Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 12
Kredia, sem skilgreinir sig sem fyrirtæki á sviði smálána, sms- lána og örlána, tók fyrir nokkru að bjóða svokölluð smálán. Fram- kvæmdin virðist einföld; allt sem þarf er að skrá sig á netinu og senda svo sms þegar mann vantar pening. Lánin geta verið að upphæð 10.000, 20.000, 30.000 eða 40.000 kr. og þau þarf að greiða upp innan fimmtán daga. Hvaða lög gilda? Ef lánaskilmálarnir eru skoðaðir kemur í ljós að þeir eru ekki í samræmi við lög um neytendalán. Hins vegar er það því miður svo að lán sem eru einungis veitt í fimmtán daga, eins og í þessu tilfelli, falla ekki undir lög um neytendalán. Hver eru kjörin? Ef lánskjörin eru svo skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, skv. upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundur- greint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25% sem svarar til 600% kostnaðar á ársgrundvelli. Varað við lántöku Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd í nágrannalöndum okkar enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Þá er ekki hægt að kalla lánskjörin neitt annað en okur. Jafnframt er örðugt að sjá hvernig það leysir einhvern fjárhagsvanda að fá lán sem skal svo greitt til baka með allt að 25% álagi innan 15 daga. Neytendasamtökin vilja því vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerða er sporni við slíkum lánveitingum. SMS-lánin komin til Íslands Meira en 60% af vefnaðarvöru- og fataframleiðslu í Banda- ríkjunum fer fram í fylkjunum Norður- og Suður-Karólinu og Georgíu. Sumstaðar er þessi iðnaður – eða jafnvel eitt einstakt fyrirtæki – stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og þingmenn í slíkum kjördæmum eiga erfitt með að horfa fram hjá því þegar þeir eru á höttunum eftir atkvæðum. og hjá fyrri forsetum, sem og hjá þeim sem á eftir Nixon hafa komið, varð niðurstaðan: Frjáls viðskipti eru góð en um vefnaðarvörur gilda önnur lögmál. Ekki hægt að tala um frjáls viðskipti Rivoli segist ekki hafa hitt neinn í Washington sem var ánægður með reglurnar sem gilda um innflutning á stuttermabolum og enginn reyndi einu sinni að verja þær. Julia Hughes er talsmaður vefnaðarvöru- og fatainnflytjenda (US association of importers of textiles and apparel) og hún bendir á að það eina sem sé fáránlegra en regluverkið sjálft er að það fellur undir samninga um frjáls viðskipti. Samningur sem er kenndur við frjáls viðskipti ætti að gera viðskiptin auðveldari en ekki flóknari. Frelsi í innflutningi á efnum og fatnaði er þó alltaf að aukast og Auggie, sem háð hefur marga rimmuna, telur að baráttan við Kína gæti jafnvel orðið sú síðasta. BP 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.