Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1948, Page 117
DÍALEKTISK EFNISHYGGJA 195 eindir og rafeindir. Réttara mun að kveða svo á, að hér sé um að ræða eitthvað, er geti bæði verið öldur og efnisagnir. Sá er munur á þessum tveim hugtökum, að efnisögn er eitthvað, sem bundið er við ákveðinn stað á hverjum tíma, aldan lætur hins vegar til sín taka á ákveðnu svæði um ákveðinn tíma. Svo virðist frá sjónar- miði „heilbrigðrar skynsemi“, sem auðvelt ætti að vera að greina á milli þessa tvenns. Þó hafa menn nú komizt að raun um, að svo hagar til við geislun, að aldrei er hægt að ákveða nákvæmlega stöðu efniseindanna, en á hinn bóginn er kleift að staðsetja ölduhreyfing- una. Þessar tvær andstæður renna hér saman í eitt. Þá eru „samvinnu-fy'rirbrigðin“ svonefndu í eðlisfræðinni ágætt dæmi. Þar er m. a. um það að ræða, að bráðnun á föstu efni lýsir sér ekki lengur sem eiginleiki einstakra efniseinda, heldur sem eigin- leiki frumeindahóps, og á það rót sína í víxláhrifum eindanna sín á milli. Ef við byrjum á einstakri frumeind, má kveða svo að orði, að hreyfingar hennar trufli granneindirnar, en sem þær truflast, losnar upphaflega frumeindin í reipum, og sé hreyfingin nógu mikil, rofnar allt kerfið eða bráðnar, eins og sagt er í daglegu tali. Það er merkilegt í þessu sambandi, að einu gildir, á hvaða frumeind við byrjum. Megineinkenni bráðnunarinnar eru háð heildarkerfinu, en ekki einstökum hlutum þess. Þau eru sameign, eiginleiki kerfisins sem kerfis. „Samvinnu-fyrirbrigði“ sýna eðli þeirra eiginda, sem verða til fyrir aukna megind, — og jafnframt hinar afdrifaríku breytingar á eigindum, sem koma fram við breytí síærðar- eða mergðarhlutföll. Slíkar hliðar eðlisfræðinnar eiga þátt í því, að miklu auðveldara er nú en fyrir hálfri öld að skilja og viðurkenna díalektisk sjónarmið. Söguleg atriði í eðlisíræði Mesta eftirtekt vekur þó ef til vill, að söguleg sjónarmið eru farin að láta til sín taka í eðlisvísindunum. Venjan var sú, að eðlisfræði- leg lögmál voru talin óumbreytanleg — og að því leyti andstæð lögmálum líffræðinnar eða þjóðfélagsins. Hin efnislegi grunnur, undirstaða eðlisfræðinnar, var álitin föst og stöðug stærð. Hann var nokkurs konar holdtekja eða líkamning platónskra hugmynda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.