undir umhverfi BP Hvað er í sjónvarpinu? Fréttir, veður, klór og bróm Klór (CI) og bróm (Br) eru svokallaðir halógenar. Efnasambönd sem innihalda klór og bróm eru aðallega notuð sem eldtefjarar (brominated flame retardents) og er þá blandað saman við plast til að koma í veg fyrir eða draga úr eldi. Annað algengt efnasamband sem inniheldur klór er PVC (polyvinyl chloride), plasttegund sem er mjög algeng á markaði. Þar til nýlega var styrkur bróms og klórs í raftækjum ekkert takmarkaður en á undanförnum árum hafa skaðlegustu tegundirnar verið bannaðar. Þær eru þó enn til staðar í eldri tækjum.  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.